Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Síða 42
240
VALGARÐ THORODDSEN, rafmagnsveitustjóri:
250% AUKNING Á VIRKJUÐU
VATNSAFLI Á VESTFJÖRÐUM
Fimmtudaginn 22. júlí síðastliðinn var vígð
ný vatnsaflsvirkjun Rafmagnsveitna ríkisins á
Vestfjörðum.
Virkjun þessi hefur verið nefnd Mjólká II, og
er stöðvarhús hennar sambyggt fyrri virkjun,
Mjólká I, fyrir botni Arnarfjarðar.
Virkjunin nýtir fallorku vatna á hálendi Vest-
fjarða í um 500 metra hæð yfir sjávarmál, en
miðlunarmannvirki hafa verið byggð við 3 vötn
Valgarð Thoroddsen, rafmagnsveitustjóri.
þar, Langavatn, Hólmavatn og Tangavatn. Frá
Langavatni liggur um 3800 metra löng þrýsti-
vatnspípa úr stáli niður að stöðvarhúsi við sjáv-
armál.
Fallhæð þessarar nýju virkjunar er sú mesta,
sem nýtt hefur verið hér á landi.
Gamla stöðin er með 2400 kW vélaafli, en
vatn til hennar er tekið úr um 200 m hæð yfir
sjó.
Þegar tekið er tillit til þeirra þriggja vatns-
aflsvirkjana, sem fyrir eru á Vestfjörðum, Fossár
við Bolungarvík, Engidals og Nónhorns við Isa-
fjörð, sem eru samtals með um 1500 kW véla-
afl —, þýðir hin nýja virkjun, Mjólká II, aukn-
ingu virkjaðs vatnsafls á Vestfjörðum úr 3900
kW í 9600 kW eða um nær 250%.
Á Vestfjörðum er erfiðara um rafvæðingu en
í öðrum landshlutum, vegna veðurfars, línu-
bygginga yfir há og brött fjöll og sæstrengja-
lagna yfir djúpa firði. Af þeim sökum er óhjá-
kvæmilegt að hafa varastöðvar, dísilstöðvar, á
nasr öllum fjörðum. Slíkar dísilstöðvar eru nú á
9 stöðum á hinu samtengda svæði frá Flókalundi
við Vatnsfjörð til Súðavíkur við ísafjarðardjúp.
Vélaafl þessara varastöðva er nú um 5.400 kW,
þar af um 2.200 kW sunnan Arnarfjarðar til ör-
yggis fyrir Bíldudal, Sveinseyri, Patreksfjörð og
Barðaströndina, vegna bilana, sem kynnu að
verða á sæstreng yfir Arnarfjörð. Mesta álags-
notkun á þessu suðursvæði er nú um 1900 kW,
og er |m' byggðin þar betur búin varaafli en
yfirleitt tíðkast.
Raforkunotkun á Veslfjörðum var á árinu
1974 um 30 milljón kWst.
SVEITARSTJÓRNARMÁL