Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 15
STURLA BÖÐVARSSON, sveitarstjóri í Stykkishólmi: ÞJÓNUSTA VIÐ ALDRAÐA í STRJÁLBÝLI Meðal margra verkefna sveitarfélaga er sá þáttur félagslegrar þjónustu, sem nefndur er þjónusta við aldraða. Allt fram að þeim áratug, sem við nú lifum á, hafa afskipti sveitarfélaga af þessum málum verið fremur lítil, en einstaklingar og félagasamtök hafa sinnt þessum málaflokki, og var ríki ætlað að kosta hluta stofnkostnaðar dvalarheimila fyrir aldraða. Með lögum nr. 94 frá 1975 varð sú breyting á verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, að sveit- arfélögin tóku að sér þann þátt, sem ríkið hafði átt að bera í kostnaði heimila fyrir aldraða, og var sveitar- félögum ætlað að standa undir þessum þætti með auknum tekjum frá Jöfnunarsjóði. Telja verður þennan þátt verkaskiptingar eðlileg- an, þótt líklegt sé, að sveitarfélögin hafi ekki fengið þá tekjuaukningu, sem verkefnið krafðist, svo skammt sem það viða var á veg komið. Þótt sveitarfélögin hafi tekið að sér þetta verkefni, er eðlilegt, að frjálsum félagasamtökum verði áfram, svo sem hingað til, gert kleift að sjá um þjónustumál aldraðra, enda hefur af þeim verið lyft því eina Grettistaki á þessu sviði, sem lyft hefur verið. Aðstaða sveitarfélaga til að sinna þessu verkefni er mjög mismunandi, og verður vikið að því síðar, á hvern hátt litlir dreifbýlishreppar geta sinnt þessari þjónustu, en hjá þeim er hún erfið, eins og á flestum sviðum félagslegrar þjónustu. Þegar íslenzka þjóðin hvarf á skömmum tíma frá sjálfsþurftabúskap landbúnaðarþjóðfélagsins til iðnvædds borgarsamfélags, skapaðist nýtt vanda- mál, þegar stórfjölskyldan hætti að vera til og sinna jafnt ungum sem gömlum með þeim hætti, sem fyrrum tíðkaðist. Samdráttur í landbúnaði hefur valdið verulegri fólksfækkun í sveitum, og því eru minni möguleikar til þess, að þær fáu hendur, sem þar eru eftir, geti sinnt því hlutverki að annast aldr- aða með öðrum störfum sínum. Þörfin fyrir þjónustu við aldraða er því jafnt í sveitum sem í borg og í bæ. Um aldamótin síðustu bjuggu 73% landsmanna í dreifbýli, en 27% í þéttbýli. íbúum í dreifbýli hefur fækkað stöðugt, og búa nú tæplega 90% manna í þéttbýli. Árið 1901 voru 6,8% þjóðarinnar hér á landi aldraðir, þ.e. 67 ára og eldri. Nú munu þeir vera um 8.65% samkvæmt upplýsingum Hagstofu íslands. Markmið þjónustu við aldraða Til þess að unnt sé að móta skipulega þjónustu við aldraða, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir til- gangi hennar og því takmarki, sem stefnt er að með henni. Miklar breytingar hafa orðið á skipulagðri þjón- ustu við aldraða á Norðurlöndum, og hafa þær breytingar náð hingað. Um langan tíma hefur elliheimilið verið sú eina SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.