Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 25
Skv. kostnaðaráætlun frá því í sept. 1980 er gert ráð fyrir, að bygging hjúkrunarheimilisins kosti um 550 milljónir króna. Það er mikið átak að reisa slíka byggingu, og þarf margt til að koma. Þegar ríkis- valdið lét okkur í té lóð undir bygginguna, var fallið frá kröfunni um 85% framlag ríkissjóðs, til jjess að félögin gætu hafið bygginguna strax og að eigin frumkvæði. Við fengum þó 22 milljón króna framlag frá ríkissjóði í ár, og Kópavogsbær lagði fram 30 milljónir króna auk um 23 milljón króna í formi gatnagerðargjalds. Ráðstöfunarfé til þessa dags er því 175 milljónir auk 50 milljón króna skammtíma lántöku. Ætlun okkar var að framkvæma fyrir 250 millj. króna 1980, því við erum með fjársöfnunina í fullum gangi meðal Kópavogsbúa og höfum beðið um andvirði hálfs strætisvagnafargjalds á dag frá hverju heimili og ætlum okkur að gera það í allt að tvö ár. Slík söfnun gefur um 100 milljónir króna á ári. Við ætlum aðildarfélögunum og heimilunum í Kópavogi að leggja fram stærsta hlutann til þessarar byggingar. Farin ný leið Vinsamlegt samband og samstarf hefur verið haft við bæjaryfirvöld um þetta mál og heilbrigðisyfir- völd, og þessir opinberu aðilar hafa afgreitt mjög fljótt öll formsatriði þessa máls. Hjúkrunarheimili eru skv. skilgreiningu laga sjúkrahús, sem gert er ráð fyrir, að ríki og bær fjármagni að öllu leyti og annist um framkvæmdir. Hér er farin önnur leið. Fólkið, ungir og gamlir, hefur bundizt samtökum um að bæta úr því, sem það telur brýnasta þörf fyrir í félags- og heilbrigðismálum, og leggur mikið á sig til þess. Gamla fólkið tekur sérlega virkan þátt í þessu félagslega átaki. Á þúsundum heimila í Kópavogi eru greidd atkvæði með þessari framkvæmd sem forgangsverkefni, er menn leggja sinn daglega skammt í söfnunarbaukinn sinn, og við væntum góðs stuðnings opinberra aðiia. Þannig er gert ráð fyrir, að lán fáist frá Húsnæðisstofnun ríkisins til byggingarinnar. Mikill fjöldi ólíkra aðila hefur lagt okkur lið með fjárstuðningi eða vinnuframlagi. Má þar til nefna verkalýðsfélög, leikfélag, kirkjusöfnuði, nemendur Frá hjúkrunarheimilinu er fagurt útsýni yfir Kópavoginn, Arnarnes og til Reykjanesfjallgarðs. menntaskóla, listamenn, lúðrasveit og söngkór, verk- taka, embættismenn, auk hins breiða fjölda Kópa- vogsbúa, sem skilað hefur á áttunda jaúsund fjár- framlögum á rösku ári. Margir leita upplýsinga Félagasamtök á landsbyggðinni hafa óskað upp- lýsinga um félagslega uppbyggingu hjúkrunar- heimilisins og leitað hér fyrirmynda. Fulltrúar bæja og sveitahreppa hafa komið i heimsókn og kynnt sér framkvæmdir, teikningar og fjármögnun þessara framkvæmda, vegna þess að þeim hefur þótt athyglisverð sú félagslega samstaða, sem hér býr að baki, og sá hraði, sem verið hefur í undirbúningi og framkvæmdum. Við Kópavogsbúar höfum fullir bjartsýni og trúar á mátt félagslegrar samstöðu hafið byggingu hjúkr- unarheimilisins. Við erum sannfærðir um, að okkur muni takast að ljúka þessari byggingu á tiltölulega skömmum byggingartíma með þeirri víðtæku sam- stöðu, sem hér hefur skapazt um þetta mál. Að baki þeirrar samstöðu er mannúðarhugsjónin og þörf fólks til [ness að eiga sér hugsjónir og láta þær rætast. Við viljum, að allir Kópavogsbúar geti sagt: Við — fólkið í Kópavogi — reistum þetta hjúkrunarheimili með virðingu og þökk í huga til þeirrar kynslóðar, sem nú hefur lokið ævistarfi sínu, — svo veita mætti henni sómasamlegan aðbúnað á ævikvöldi. sveitarstjörnarmAl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.