Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 49

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1948, Blaðsíða 49
S VEITARSTJ ORNARMÁL 47 fornra laga um byggðarleyfi, sem ég hef áður drepið lauslega á. Var hreppsmönn- um þó jafnan skylt að veita byggðarleyfi, nema i hlut ætti maður, sem orðið hafði sannur að sök um þjófnað eða var svo fátækur, að liklegt mátti telja, að hann yrði sveitinni til byrði með sig og skulda- lið sitt. Um veitingu byggðarleyfa gat það þó jafnframt ráðið úrslitum, að um það væri sótt löglega, þ.e. áður en menn fluttust í hreppinn. Að vísu varð þeim mönnum, sem fullnægðu settum skilyrðum, ekki bannað að setjast að í hrepp, þótt þeir sæktu ekki um byggðarleyfi fyrr en eflir á, en þeir urðu í engum lögskilum við aðra hreppsmenn og var því óbeinlínis synjað um leyfið. Ef menn fullnægðu hvorki áskildum búsetuskilyrðum né beiddust byggðarleyfis löglega og settust þó að í hrepp, var hreppsmönnum heimilt að taka upp bú þeirra og flytja í brott. Af þessum ákvæðum er augljóst, að þurfa- menn i bændastétt áttu yfirleitt ekki kost bess frelsis að flytjast búferlum í brott úr þeim hrepp, þar sem þeir á annað borð voru niður komnir.Varðandi búðsetumenn, þ.e. tómthúsmenn, sem svo voru kallaðir á síðari tímum, giltu að því leyti strangari ákvæði en um bændur, að þeim mátti skilyrðislaust synja um byggðarleyfi. Ef búðsetumaður settist að í hrepp án leyfis, varðaði það fjörbaugsgarð bæði honum sjálfum og þeim landeiganda, sem tók hann í búðsetu. Hins gat ég áður, að bændur þurftu ekki leyfis hreppsmanna til þess að taka utansveitar eða utanhrepps vinnuhjú, enda áttu sjálfir að ábyrgjast öll vandræði slíkra hjúa sinna og hrepps- menn þar til engra úrlausna skyldir framar en þeir vildu. Erlendir menn áttu að sjálfsögðu ekki framfærslurétt sér og sínum hér á landi, enda ýmsar skorður við • því settar, að hreppunum yrði byrði af ómögum út- lendinga. Þannig voru skipstjórar t.d. gerðir ábyrgir um framfærslu þeirra út- lendra manna, sem þeir fluttu hingað til lands og ekki voru sjálfbjarga árlangt eða áttu neina þá ættingja, sem skylt væri að annast þá. Lausaleiksbörnum Norðmanna og annarra útlendinga, sem hér dvöldust, var heimilt að ráðstafa til utanflutnings í hendur sérhverjmn sveitunga föðurins, sem hér á landi var staddur og búinn til heimferðar. Var hann skyldur að taka við barninu og ferja það utan gegn 10 lögaura þóknun, en þó því aðeins að fé hans næmi a. m. k. hundrað lögaurum. Þá var og hver sá maður, sem að sér tók gegn meðgjöf ómaga um stundarsakir, skyldur til þess að annast hann bótalaust í þrjú ár, ef hinn rétti framfærslumaður ómagans fór úr landi án þess að gera frekari ráðstafanir um framfærsluna. Þá var og ýmissa ráða við leitað til þess að koma í veg fyrir hjúskap fátæklinga og barneignir ómegandi manna og ein- hleypinga. Þannig varðaði fjörbaugsgarð þeim hjónaefnum, sem gengu í hjónaband án þess að eiga a.m.k. hundrað lögaura auk hversdagsklæðnaðar. Þó var hjú- skapur þeirra ekki ógildur né fé þeirra gert upptækt með féránsdómi, svo sem venja var um fjörbaugsmenn, en þau skyldu fara af landi burt og eiga ekki útkvæmt aftur, fyrr en þau hefðu aflað sér lögáskilinnar eignar eða þá konan náð þeim aldri, að hún væri ekki barnbær lengur. Á fyrri hluta þjóðveldisaldar var heimilt að slíta löglegum hjúskap vegna fátæktar hjónanna, jafnvel að þeim nauð- ugum, ef framfærsluskyldur ættingi þeirra krafðist, en síðar var þetta úr lögum numið að tillilutan kirkjunnar. Kaupmönnum og farmönnum, sem búðir áttu við hafnir hér á landi og flestir munu hafa verið út- lendingar, var bannað að ala barnbærar konur, svo og vermönnum að hafa barn- bærar konur með sér í fiski, nema maður- inn gæti tryggt sér og konunni nægilega atvinnu; varðaði þeim báðum fjörbaugs- garð, ef út af brá. Við niðurjöfnun mann- eldis var og hreppstjórnarmönnum skylt að gæta þess, að ekki væru saman karl- maður og barnbær kona hjá sama bónda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.