Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 45
11. ÁRSFUNDUR HAFNA-
SAMBANDS SVEITARFÉLAGA
Ellefti ársfundur Hafnasambands
sveitarfélaga var haldinn i félags-
heimilinu í Hnífsdal dagana 29. og
30. ágúst 1980.
Formaður sambandsins, Gunnar B.
Guðmundsson, setti fundinn og bauð
fundarmenn og gesti velkomna.
Guðmundur H. Ingólfsson, forseti
bæjarstjórnar á Isafirði, var kjörinn
fundarstjóri og Hálfdán Einarsson,
bæjarfulltrúi í Bolungarvík, honum til
aðstoðar. Ritari fundarins var Úlfar
B. Thoroddsen, sveitarstjóri á
Patreksfirði, og honum til aðstoðar
Birgir L. Blöndal, aðalbókari á skrif-
stofu Sambands íslenzkra sveitarfé-
laga.
Ávörp og kveðjur
Bolli Kjartansson, bæjarstjóri á ísa-
firði, flutti ávarp og bauð gesti vel-
komna til starfa í kaupstaðnum.
Ólafur Steinar Valdimarsson, skrif-
stofustjóri í samgönguráðuneytinu,
flutti ávarp og fjallaði um fram-
kvæmdir við hafnir landsins á árinu
1980 og bar fundinum kveðjur sam-
gönguráðherra.
Skýrsla stjórnar
Formaður hafnasambandsins flutti
skýrslu um störf stjórnar þess undan-
gengið starfsár. Sambandinu bættist
ein aðildarhöfn, Hólmavíkurhöfn, og
eru nú 57 hafnir í því. Þá sagði for-
maður frá þátttöku sinni í norrænu
hafnaþingi og ræddi samdrátt, sem
orðið hefði á árinu í fjárveitingum
ríkisins til hafnarframkvæmda.
Sigurður Hjaltason, sveitarstjóri á
Höfn í Hornafirði, gjaldkeri sam-
bandsins, gerði grein fyrir ársreikn-
ingi þess, og var hann síðar á fundin-
um borinn undir atkvæði og sam-
þykktur samhljóða. Niðurstöðutölur
á rekstrarreikningi ársins 1979 voru
kr. 6.015.000,-
Fjárhagsáætlun fyrir árið
1980—1981 var einnig samþykkt á
fundinum og voru niðurstöðutölur
hennar kr. 8.853.000 krónur og ár-
gjöld hafna til sambandsins þannig
reiknuð, að sveitarfélög með 800 íbúa
og færri greiði 53 þús. krónur, með
801—2000 íbúa 106 þús. kr.,
2.001 —10.000 ib. greiði 330 þús. kr.,
sveitarfélög með 10.001—20.000 íb.
greiði 420 þús. krónur og sveitarfélög
með fleiri en 20.000 ibúa greiði 1.050.
þús. gamlar krónur.
Fjárhags- og gjaldskrár-
mál hafna
Gylfi fsaksson, verkfræðingur, hafði
á fundinum framsögu um fjárhags-
stöðu hafna árin 1979 og 1980 og
lagði fram spá um rekstur þeirra á
árinu 1981 og kynnti jafnframt til-
lögu um gjaldskrárbreytingar, sem
stjóm sambandsins lagði fyrir
fundinn. Umræður urðu um skýrsl-
una og m. a. ræddir möguleikar á að
einfalda uppsetningu gjaldskráa og
helzt að hafa eina samræmda gjald-
skrá fyrir allar hafnir á landinu.
Einnig voru í upphafi fundar
kynntar nokkrar tillögur, sem stjórn
hafnasambandsins lagði fram á
fundinum, og var þeim vísað til alls-
herjarnefndar fundarins, sem kosin
var í fundarbyrjun ásamt kjörnefnd.
Þjóðhagslegt gildi
fiskihafna
Bjarni Einarsson. framkvæmdastjóri
byggðadeildar Framkvæmdastofn-
unar ríkisins, flutti á fundinum
framsöguerindi, er hann nefndi Þjóð-
hagslegt gildi fiskihafna. Gerði hann
þar grein fyrir nýrri tækni í fisklönd-
un og við flutning á fiski. Taldi hann
unnt að stytta löndunartíma fiski-
skipa og að minnka kröfur um lengd
viðlegukanta til löndunar vegna
styttingar á löndunartíma. Samhliða
bættri löndunartækni yrði að koma
til betri tækni í fiskmóttökuhúsum og
í vöruhúsum almennt.
Fjögurra ára áætlun
um hafnargerðir
Bergsteinn Gizurarson, deildarverk-
fræðingur á Hafnamálastofnun, flutti
á fundinum erindi um stöðu fjögurra
ára áætlunar um hafnargerðir,
1979—1982, sem unnið væri að.
Gerði hann grein fyrir framkvæmd-
um við einstakar hafnir. Kom fram í
ræðu hans, að unnið yrði á árinu 1980
við hafnarframkvæmdir fyrir 2.8
milljarða króna, en það er til muna
lægri fjárhæð heldur en gert hafði
verið ráð fyrir í tillögu að fram-
kvæmdaáætlun ársins.
Þybbur á bryggjum
Erlendur Jónsson, skipstj. hjá Eim-
skipafélagi Islands, flutti á fundinum
erindi um varnir á bryggjum, sem
kallaðar eru nýyrðinu þybbur, en þær
eru í daglegu tali kallaðar „fendarar“.
Erlendur taldi, að með meiri fyrir-
hyggju varðandi varnir á bryggju-
köntum mætti minnka til mikilla
muna hin miklu tjón, sem verða á
skipakosti landsmanna í höfnum. Er-
iendur hefur skrifað grein um þetta
efni fyrir Sveitarstjórnarmál, og birt-
ist hún framan við þessa frásögn.
SVEITARSTJÖRNARMÁL