Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 32
30 SVEITARSTJ ÖRNARMÁL vottur þess. hve andúðin hefir verið sterk hjá landsmönnum á valdi lénskonunganna í Evrópu. Þeir sem stóðu að því, að ganga frá skipulagi þjóðveldisins vildu ekki eiga það á hættu að fá nokkrum höfðingja eða höfðingjaráði vald i hendur, sem á nokkurn hátt væri sambærilegt við konungsvald. Áliti manna hér á landi á konungsvaldi þá á tímum, mun vel og rétt lýst i ummælum eins rithöfundar er hann segir um Island, „að það sé frjálst af ágangi konunga og illrœðismanna.“ Stjórnskipun hins ísl. þjóðveldis stóð furðu lengi án verulegra breytinga, og er það aðallega tvennt sem olli því. Fyrst það að stjórnskipun af þessu tagi var, eins og áður er drepið á, hreinasta fyrirmyndarstjórnskipun að þeirrar tiðar hugsunarhætti, og svo hitt, að fsland var svo langt frá meginlandi Evrópu, að lítt kleift var fyrir lénsherrana þar, að skipta sér af málum þess, eða seilast þar til yfir- ráða. Ef ísland hefði legið 500—700 km. nær meginlandinu, hefði saga þess vafa- lítið orðið önnur og að flestu leyti ómerki- legri. Þessari miklu fjarlægð eigum við það að þakka, að við vitum nú hvernig mannfélagshugmyndir miðaldamanna reyndust í framkvæmd, því hvergi annars staðar fengu þær að dafna og hera eðlilega ávexti óáreittar af einræðishugsjón forn- aldarinnar. En því miður mótaði sérhyggjan um of þessa stjórnarhætti, sem þó að flestu leyti voru til fyrirmyndar á sínum tíma. Valda- aðstöður þjóðhöfðingjanna, goðorðin, voru persónuleg eign þeirra og ekkert var þvi stjórnskipulega til fyrirstöðu að erlendir valdhafar gætu eignast ráðstöfunarrétt á þeim. Þetta notaði Hákon gamli sér á 13. öld á þann hátt að hann lokkaði íslenzka höfðingja til þess að gerast sér handgengn- ir, ]). e. viðurkenna sig sem lénshöfðingja. Samkvæmt þeim hugsunarhætti sem þá var rikjandi i Evrópu, eignaðist hann við þetta yfirráðarétt hér á landi. Svo virðist, sem hið frjálsa miðaldaþjóðfélag hér á landi hafi verið orðið þyrnir í augum fylgj- enda lénsskipulagsins i Evrópu á 13. öld. Um það bera vott ummæli Vilhjálms kardinála, sendimanns páfa við norsku hirðina, er hann kallaði það ósannlegt, að það land þjónaði eigi undir einhvern konung svo sem öll önnur lönd í veröld- inni.“ Sögu hins forna íslenzka þjóðveldis lauk árið 1262—1264, og ísland hætti þá að vera fyrirmynd á sviði miðaldastjórnar- hátta, eins og það hafði verið í 300 ár. ísland varð þó eiginlega aldrei að lénsríki á Evrópumælikvarða, enda seig nú smátt og smátt á ógæfuhlið fyrir lénsskipulag- inu á meginlandinu. Hér á landi eimdi þó lengi eftir af hinu forna byggðasjálfstæði, og hugsjón þess er lifandi með þjóðinni enn í dag og á eftir að blómgast og bera ávexti á ný ef Guð lofar. Oss nútímamönnum hættir til þess að vanmeta það stjórnmálaafrek, sem forfeð- ur vorir unnu er þeir stofnuðu hið forna þjóðveldi. Oss gleymist nefnilega, að setn- ing stjórnskipulags, sem stendur svo til óhaggað og án verulegra breytinga í þrjár aldir, er sárasjaldgœft fyrirbrigði í sögu veraldarinnar. Og vist er um það, að vér nútímamenn eigum það enn ógert, að koma á fót hér á landi stjórnskipun svo vel úr garði gerðri, að hún sé líkleg til þess að standa jafn lengi föstum fótum og stjórn- skipun hins forna þjóðveldis gerði á sinni tíð. En víkjum nú aftur austur einveldis. Áfn' hafið lil Evr.óPu- Þar urðu djúptækar breytingar á félags- legu hugarfari i lok miðaldanna. Sú frum- hvöt manneðlisins, sem knýr menn til samvinnu og sameiginlegra átaka, sam- hyggjan, fór að láta meira til sín taka en áður. Menn voru orðnir þreyttir á sundur- gerð og skipulagsleysi miðaldanna. Er lénsskipulagið leið undir lok hefði mátt ætla, að tækifæri byðist fyrir hina róm- versku heimsveldis-hugsjón að verða að veruleika á ný, þannig að hið gamla róm- verska ríki risi upp úr gröf sinni. Þetta var þvi líklegra, sem að veldi hinna þýzk- rómversku keisara stóð einmitt þá með all-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.