Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 58

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 58
56 S VEITARSTJ ÖRNARMÁL eigin raun. Hátíðaljóð þau, sem flutt voru og síðar segir frá, báru því og vitni, að Álasundsbúar eru einnig hlutgengir á sviði skáldskapar og tónlistar, eigi síður en í verklegum efnum. Mjög stórt og vandað íþróttasvæði hefir verið gert þar, og er verið að taka það í notkun um þessar mundir. Umhverfi Álasunds er hið fegursta, bæði út um eyjasundin og inn til landsins, en höfuðprýði í landslaginu er þó fjallið öxl (Aksla), sem rís snarbratt upp frá bænum, enda er hann byggður við rætur þess. Fjallið er að visu ekki ýkjahátt, en svo bratt að framanverðu, að viða hefir orðið að gera þar tröppur til uppgöngu. öxl er nú víðast skógi vaxin. En fyrir um 50 árum siðan, sást þar hvergi skógar- hrísla, heldur er þetta allt nýskógur, sem græddur hefir verið þar seinustu áratug- ina. Við fjallsræturnar er og hinn myndar- legasti skemmtigarður. Er þar reist stytta mikil af Göngu-Hrólfi, en samkvæmt forn- um sögum íslenzkum, var hann ættaður af Sunnmæri. Hátíðin. Við komum til Álasunds að kvöldi 11. apríl. Ekki er hægt að komast með járn- braut alla leið, heldur verður að fara með áætlunarbifreið. Bæjarstjórnin var komin til næsta jámbrautarbæjar til þess að taka á móti gestum og þá fyrst og fremst kon- ungi, sem kom morguninn eftir. Okkur var tekið tveim höndum, og vildu þeir ekki heyra annað en ég tæki á móti konungi með þeim, er hann ásamt Ölafi krónprins og öðru fylgdarliði sínu kom til bæjarins. Var mér skipað í röð með bæjarfulltrúun um við móttökuathöfnina daginn eftir. Er það gott dæmi um hinn sérstaka vinarhug Norðmanna til Islendinga, að konungur heilsaði mér af miklum innileik, er honum var sagt, að ég væri fulltrúi frá Islandi. Hátíðahöldin hófust 12. apríl með því, að konungur opnaði útvarpsstöðina í Vigra. En það var frá þeirri stöð, sem síðast heyrð- ist frá frjálsum Norðmönnum á striðsár unum. Við það tækifæri fluttu ræður, auk konungs, menntamálaráðherra Noregs, Kaare Fostervoll, háskólarektor, prófessor Otto L. Mohr, sem er formaður útvarps ráðs, og Moe verkfræðingur. Flutt var þar einnig kveðja í ljóðum, og tónleikar. Við athöfn þessa kom það greinilega í ljós, hversu sterk ítök Vigrastöðin á í hugum þjóðarinnar, enda létu ræðumenn þess getið, að hún hefði skráð mikilvægt blað í sögu Noregs. Aðalhátíðin var ^3. apríl. Hófst hún með guðsþjónustu kl. 9 árdegis. Kirkjan er mjög fögur, í glæsilegum miðaldastíl, þótt hún sé reist eftir 1904. Prestur kirkj- unnar, Dahle, flutti mjög snjalla ræðu, og flutt var kantata eftir skáld þar í bæn- um, Henrik Straumsheim, en hann orti einnig Vigraljóðið, en tónverkið hafði org- anleikari kirkjunnar, Edvin Solem, samið. Niu skrýddir klerkar voru við kirkjuat- höfnina, og var hún mjög hrífandi. Um kl. 12 var miðdegisverður fyrir gesti, en að því loknu flotasýning mjög glæsi leg. Flutti farþegaskip gesti út á fjörð, en þar sigldi framhjá fiskiskipafloti Álasunds. Munu það hafa verið á sjöunda hundrað skip, stór og lítil, og vantaði þó trm þriðj- ung. Sum voru með fullfermi síldar. Ein kennilegt var að sjá upp til landsins, því að tröppur Axlarfjalls voru þaktar fólki í marglitnm klæðum. Var það að horfa á sýninguna. Veður var ekki vel hagstætt. Síðan var skrúðganga um bæinn, og munu hafa tekið þátt í henni 10—12 þús. manns. Var numið staðar viö aðalhátíða- svæðið innarlega í bænum. Fluttu þar ræður, formaður hátíðarnefndar, Harald Thoresen, forseti bæjarstjómar, Kristian Langlo, og konungur og auk þess vom tón- leikar og önnur skemmtiatriði. Um kvöldið vom veizlur á tveimur stöðum. f annarri voru þeir bæjarbúar, sem dvalið höfðu yfir 60 ár í bæmnn, en í hinni voru gestir bæjarins. Var þar saman komið um 5— 600 manns. Þar var fluttur aragrúi af ræðum. Töluðu þar m. a. fulltrúar vina-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.