Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 47
um norrænum rannsólcnum á
hreyfingum skipa i höfnum.
Leggur hafnasambandið áherzlu
á, að rannsókn þessi verði sem ítar-
legust, enda þeir fjármunir ómældir,
sem niðurstöður slíkra rannsókna
gætu sparað í gerð hafnarmann-
virkja, styttingu á viðlegutíma og í
tryggingariðgjöldum skipa.
Breyting á gjaldskrá
Fundurinn samþykkti að mæla
með því við aðildarhafnirnar, að þær
sæktu um 38% gjaldskrárhækkun,
sem öðlist gildi 1. febrúar 1981.
]
.CL_
Fundarmenn á tröppum ráðhússins í Bolungarvík.
Endurskoöun hafnalaga
Loks var i ályktun skorað á
samgönguráðherra að láta endur-
skoða hafnalög, og var einkum bent
á tvö atriði, sem þarfnist endurskoð-
unar.
Talið var eðlilegt, að allar hafnir
landsins heyri undir almenn hafna-
lög, en landshafnir séu lagðar niður
og rekstur þeirra færður til hlutað-
eigandi sveitarfélaga. 1 lögin verði
sett ákvæði um flokkun hafna eftir
afkomumöguleikum, og ríkisframlag
ákvarðist mismunandi í samræmi við
slíka flokkun, sem endurskoða þyrfti á
vissu árabili. Hafnabótasjóður sé
efldur, svo hann geti veitt þeim höfn-
um, er hafa mjög erfiða afkomu, fjár-
hagsaðstoð vegna framkvæmda.
Á hinn bóginn var lagt til, að
ákvæði hafnalaga um gjaldskrár yrðu
færð í það horf, að heimilt verði að
tilkynna gjaldskrárbreytingar i Lög-
birtingarblaði eða í Stjórnartíðindum
svo oft sem þurfa þyki og að sam-
þykkt hafnarstjórnar samþykkt af
sveitarstjórn skoðist formleg beiðni
um gjaldskrárbreytingu. Þeim sé
heimilt að veita Hafnasambandi
sveitarfélaga umboð til að leita eftir
gjaldskrárbreytingu við samgöngu-
ráðuneytið.
Stjórn hafnasambandsins
f stjóm hafnasambandsins til eins
árs hlutu kosningu: Gunnar B. Guð-
mundsson, hafnarstjóri í Reykjavík,
sem hefur verið endurkjörinn for-
maðurstjórnarinnar; Guðmundur H.
Ingólfsson, bæjarfulltrúi á ísafirði;
Sigurður Hjaltason, sveitarstjóri á
Höfn í Hornafirði; Stefán Reykjalin,
hafnarnefndarmaður á Akureyri, og
Alexander Stefánsson, sem tilnefndur
er af stjórn Sambands íslenzkra
sveitarfélaga.
f varastjórn eru Eiríkur
Alexandersson, bæjarstjóri í Grinda-
vík; Magnús Oddsson, bæjarstjóri á
Akranesi; Hörður Þórhallsson,
sveitarstj., Reyðarfirði; Bjarni Aðal-
geirsson, bæjarstj. á Húsavík og Guð-
mundur B. Jónsson, bæjarfulltrúi í
Bolungarvík, tiln. af stjórn Sambands
íslenzkra sveitarfélaga.
Endurskoðendur voru kjörnir
Guðmundur J. Guðmundsson,
hafnarnefndarmaður í Reykjavik og
Þór Hagalín, sveitarstjóri á Eyrar-
bakka, og til vara Valdimar Braga-
son, bæjarstjóri á Dalvík, og Einar Þ.
Mathiesen, bæjarfulltrúi í Hafnar-
firði.
Sjóferð til Bolungarvíkur
Að loknum hádegisverði síðari
fundardaginn buðu hafnarstjórnir
Bolungarvíkur og ísafjarðar fundar-
gestum í siglingu með m/b Fagranesi
um fsafjarðardjúp. Þegar komið var
til Bolungarvíkur, var höfnin skoðuð,
en síðan haldið í ráðhús kaupstaðar-
ins. Þar flutti bæjarstjórinn, Guð-
mundur Kristjánsson, yfirlit um sögu
Bolungarvikurhafnar, og er það birt
aftan við þessa frásögn.
Síðan var fundargestum boðið upp
á veitingar.
Um kvöldið sama dag buðu
hafnarstjórnir Bolungarvikur og fsa-
fjarðar fundargestum til kvöldverðar
á Edduhótelinu, sem þá var rekið i
húsi Menntaskólans á Isafirði.
Að kvöldi fyrri fundardags sátu
fundarmenn síðdegisboð samgöngu-
ráðherra, og stjórnaði þvi Ólafur St.
Valdimarsson, skrifstofustjóri i ráðu-
neytinu.
sveitarstjórnarmAl