Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 63
sem tekur við mjólk af öllu norðan
verðu Snæfellsnesi og allt vestur til
Reykhóla. Sláturhúsið, sem auðvitað
er vatnsfrekasta fyrirtækið á haustin,
tekur við sláturfé úr flestum hreppum
Dalasýslu og af Skógarströnd.“
„Að lokum er rétt að taka fram,“
sagði Marteinn, „að ráðamer.n í fjár-
málum hafa tekið erindi okkar varð-
andi vatnsveituna af miklum skiln-
ingi. Ein af frumþörfum mannsins er
vatn, og viðgangur byggðarlagsins og
atvinnulíf var í bráðri hættu, ef ekki
hefði tekizt að ráða bót á því vand-
ræðaástandi, sem rikt hefur i vatns-
málum byggðarlagsins.“
„Það má einnig koma fram,“ sagði
Marteinn, „að vatnsveitan hefur
reynzt vel i vetur og allir eru afar
ánægðir með hana.“
Pípurnar frá Reykjalundi soðnar saman.
ustu rithöfunda Þýzkalands. Við-
stödd afhendinguna voru Ögmundur
Guðmundsson, formaður bókasafns-
stjórnar, og Maria Loebell, þýzku-
kennari við Fjölbrautaskóla Suður-
nesja ásamt bæjarbókaverði.
Meðfylgjandi mynd var tekin,
þegar Heinz Pallasch afhenti hina
þýzku bókagjöf.
Þýzk bókagjöf
Þriðjudaginn 14. október afhenti
Heinz Pallasch, vestur-þýzkur sendi-
Frá afhendingu vestur-þýzku bókagjafarinnar. Á myndinni eru, falið frá vinstri:
Hilmar Jónsson, bæjarbókavörður, Ögmundur Guðmundsson, form. bóka-
safnsstjórnar, Maria Loebell, þýzkukennarl og Heinz Pallasch, sendiráðsfulltrúi.
Myndina tók Ljósmyndastofa Suðurnesja.
ENDURBÆTUR Á HÚSNÆÐI
BÆJARBÓKASAFNS KEFLAVÍKUR
Bæjarbókasafn Keflavíkur fluttist
árið 1974 i ný húsakynni á Mánagötu
7, sem er þriggja hæða einbýlishús.
Nú í október 1980 hefur þessu húsi
endanlega verið breytt í mjög snoturt
safn. Umsjón með þvi verki hefur haft
Karl Jeppesen, arkitekt. í sumar var
húsið málað að utan, og nú í haust
voru tekin í notkun í kjallara þrjú
herbergi, sem áður voru ónotuð. I
kjallara hússins eru dagblöð, tímarit
og fræðibækur ásamt mjög góðu úr-
vali erlendra bóka. Á miðhæð er
barnadeild og útlánasalir. Á efstu
hæð lesherbergi fyrir fræðimenn eða
námsfólk. Þá er þar geymt úrklippu-
safn um sögu Suðurnesja. Ennfremur
vinnuherbergi starfsfólks. Mörg mál-
verk eftir Suðurnesjamennina Áka
Gránz, Kristin Reyr, Helga S. Jóns-
son og Þorstein Eggertsson prý'ða
veggi.
ráðsfulltrúi, safninu mjög myndarlega
gjöf frá Martin-Behaim-félaginu.
Þetta eru 110 bækur á þýzku, og er
þar að finna verk eftir marga þekkt-
SVEITARSTJÖRNARMÁL