Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 28
Eg held ég hafi þetta ekki lengra. Það væri náttúrlega hægt að velta þessum málum endalaust fyrir sér á ýmsa vegu. T. d. voru sumir ómagar þannig, að enginn fékkst til að ljá þeim samastað, og varð þá hreppsnefndin að jafna þeim niður á bæina. Og gengu þeir þá með eins konar vegabréf, „reisupassa“ um, hve lengi þeir skyldu dvelja á hverjum stað. Eg man vel eftir þessum mönnum fram um 1920. Vissi reyndar dæmi um þetta allt til 1930. Svo voru þurfamenn, þ. e. heimili, sem þurftu fjárhagslega aðstoð um eitthvert árabil sökum ómegðar eða annarra orsaka, sem var fært viðkomandi til skuldar — sveitarskuldar —, sem svipti viðkomandi ýmsum mannréttindum, þar til skuldin var greidd. Og munu margir hafa lagt hart að sér til að greiða þessar skuldir, sem oft voru orðnar svimháar, miðað við tekjumöguleika og peningaleg umsvif þeirra tlma. ALDURSHÁMARK STARFSMANNA SVEITARFÉLAGA HÆKKAÐ — hjá Reykjavíkurborg Borgarstjórn Reykjavíkur ákvað á fundi hinn 19. júní 1980 að rýmka nokkuð um gildandi ákvæði um ald- urshámark starfsmanna borgarinnar. Var á fundinum samþykkt tillaga um breytingu á reglugerð um réttindi og skyldur starfsmanna borgarinnar á þá leið, að starfsmanni skuli veita lausn frá starfi um næstu mánaðamót eftir að hann hefur náð 71 árs aldri. Þá var ennfremur ákveðið að koma til móts við hugmyndir, sem uppi hafa verið nýlega, um hlutastarf þeirra, sem náð hafa aldurshámarki, en óska eftir hlutastarfi áfram sem lausráðnir starfsmenn. Svofelldri grein var bætt í þann kafla reglugerðarinnar, 9. kaflann, sem fjallar um lausráðna starfsmenn: Heimilt er að endurráða mann, sem náð hefur 70 ára aldri og læt- ur af föstu starfi hjá Reykjavíkur- borg eða stofnunum hennar, í annað starf á tímavinnukaupi, allt að hálfu starfi, án þess að það hafi áhrif á rétt hans til töku lif- eyris. Jafnframt er heimilt að ráða starfsmann á tímavinnukaupi i fullt starf, enda fresti hann þá töku lífeyris, án þess að það hafi áhrif til hækkunar hans. Laun vegna endurráðningar til starfa, sem falla undir kjarasamn- inga verkalýðsfélaga, greiðast skv. þeim samningum, en ella greiðist tímavinnukaup skv. 2. tölulið, gr. 1.2.2. í aðalkjarasamningi starfs- manna Reykjavíkurborgar. Starfsmaður, sem óskar að ráða sig til vinnu eftir sjötugt sam- kvæmt þessum skilmálum, skal sækja um það skriflega til yfir- manns viðkomandi stofnunar með sex mánaða fyrirvara. Skal starfsmanni hafa borizt svar inn- an þriggja mánaða frá umsókn. Sé unnt að verða við ósk starfsmanns, skal ráðning gilda til tveggja ára, eða til fyrstu mánaðamóta eftir að 73 ára aldri er náð, nema annar hvor aðili segi ráðningunni upp með þriggja mánaða uppsagnar- fresti. Við þau aldursmörk er heimilt á sama hátt og áður að framlengja starf hans um eitt ár. Starfsmaður skal láta af störfum eigi síðar en næstu mánaðamót eftir að hann hefur náð 74 ára aldri. Ákvörðun um ráðningu samkv. þessari grein skal tekin af borgar- stjóra að fenginni umsögn yfir- manns viðkomandi stofnunar og umsögnum þeirra sérfræðinga, sem talið er rétt að leita til hverju sinni. Hafa skal náið samstarf við starfsmanninn um málsmeðferð. — og í Kópavogskaupstað Hliðstæð breyting hefur einnig verið samþykkt i bæjarstjórn Kópa- vogskaupstaðar, og var samþykktin samhljóða áðurgreindu ákvæði í reglugerð um réttindi og skyldur starfsmanna Reykjavíkurborgar. 1 samkomulagi því, sem gert var milli Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og ríkisins samhliða nýjum kjarasamningum sl. haust, var ákvæði þess efnis, að sett yrði á stofn nefnd til að gera tillögur um skipan málefna eftirlaunafólks og öryrkja, sem feli í sér rýmri heimildir til handa starfsmönnum til að halda störfum að hluta, eftir að aldurshámarki er náð. Hafa skal hliðsjón af þvi ákvæði, sem borgarstjórn Reykjavíkur hafði sam- þykkt og birt er hér að framan. ALDRAÐIR FÁ FARSEÐLA MEÐ FLUGI Á HÁLFVIRÐI Flugleiðir hafa boðið þeim, sem eru 67 ára og eldri, að kaupa farseðla á öllum leiðum í innanlandsflugi fyrir helming af fullu verði að því tilskildu, að flogið sé á miðvikudögum og laugardögum. Farseðill gildir í sex mánuði og er afsláttur veittur bæði á tvímiðum og miðum, sem gilda aðra leiðina. Aldraðir hafa um árabil notið 15% afsláttar á farmiðaverði, svo hér er um verulega breytingu að ræða. Gildir hún frá 1. febrúar 1981. 1 tilkynningu Flugleiða um þessi sérfargjöld segir, að félagið vilji með þessu koma til móts við mikinn fjölda fólks, sem náð hefur 67 ára aldri, hef- ur dregið úr þátttöku sinni í atvinnu- lifinu og vill nota tíma sinn til heim- sókna til ættingja og vina. Einnig getur afslátturinn átt við hópferðir t. d. á vegum félagsmálastofnana sveitarfélaga í leikhús eða aðrar menningarstofnanir, kynnisferðir eða til orlofsdvalar um skemmri eða lengri tíma. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.