Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 9
GEIRÞRÚÐUR HILDUR BERNHÖFT, ellimálafulltrúi Reykjavíkurborgar: LITIÐ YFIR LIÐNA TÍÐ í FÉLAGSMÁLUM ALDRAÐRA Velferðarmál aldraðra eru einn þáttur hinna svo- kölluðu félagsmála, en orðið félagsmál eða félags- málalöggjöf eru mjög ung orð í íslenzkri tungu. Þau eru þýðing á erlendum hugtökum eða orðum, sem ruddu sér til rúms í Norðurálfu á 19. öld og kalla mætti einu nafni socialpolitik. Hugtakið félagsmál var fyrst aðallega bundið við lífsvandamál verkalýðsstétta nútímans. Þess vegna er mjög eðlilegt, að þessi orð komi ekki inn í íslenzka tungu, fyrr en um og eftir síðustu aldamót, er ís- lenzkur verkalýður i nútíma skilningi verður fyrst til á íslandi. Síðan hefur sá skilningur eða hugsun, sem bak við orðin býr, víkkað mikið, eins og öllum er kunnugt. Þegar talað er nú um félagsmál almennt, er átt við öll hin margvíslegustu vandamál þjóðfélagsþegn- anna. Annars vegar eru þetta vandamál þeirra þjóð- félagsþegna, sem af ýmsum og ólíkum ástæðum verða undir í lífsbaráttunni, og hins vegar sú þjón- usta, sem ríki og sveitarfélög í nútímaþjóðfélagi telja sjálfsagt að veita landsins þegnum. Þetta ber því ekki að skilja svo, að íslenzk löggjöf hafi verið alveg afskiptalaus um félagsmál, í nútíma skilningi, fram til síðustu aldamóta, heldur voru önnur orð notuð, er fjallað er um hin ýmsu og margvíslegu vandamál, sem nú felast í hugtakinu félagsmál. I hinum fornu lögum fslendinga, Grágás, og síðar Jónsbók, er t.d. fátækraframfærslu skipað allmikið rúm, og er sú löggjöf öll hin merkilegasta. Framfærsla er hið elzta fyrirkomulag, sem við þekkjum, á opinberri hjálp til þeirra þegna þjóð- félagsins, sem af einhverjum ástæðum geta ekki bjargazt af eigin rammleik. í Grágás, okkar elztu lögum, eru mjög ítarleg fyrirmæli um framfærslu fátækra manna. Eru flest þessi fyrirmæli í sérstökum kafla, sem nefnist ómagabálkur. Öllum þeim, sem framfærslu þarfn- ast, er þar skipt í tvo flokka, þurfamenn og ómaga. Þurfamenn og ómagar Þurfamenn voru kallaðir fátækir bændur eða húsfeður, sem voru vinnufærir, en gátu þó ekki með vinnu sinni eða afrakstri bús síns aflað nægilegra lífsnauðsynja. Ómagi var hins vegar sá kallaður, hvort sem hann var ungur eða gamall, sem ekki gat unnið fyrir sér sjálfur af einhverjum ástæðum. En svo var ómögum aftur skipt í tvo flokka, þ.e. erfðaómaga og þjóðfélagsómaga. Erfðaómagar skyldu fá framfærslu hjá ættingjum sínum. Virðist mér þessi ættingjaframfærsla sérstaklega athyglisverð í fornum lögum. í upphafi fslandsbyggðar, er fyrstu landnemarnir tóku sér hér fasta bólfestu, hefur það eðlilega verið SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.