Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Qupperneq 55

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Qupperneq 55
SVEITARSTJÓRNARMÁI, 53 Það væri þá og blátt áfram furðulegt, að fornar heimildir skuli ekki nefna einu orði svo mikilvæga löggjöf sem hreppa- skipunin er, ef hún hefur verið sett sér- stök sem nýmæli við hin fornu lög, á sinn hátt eins og heimildir geta t.d. fjórðunga- skiptingar landsins. Skýringin á því, að setning þessarar löggjafar er ekki nefnd í heimildum sérstaklega, fremur en lög- festing bingaskipunarinnar, virðist varla geta verið önnur en sú, að hún hafi einnig verið einn bálkur hinna fornu tJlfljóts- laga. Annað mál er það, að hin uppruna- lega framfærslu- og sveitarstjórnarlöggjöf hefur vafalaust tekið ýmsum breytingum, eftir bvi sem tímar liðu fram, sum ákvæði hennar t.d. verið milduð í kristnum sið eða afnumin með öllu, eins og vér vitum um það ákvæði hennar, sem heimilaði barnaútburð, jafnframt því sem þessi löggjöf var aukin og kirkjan efldi hana með nýjum tekjustofnum. Benda má og hér á það, að Ari fróði kveður beinlínis svo að orði í frásögn sinni um kristnitök- una, að um „barnaútburð skyldu standa en fornu lög“, enda varð lagaákvæði um barnaútburð ekki sett nema sem undan- tekningarákvæði við almenna framfærslu- löggjöf. Málfræðingar telja, að orðið hreppur þýði samkvæmt uppruna sínum afgirt landsvæði, upphaflega hringmyndað (Al- exander próf. Jóhannesson). Kemur þessi upprunalega merking orðsins fullkomlega heim við það, að hrepparnir íslenzku voru með ákveðnum staðarmörkum. Orðið hreppur kemur fyrir í merkingunni byggðalag eða bæjahverfi í norskum mál- lýzkum. Þá kemur og orðið fyrir í sænsk- um mállýzkum og táknar þar hluta kirkju- sóknar. Heimildir eru engar um forna notkun þessa orðs annars staðar en hér á íslandi, svo að í orðið verður engin frekari vitneskja sótt um þetta efni, enda vísast, að íslendingar hafi tekið það upp í nýrri merkingu, eins og þeir t. d. gerðu um goðaheitið. Orðið „rape“, sem kemur fyrir sem héraðsnafn í Sussex á Englandi, telja málfræðingar ekki skylt orðinu hreppur. Ég gat þess áður, að samkvæmt forn- lögum Noregs hvíldi framfærsluskylda þar á ættinni og á húsbónda gagnvai 1 hjúum sínum. Hins vegar getur ekki fyrr en í löggjöf Magnúsar lagabætis (1263— ’8o) legðarfyrirkomulagsins norska, sem svarar nákvæmlega til manneldisfyrir- komulagsins í íslenzkri framfærslulöggjöf. Um skiptingu landsins i sérstök fram- færsluumdæmi, í líkingu við hreppaskipt- inguna íslenzku, er á hinn bóginn ekki að ræða i Noregi, enda varð sú raunin þar sem annars staðar, að framkvæmd framfærslu- málanna lenti í höndum kirkjunnar og var miðuð við sóknaskipunina. Til Noregs verða því ekki raktar fyrirmyndir að hinni fornu framfærslu- og sveitarstjórnar- löggjöf vorri fremur en til annarra þjóða. Skyldutryggingar sveitarfélaga virðast einnig vera sérstakar fyrir Island. Að vísu er kunnugt um ýmis gildi á mið- öldum, sem höfðu með sér innbyrðis tryggingar, t.d. fornensk gildi, sem höfðu með sér þjófnaðartryggingar. Og í skánsk- um fornlögum getur brunabóta (brand- stuþ), án þess að menn viti raunar neitt framar um það efni. Margt bendir til þess, að þróun fornrar sveitarstiórnarskipunar hafi orðið með svipuðum hætti og þróun þingaskipulags- ins og hafi fyrst risið hér upp einstök, einangruð hreppsfélög fyrir samtök innan- sveitarmanna. En hér er þess þó enginn kostur að gera grein fyrir því efni, svo margþætt sem það er og enn lítt kannað. Viðhorf framfærslumála í nýnumdu, strjálbyggðu landi hlutu að verða með ýmsum hætti ólík þvi, sem var í gömlu, béttbýlu landi, þar sem ættir höfðu setið um kyrrt á sömu slóðum kynslóð fram af kynslóð, enda viðhorf landnámsmannanna sjálfra við þeim mákun snortin nýrri rejmslu og sjónarmiðum. Félagssamtök víkingaaldar rufu ættarhringinn gamla og sköpuðu nýjar skyldur manna i milli. Við landnámið blönduðust ættir hver inn- an um aðra og ættingjar dreifðust. Hags-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.