Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 39
Útlitsmynd af Hrafnistu DAS í Hafnarfirði, eins og heimilið iítur út fullgert. Teiknistofan hf., Ármúla 6 teiknar heimilið.
þeir aflað sér upplýsinga um og kynnt sér margt hið
nýjasta í byggingum aldraðra, bæði í Bandaríkjun-
um og í Vestur-Evrópu, aðallega á Norðurlöndun-
um. Sérstaklega kynntu þeir sér þróun, sem orðið
hafði í byggingarmálum aldraðra meðal nágranna
okkar, hvað viðkom búnaði, fyrirkomulagi og starfi
slíkra heimila. Auk þess var rekstrarhliðin sérstak-
lega könnuð með tilliti til stærðar og nýtingar
vinnuafls og búnaðar.
Var allur undirbúningur mjög ítarlegur, áður en
teikningar hófust og voru fullgerðar.
Fyrsti áfangi, sem er þegar risinn, er 1176 fer-
metrar að stærð auk svala og er um 22.000 rúm-
metrar.
Byggingarsamningur að 1. áfanga af þremur var
undirritaður þanp 12. mai árið 1975. Byggingar-
framkvæmdir hófust í september 1975. Byggingin
var vígð á sjómanpadaginn í júní árið 1977.
Fyrsta ibúðarhæðin var tekin í notkun þann 11.
nóvember 1977, önnur íbúðarhæð þann 10. des.
1977 og þriðja ibúðarhæð þann 12. janúar 1978.
Rými á hverri visthæð er fyrir 28 vistmenn, en þar
eru 10 einsmannsíbúðir u. þ. b. 24 fermetrar, með sér
W.C. og baði og 9 tveggja manna íbúðir u. þ. b. 48
fermetrar, einnig með W.C. og baði. Tvær setustofur
eru á hverri íbúðarhæð. Svalahurð er á öllum
íbúðarherbergjum. Tómstunda-, samkomu- og
borðsalir voru tilbúnir í nóvember ásamt eldhúsi,
kalda-eldhúsi, frysti- og kæligeymslum og matar-
vinnslu. Ennfremur hvíldaraðstaða dagheimilis og
heilsugæzluaðstaða á jarðhæð í febrúar 1978. Þar
eru læknastofa, skoðunarstofa, skrifstofa hjúkrunar-
konu, lyfjabúr, æfingasalur með nudd- og ljósaað-
stöðu, hydrocollator, göngubrú, trissum og rimlum,
þrekhjóli, baði og sjúkrabaði. Ennfremur er hár- og
fótsnyrting í sérsal. Fyrsti vinnusalur á jarðhæð var
tilbúinn í byrjun marz árið 1978.
Heildarkostnaður við byggingu þessa 1. áfanga
ásamt öllum búnaði til byrjunarstarfs var rúmlega
500 milljónir króna við úttekt eru brunabótamat
tæpar 800 milljónir króna.
Á jarðhæð og fyrstu hæð er aðstaða til dagheimilis
og skammtímavistunar, þ. á m. sumarvistunar. Þá
koma þessar hæðir að fullum notum fyrir næsta
áfanga, sem verður hjúkrunarheimili fyrir u. þ. b. 75
vistmenn ásamt margháttaðri þjónustuaðstöðu.
Bvggingarframkvæmdir standa nú yfir við þennan
síðari áfanga, sem verður yfir 20.000 m3 að stærð, og
hver hæð verður 1080 m2, en þær verða fjórar auk
jarðhæðar. Þar er gert ráð fyrir þvottahúsi, geymsl-
um, sorpbrennslu, gæzlu- og vaktstöð fyrir íbúðir
aldraðra, sem ætlað er, að rísi í nágrenninu, fata-
geymslu, snyrtingu, matsal, setustofu starfsfólks, að-
stöðu fvrir gæzlu barna þess og félagsaðstöðu starfs-
mannafélags.
Á 1. hæð eru skrifstofur lækna og læknaritara,
rannsóknastofur, verzlun, skrifstofa prests og bæna-
herbergi, almennar skrifstofur, endurhæfingarað-
staða, s.s. ljós, nudd, böð og 5 X 12 m sundlaug.
Á 2., 3. og 4. hæð eru svo íbúðarhæðir og hver
þeirra ætluð fyrir 25 vistmenn, þar af 21 í eins manns
íbúðum. Þeim, sem þarna vistast, er ætlað að hafa
sín eigin húsgögn hjá sér, nema sérstök létt sjúkra-
rúm fyrirslík heimili munu fylgja hverri íbúð.
33
SVEITARSTJÖRNARMÁL