Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 24
Rúmar 38 vistmenn Skagfirðingar í heimsókn til að skoða hjúkrunarheimilið í smíðum. Á myndinni má sjá talið frá vinstri Friðrik Brekkan, félagsmálastjóra á Sauðárkróki, Hörð Ingimarsson, bæjar- fulltrúa þar, Ásgeir Jóhannesson, greinarhöfund, Friðrik J. Friðriksson, héraðslækni og bæjarfulltrúa á Sauðárkróki og lengst til hægri Sigurð Jónsson á Reynistað, hrepps- nefndarmann í Staðarhreppi. Fleiri sendinefndir hafa komið til að kynna sér byggingarmál hjúkrunarheimilisins í Kópa- vogi. Ljósmyndina tók Ingimar Sigurðsson. stofuna nokkur börn, sem frétt höfðu af málinu. Komu þau færandi hendi með nokkur þúsund krónur, sem þau höfðu safnað með hlutaveltu. Þetta hefur endurtekið sig hjá fleiri börnum og skiptir nú hundruðum þúsunda króna fjársöfnun barnanna til þessa málefnis. Hjúkrunarheimili aldraðra i Kópavogi verður um 1450 m- að stærð auk 750 m- í kjallara. í hjúkr- unarheimilinu er rúm fyrir 38 vistmenn, sem skiptast í 10 eins manns og 14 tveggja manna herbergi. Öll herbergi hafa sér baðherbergi að undanteknum þremur tveggja manna herbergjum, en þau eru ætl- uð fyrir mjög þungt haldna sjúklinga. Húsinu er skipt í tvær deildir. Annars vegar deild, þar sem gert er ráð fyrir sjúklingum, sem þurfa á mikilli að- hlynningu að halda, og hins vegar deild fyrir hressari sjúklinga. I síðarnefndu deildinni er komið fyrir ýmissi aðstöðu fyrir vistmenn, svo sem iðjuþjálfun, sjúkrajjjálfun og bókageymslu. I báðum deildum eru rúmgóðar setustofur, þar sem fjölþætt starfsemi getur farið fram. Lögð er áherzla á, að sem flestir vistmennvnjóti hins fagra útsýnis til suðurs og suð- vesturs úr herbergjum sínum, en frá sameiginlegu rými er útsýn til allra átta. Fyrirhugað er, að byggður verði blómaskáli við húsið sunnanvert, þar sem vistmenn geta átt ánægjulegar stundir meðal blóma og vina. Stefnt er að [dví, að sjúklingar, sem hljóta bata, hverfi aftur til heimila sinna eftir lengri eða skemmri tíma. En sjúklingar, sem þurfa á aðgerð að halda eða sérstakri rannsókn, leggist inn á önnur sjúkrahús. Hundrað millj. króna frá bæjarbúum Staðan nú er sú, að félög, einstaklingar og heim- ilin í Kópavogi hafa afhent eða tilkynnt um framlög á jjeim 16 mánuðum, sem söfnunin hefur staðið, sem nema um 100 milljónum króna. Sú teikning af hjúkrunarheimilinu, sem nú hefur verið sam|3ykkt, hefur verið unnin í samráði við hóp hinna reyndustu hjúkrunarfræðinga, sem við höfum á að skipa í þessum efnum hér á landi, og náið samráð haft við Ingibjörgu Magnúsdóttur, deildar- stjóra i heilbrigðisráðuneytinu. Hafa allir þessir aðilar unnið að þessu máli endurgjaldslaust, af áhuga brautryðjendanna, því þetta rnun verða fyrsta sérhannaða hjúkrunarheimili fyrir aldraða, 18 sem byggt er hér á landi. Kostar 550 milljónir Hér á undan hefur verið stiklað á stóru varðandi aðdraganda jaessa máls, og er nú komið að bygg- ingarsögunni. Framkvæmdir hófust við grunngröft 26. janúar 1980, er elzti Kópavogsbúinn, Ragn- hildur Guðbrandsdóttir, tók fyrstu skóflustunguna 101 árs að aldri, og fyrstu sökklar voru steyptir um mánaðamótin apríl—mai. Grunngröftur og upp- steypa hússins voru að mestu boðin út. í nóvem- ber 1980 var lokið uppsteypu kjallara og allrar grunnplötu og að mestu uppsteypu aðalhæðar. Stefnt er að [dví að ljúka sem mestu af byggingar- framkvæmdum á árinu 1981, því nú liggja um það bil 50 aldraðir sjúkir í heimahúsum í Kópavogi við ófullnægjandi aðhlynningu. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.