Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 62
ÉSE
FRÁ__Q_
VATNSVEITA
íBÚÐARDAL
Ein kostnaðarmesta framkvæmd
hlutfallslega, sem sveitarfélag hefur
lokið við á árinu 1981, er vafalaust
lagning vatnsveitu til Búðardals, 22.3
km leið innan af Svínadal. Þar er
vatnið tekið á vatnaskilum á mörkum
Hvammshrepps og Saurbæjarhrepps.
Lögnin liggur því um þveran
Hvammshrepp. Áætlað er, að fram-
kvæmdin kosti um 300 millj. króna.
Er hún fólgin í pípulögn, sem kostar
150 millj. króna, að meðtöldum
flutningskostnaði, samsetningu
hennar, sem kostar um 10 millj.
króna, jarðvinnu og frágangi, sem
kostaði nálægt því um 75 millj.
króna; virkjun vatnsbólsins kostar um
12 millj. króna, og sitthvað annað
ófyrirséð, verkfræðileg þjónusta og
fleira kostaði um 50 millj. króna.
Lagning vatnsveitunnar hófst um
mánaðamótin maí og júní, og var þá
jafnframt hafizt handa um vinnu við
virkjun vatnsbólsins. Vatnið kemur
úr lind úr berghlaupi og er talið mjög
gott til neyzlu. Pipurnar í vatnsveit-
una framleiddi Vinnuheimilið að
Reykjalundi. Þær eru 180 mm víðar
að mestu leyti, en 800 metrar þó 225
mm viðir. Flutningur á pipunum var
boðinn út, gekk hann vel, en þær voru
framleiddar á tímabilinu frá miðjum
maí til miðs júli. Voru þær fram-
leiddar i tveimur vélasamstæðum
fyrirtækisins, og er þetta i fyrsta
skipti, sem sama pípuvídd er fram-
leidd í tveimur vélum samtímis.
Pípumar eru úr polyethylenplastefni.
Vinnuheimilið lagði til suðumenn, og
um miðjan júlí var búið að sjóða 10
km af lögninni saman í 300 m
langar lengjur. Jöfnum höndum var
grafinn skurður undir vatnslögnina
en jarðvegur reyndist vera erfiður og
mun torveldara að grafa heldur en
gert var ráð fyrir. Grjót reyndist
meira en reiknað var með, en lögnin
ergrafin 1.10 m undir yfirborði.
Marteinn Valdimarsson, sveitarstjóri
Laxárdalshrepps.
Jóhannes Benediktsson frá Búðar-
dal tók að sér jarðvinnu við lögnina,
„og það má taka fram, að öll vinna
var unnin af heimamönum, að
undanskilinni suðuvinnu einni,“
sagði Marteinn Valdimarsson,
sveitarstjóri Laxárdalshrepps, er
hann skýrði okkur frá vatnsveitu-
framkvæmdinni.
„Til þessa hefur vatnsból Búðar-
dals verið í malarási í jökulurð, sem
þakin er leir og vatninu dælt úr bor-
holu. Jarðvatnsstaðan hefur á sein-
ustu árum smám saman lækkað og
holumar gefið minna og minna vatn
á sama tíma og vatnsþörf hefur auk-
izt. Fyrir tveimur árum var byggður
600 tonna miðlunargeymir, sem hef-
ur fleytt okkur yfir seinustu misserin,
en vatnsskortur verið tilfinnanlegur i
sláturtíðinni á haustin. Algert örygg-
isleysi um vatnsöflun hefur hrjáð
okkur og lítilfjörleg bilun í dælu
valdið vatnsleysi um lengri eða
skemmri tima.“
„Unnið hefur verið að leit að vatni
siðastliðin þrjú ár samfellt með mæl-
ingum, og lá ljóst fyrir í ársbyrjun
1979, að ekki var unnt að fá full-
nægjanlegt vatn fyrir byggðina i
Búðardal nær en þetta. 1 Búðardal
búa 310 manns. Þar er mjólkurbú,
Vaini hleypt á veltuna og hún þar með vígð og tekin í notkun. Við stútinn stendur
Kristinn Jónsson, oddviti Laxárdalshrepps, og ræðir við Sigurð Karlsson, for-
mann stjórnar vatnsveitunnar, og er hann Kristni á vinstri hönd, þ. e. hægra
megin á myndinni.
SVEITARSTJÖRNARMÁL