Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 43
vel Ijósmyndir af skemmdum bryggj-
um, að þær skemmast ekki síður en
skipin undan harðri viðkomu skip-
anna, þegar engar þybbur eru á milli.
Enda má sjá á nokkrum stöðum
bryggjur, sem bókstaflega molna af
þessum sökum. Sjá ljósmynd númer
1 á bls. 36.
Það er því ekki síður til hagsbóta
fyrir hafnarsjóði og til sparnaðar í
viðhaldi bryggjanna, að gert sé átak í
að verja bryggjurnar vel með þybb-
um. Það er álit flestra þeirra, sem
þessum málum eru kunnugir, að
nauðsynlegt sé að hafa góðar varnir á
hornum og köntum bryggjanna. Á
nokkrum stöðum er reynt að verja
bryggjuhornin með hjólbörðum.
Nlikill þungi
Sé á hinn bóginn farið að athuga
þetta betur og leiða hugann að því, að
t.d. 3000 tonna skip getur lagzt af
öllum sínum þunga á einn hjólbarða
á bryggjuhorni, er augljóst, að það er
ekki mikil efnisþykkt gúmmís til að
veita viðnám slíkum þunga. Það er
ekki nema eðlilegt, að síða skipsins
eða horn bryggjunnar láti undan við
slíkar aðstæður, þegar skipið hefur
lagt saman bíldekkið. Sérstaklega á
þetta við, ef skipið nemur við mjög
krappt horn bryggjunnar. (Sjá
myndir númer 2 og 3).
öðru máli gegnir, þegar skipið
leggst með alla síðu sína að viðlegu-
kanti bryggjunnar. Þá taka margir
hjólbarðar við þunga skipsins og
hann dreifist, þ.e.a.s. ef bryggjan er
þá nógu vel varin með dekkjum. Það
er því afar nauðsynlegt, að þeir, sem
fara með viðhald og uppsetningu
dekkjanna, geri sér vel ljóst, hvar
þykkustu og beztu dekkin eiga að
vera utan á bryggjunni.
Ódýr lausn
I þessu sambandi er nú verið að
undirbúa tilraunir með bíldekk, fyllt
með stönsuðum gúmmíhringjum úr
bíldekkjum, sem sett verða inn í
dekkið, en mynda hring inni í þvi,
sem ætti að gefa margfalt meiri
þenslukraft á móti þunga skipsins á
viðkvæmustu stöðum bryggjunnar.
Myndlr 2 og 3. Óvarið bryggjuhorn til vinstri svo oddhvasst, að það verkar sem
dósahn ífur á skipshlið og getur því valdið miklu tjóni, ef skip kemur harkalega við
það. Bryggjuhornið á myndinni til hægri hefur verið vel varið með dekkjum.
Mynd 4. Þegar dekkin eru of hátt, fiskar skjólborðið undir þau og línuspil og
gangsetjari bátsins liggur undir skemmdum, eins og vel sést á þessari mynd.
Gangsetjarinn á þessu skipi hafði einmitt bognað nokkru áður við það, að bíl-
dekk lenti á aðfallinu inn yfir lunninguna og olli talsverðu tjóni. Nauðsynlegt er
því að ganga vel frá dekkjunum.
37
SVEITARSTJÓRNARMÁL