Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 41
til lækningastarfsemi og rannsókna á ákveðnum augnsjúkdómi. Samkvæmt lögum ber að byggja tvær heilsu- gæslustöðvar fyrir Hafnarfjörð, Garðabæ, Vatns- leysustrandarhrepp og Bessastaðahrepp. I byggingu þeirra greiðir rikissjóður 85% kostnaðar og viðkom- andi sveitarfélög 15%. Stjórn Hrafnistu hreyfði þeirri hugmynd, að önn- ur þessara stöðva yrði valinn staður á I. hæð hjúkrunarheimilisins, bæði vegna þeirrar miklu hjálpar, sem slík staðsetning yrði við byggingu nauðsynlegrar aðstöðu fyrir aldraða fólkið (vegna ríkisframlagsins), og af hagkvæmisástæðum. En á hjúkrunarheimilinu verður að vera til staðar mest af þeim búnaði, sem til þarf á heilsugæzlustöð. Þessi hugmynd á ekki fylgi hjá viðkomandi sveitarfélögum, og er hún því úr sögunni um sinn. Engin lög kveða á um skylduframlag til hjúkrunarheimila fyrir aldraða. Þessi þjónusta fer fram um nær allt land á spítölunum, sem byggðir voru samkvæmt lögum, sem þá giltu um 60% fram- lag ríkis á móti 40% framlagi sveitarfélaga. Þessi þjónusta er þokkaleg víðast hvar um landið, nema í nokkrum undantekningartilfellum, og eru það þá Grund og Hrafnista fyrst og fremst, sem þá hafa komið til hjálpar. Forystumenn heilbrigðismála, bæði embættis- menn og stjórnmálamenn, hafa s. 1. tvö ár hver um annan þveran lýst því yfir, að neyðarástand ríkti í þessum málum á höfðuborgarsvæðinu. Jákvæðar úrlausnir láta hins vegar standa á sér. Um þriðja áfanga hefur enn ekki verið tekin ákvörðun. Hægt er að koma þar fyrir hjúkrunar- heimili af þyngri gerð, og möguleiki væri á að koma þar upp heimili fyrir aldrað fólk með geðræn vandamál. En þeir sjúklingar virðast eiga í fá hús að leita hér á landi, og er þeim komið fyrir á hinum ólíklegustu stöðum, þeim til niðurlægingar, en öðr- um landsmönnum til vansæmdar. MINNISVARÐI UM DRUKKNAÐA MENN FRÁ GRINDAVÍK Á sjómannadaginn 1980 var i Grindavík afhjúpaður minnisvarði um drukknaða menn frá Grindavik. Aðdrag- anda að uppsetningu minnisvarðans má rekja allt aftur til ársins 1952, er Kvenfélag Grindavíkur stofnaði minning- arsjóð drukknaðra manna frá Grindavík, sem hlotið hefur tekjur af sölu minningarkorta. Á 25 ára afmæli sjóðsins á árinu 1977 óskaði félagið eftir samstarfi við bæjarfélagið og sjómannafélagið um málefnið, og síðan gerðust út- gerðarmenn aðilar að þvi. Sameiginleg nefnd þessara að- ila vann síðan að framkvæmd hugmyndarinnar. Margir hafa lagt henni lið fjárhagslega, en bæjarsjóður kostaði minnisvarðann að hálfu. Kostnaður er um 20 millj. gamlar krónur fyrir utan stöpul og frágang umhverfis. Minnisvarðann gerði Ragnar Kjartansson, mynd- höggvari. Varðinn nefrtist Von. Höggmyndin sjálf er 3.20 m á hæð, en stendur á stöpli, sem er 2.80 m á hæð. Myndin sýnir móður, sem horfir út á hafið, og er með tvö börn með sér, annað á handleggnum. Myndin var steypt i brons i Englandi. Minnisvarðinn þykir vel heppnaður og vekur mikla at- hygli vegfarenda, og ríkir ánægja meðal bæjarbúa með hann, að sögn Eiriks Alexanderssonar, bæjarstjóra. Minnisvarðinn Von, eftir Ragnar Kjartansson, um drukkn- aða menn frá Grindavík. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.