Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 47

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 47
um norrænum rannsólcnum á hreyfingum skipa i höfnum. Leggur hafnasambandið áherzlu á, að rannsókn þessi verði sem ítar- legust, enda þeir fjármunir ómældir, sem niðurstöður slíkra rannsókna gætu sparað í gerð hafnarmann- virkja, styttingu á viðlegutíma og í tryggingariðgjöldum skipa. Breyting á gjaldskrá Fundurinn samþykkti að mæla með því við aðildarhafnirnar, að þær sæktu um 38% gjaldskrárhækkun, sem öðlist gildi 1. febrúar 1981. ] .CL_ Fundarmenn á tröppum ráðhússins í Bolungarvík. Endurskoöun hafnalaga Loks var i ályktun skorað á samgönguráðherra að láta endur- skoða hafnalög, og var einkum bent á tvö atriði, sem þarfnist endurskoð- unar. Talið var eðlilegt, að allar hafnir landsins heyri undir almenn hafna- lög, en landshafnir séu lagðar niður og rekstur þeirra færður til hlutað- eigandi sveitarfélaga. 1 lögin verði sett ákvæði um flokkun hafna eftir afkomumöguleikum, og ríkisframlag ákvarðist mismunandi í samræmi við slíka flokkun, sem endurskoða þyrfti á vissu árabili. Hafnabótasjóður sé efldur, svo hann geti veitt þeim höfn- um, er hafa mjög erfiða afkomu, fjár- hagsaðstoð vegna framkvæmda. Á hinn bóginn var lagt til, að ákvæði hafnalaga um gjaldskrár yrðu færð í það horf, að heimilt verði að tilkynna gjaldskrárbreytingar i Lög- birtingarblaði eða í Stjórnartíðindum svo oft sem þurfa þyki og að sam- þykkt hafnarstjórnar samþykkt af sveitarstjórn skoðist formleg beiðni um gjaldskrárbreytingu. Þeim sé heimilt að veita Hafnasambandi sveitarfélaga umboð til að leita eftir gjaldskrárbreytingu við samgöngu- ráðuneytið. Stjórn hafnasambandsins f stjóm hafnasambandsins til eins árs hlutu kosningu: Gunnar B. Guð- mundsson, hafnarstjóri í Reykjavík, sem hefur verið endurkjörinn for- maðurstjórnarinnar; Guðmundur H. Ingólfsson, bæjarfulltrúi á ísafirði; Sigurður Hjaltason, sveitarstjóri á Höfn í Hornafirði; Stefán Reykjalin, hafnarnefndarmaður á Akureyri, og Alexander Stefánsson, sem tilnefndur er af stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga. f varastjórn eru Eiríkur Alexandersson, bæjarstjóri í Grinda- vík; Magnús Oddsson, bæjarstjóri á Akranesi; Hörður Þórhallsson, sveitarstj., Reyðarfirði; Bjarni Aðal- geirsson, bæjarstj. á Húsavík og Guð- mundur B. Jónsson, bæjarfulltrúi í Bolungarvík, tiln. af stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Endurskoðendur voru kjörnir Guðmundur J. Guðmundsson, hafnarnefndarmaður í Reykjavik og Þór Hagalín, sveitarstjóri á Eyrar- bakka, og til vara Valdimar Braga- son, bæjarstjóri á Dalvík, og Einar Þ. Mathiesen, bæjarfulltrúi í Hafnar- firði. Sjóferð til Bolungarvíkur Að loknum hádegisverði síðari fundardaginn buðu hafnarstjórnir Bolungarvíkur og ísafjarðar fundar- gestum í siglingu með m/b Fagranesi um fsafjarðardjúp. Þegar komið var til Bolungarvíkur, var höfnin skoðuð, en síðan haldið í ráðhús kaupstaðar- ins. Þar flutti bæjarstjórinn, Guð- mundur Kristjánsson, yfirlit um sögu Bolungarvikurhafnar, og er það birt aftan við þessa frásögn. Síðan var fundargestum boðið upp á veitingar. Um kvöldið sama dag buðu hafnarstjórnir Bolungarvikur og fsa- fjarðar fundargestum til kvöldverðar á Edduhótelinu, sem þá var rekið i húsi Menntaskólans á Isafirði. Að kvöldi fyrri fundardags sátu fundarmenn síðdegisboð samgöngu- ráðherra, og stjórnaði þvi Ólafur St. Valdimarsson, skrifstofustjóri i ráðu- neytinu. sveitarstjórnarmAl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.