Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 51
hinar mestu sökum aflabrests, sem verið hafði hér
nokkur ár í röð.
Nokkurs vonleysis gætti hjá fólki, og uppgjafar-
tónn heyrðist úr mörgum áttum. Öllum var Ijós sú
staðreynd, að Brimbrjóturinn var algert skilyrði
þess, að Bolungarvík héldi áfram að vera byggilegur
staður.
Þá eygðu menn það ekki heldur, hvert þær 700
manneskjur, sem þá bjuggu hér, ættu að hverfa, sér
til lífsbjargar, ef staðurinn legðist í auðn. En þannig
töldu menn að hlyti að fara, ef bjargráð yrðu ekki
þegar gerð. En svo fór, að þeir urðu fleiri, sem létu
engan bilbug á sér finna og ótrauðir héldu barátt-
unni áfram, heldur en þeir, sem kusu sér starfsvett-
vagn annars staðar.
Viðgerð stóð síðan næstu árin og var lokið við
hana árið 1939, þótt á ýmsu gengi. Viðgerðin var
framkvæmd m. a. á þann hátt, að steyptum kerjum
var sökkt fremst við norðurhlið nökkvans og við enda
hans, og er þar einmitt byrjunin á breikkun garðsins.
Var Brimbrjóturinn nú orðinn 152 m langur og 12 m
breiður fremst, en 8 m breiður ofar.
Þegar hér var komið framkvæmdum, var bygg-
ingarkostnaður ásamt viðgerðarkostnaði orðinn alls
524.000 krónur.
Fyrstu árin var aðeins um styrki að ræða frá
landssjóði, sem að fjárhæð voru óbundnir verk-
kostnaði. Síðar var miðað við, að ríkissjóður greiddi
‘/3 byggingarkostnaðar, en síðustu árin helming
kostnaðar. Viðgerðarkostnaður var í nokkrum til-
fellum greiddur að fullu af ríkissjóði.
Lenging brjótsins 1945
Næst var tekið til við lengingu brjótsins árið 1945
og var því verki haldið áfram árið 1946. Var
Brjóturinn þá lengdur um 50 metra, og var það gert
með steyptum kerjum. Voru steinkerin fyllt með
grjóti svo og mikið bil, sem haft var milli kerjarað-
anna. Áður en lokið var við að steypa þekjuna
haustið 1946, skall á óveður með miklum sjógangi.
Óveður þetta olli stórfelldum skaða á þessari ný-
framkvæmd. Þekjan, sem búið var að steypa að
mestu, brotnaði öll og sópaðist burt, kerin sprungu,
skekktust og færðust til, og suðurhlið þeirra brotnaði
öll, og mikill hluti grjótfyllingarinnar sópaðist inn
fyrir brjótinn og myndaði rúst, sem nær stóð uppúr
um flóð og náði langt upp með og inn frá honum.
Þetta var að sjálfsögðu mjög mikið áfall, enda virtist
mjög tvísýnt i fyrstu, hvort unnt yrði að halda uppi
fiskiróðrum að óbreyttu ástandi.
Það var og augljóst mál, að grjótrústin mundi
torvelda mjög landtökuna í misjöfnum veðrum. Það
fór þó svo, að sjósóknin lagðist ekki niður, þótt að-
stæður allar væru mjög erfiðar.
Nú höfðu orðið þau umskipti, frá því sem var árið
1936, að vonleysis og uppgjafar, sem þá varð svo
vart, gætti ekki að þessu sinni, enda þótt ástandið
væri slæmt og tjónið mikið. Trúin á framtíð staðar-
ins hafði nú eflzt, og ibúum fækkaði ekki lengur; var
heldur tekið að fjölga.
Viðgerð var hafin árið eftir, grjótrústin hreinsuð
Fundarmenn á ársfundinum virtu fyrir sér skuttogara Bol-
víkinga, Dagrúnu ÍS 9, er skipið kom að bryggju daginn,
sem ársfundur hafnasambandsins var haldinn.
45