Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 33
ORKUFREKUR IÐNAÐUR
Á SUÐURLANDI
Frá aðalfundi Samtaka sveitarfélaga
í Suðurlandskjördæmi 1976
Samtök sveitarfélaga í Suður-
landskjördæmi héldu aðalfund sinn í
Vestmannaeyjum 29. og 30. apríl
1976.
Fundinn sátu 48 fulltrúar frá 27
sveitarfélögum af 37 á félagssvæðinu
auk fyrirlesara og nokkurra boðs-
gesta.
Ölvir Karlsson, formaður samtak-
anna, setti fundinn, en Einar H.
Eiriksson, forseti bæjarstjórnar Vest-
mannaeyjakaupstaðar, bauð þing-
fulltrúa velkomna til Eyja.
Fundarstjórar á aðalfundinum
voru bæjarfulltrúarnir Einar H.
Eiríksson og Sigurgeir Kristjánsson,
en fundarritarar Þórir Þorgeirsson,
oddviti Laugardalshrepps, og Odd-
geir Guðjónsson, hreppstjóri og
hreppsnefndarmaður í Fljótshlíðar-
hreppi.
Ávörp og kveðjur
Á fundinum fluttu ávörp þeir
Hermann Guðmundsson, sem talaði
af hálfu Búnaðarsambands Suður-
lands, Áskell Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Fjórðungssambands
Norðlendinga, og Steinþór Gestsson,
alþingismaður. Kveðjur bárust frá
nokkrum þeim, sem boðið hafði verið
að sitja fundinn, en gátu ekki þegið
það boð.
Skýrslur og ársreikningar
Formaður samtakanna Ölvir
Karlsson, flutti fundinum skýrslu um
störf stjórnarinnar á liðnu starfsári.
Stjórnin hafði haldið 11 bókaða fundi
á árinu og fræðsluráðið 5 fundi,
Samgöngumálanefnd samtakanna
hafði haldið 7 fundi, orkunefnd einn
fund og laganefnd tvo fundi. For-
maður ræddi í skýrslu sinni aðallega
um skipulag orkumála og vinnu að
Suðurlandsáætlun.
Guðmundur Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri samtakanna, gerði
grein fyrir ársreikningum samtak-
'anna fyrir 1975 og tillögu að fjár-
hagsáætlun fyrir 1976. Eftir að fjár-
hagsnefnd fundarins hafði um hvoru
tveggja fjallað, voru ársreikningar og
fjárhagsáætlun samþykkt.
Niöurstöðutölur rekstrarreiknings
árið 1975 voru kr. 6.447.113,- og
efnahagsreiknings kr. 4.769.447,- og
niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar
fyrir árið 1976 7.4 millj. króna.
Starf fræðsluráðs
Jón R. Hjálmarsson, fræðslustjóri
Suðurlands, flutti fundinum skýrslu
fræðsluráðs Suðurlands. Fræðslu-
ráðið, skipað 5 mönnum, hafði haldið
sex fundi frá seinasta aðalfundi sam-
takanna og fræðslustjóri var settur í
embætti 1. september 1975. Fræðslu-
skrifstofan er til húsa á Austurvegi 22
á Selfossi og hefur húsnæði í sam-
vinnu við samtökin. Skrifstofustúlka
starfar að hálfu fyrir samtökin og að
hálfu á fræðsluskrifstofunni.
Fræðslustjóri hafði á árinu heim-
sótt alla skóla í umdæminu, haldið
námskeið fyrir kennara í hjálpar- og
sérkennslu og sinnt áætlanagerð um
fjármál og skólaskipan.
Framsöguerindi
á fundinum
Á fundinum voru flutt tvö fram-
söguerindi.
Kristján Sœmundsson, jarðfræðingur,
flutti fyrirlestur um jarðhitarann-
sóknir á Suðurlandi. 1 erindi hans
kom m. a. fram, að borað hefði verið
eftir heitu vatni á 40 stöðum á
Suðurlandi og að fullnægjandi
árangur hefði fengizt á 25 þessara
staða. í umræðum var m. a. rætt um
nýtingu hraunhitans á Heimaey.
Steingrímur Ingvarsson, um-
dæmisverkfræðingur Vegagerðar rikis-
ins, flutti erindi um vegamál
á Suðurlandi. 1 erir.di Steingríms
kom meðal annars fram, að á íslandi
er um 40 km langur vegur á hverja
1000 ibúa, í Noregi 19 km og í Svíþjóð
um 12 km. Af þeim eru með bundnu
slitlagi um 1 km á hverja 1000 íbúa á
íslandi, um 7 km í Noregi og um 6 km
í Svíþjóð. Tölur þessar gefa til kynna,
hversu mikið verkefni þjóðin á fyrir
höndum á þessu sviði.
Starfsnefndir
á fundinum
Á fundinum voru kosnar átta
starfsnefndir sem hér segir: laga-
nefnd, fjárhagsnefnd, uppstillinga-
nefnd, orkumálanefnd, samgöngu-
nefnd, atvinnumálanefnd, mennta-
og félagsmálanefnd og allsherjar-
nefnd. Þrir fulltrúar sátu í uppstill-
inganefnd, fimm í fjárhagsnefnd, en
sjö til níu fulltrúar i hinum.
Nefndirnar störfuðu að kvöldi fyrri
fundardags, en skiluðu áliti að
morgni hins siðari.
Menntamál
Hermann Guðmundsson í Skeiða-
hreppi hafi orð fyrir mennta- og fé-
lagsmálanefnd fundarins. Hér fara á
SVEITARSTJÖRNARMÁL