Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 61

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 61
VARNIR GEGN RAUÐUM HUNDUM eftir Ólaf Ólafsson, Margréti Guónadóttur, Skúla Johnsen og Sævar Halldórsson Verðandi mæður, er sýkjast af rauðum hundum á fyrstu þremur mánuðum meðgöngutímans, eru í mikilli hættu að ala vansköpuð börn (congenital rubella). Þessi börn hafa oft skerta sjón og heyrn, hjartagalla og miðtauga- og heilaskemmdir. Með bólusetningu er því m. a. unnt að lækka kostnað þjóðfélagsins vegna sjúkrahúsdvalar, tryggingarbóta og sérkennslu barna, er fæðast með con- genital rubella. Beinn kostnaður þjóðfélagsins vegna sérhvers, sem fæðist með 50% heyrnarskerðingu af völdum rauðra hunda, er um 65 millj. króna. Síðan 1920 hafa 8 sinnum geisað rauðu hunda faraldrar hér á landi, sá siðasti 1978—1979. í rauðu hunda faraldri árið 1964 fæddust 33 börn með congenital rubella, og i minni faraldri 1972—1973 fæddust 6 van- sköpuð börn. Sjá töflu að neðan. Kerfisbundnar mótefnamælingar gegn rauðum hundum hófust hér á landi árið 1975, og árið 1976 var farið að bólusetja 12 ára stúlkur gegn rauðum hundum. Skipulögð bólu- Rauðir hundar Fjöldi skráðra Fjöldi vanskapaðra á Islandi: tilfella barna 1964 3763 33 1972-73 2776 6 1976-77 mótefnamæling og bólusetning 1978-79 6568 0 setningarherferð meðal kvenna, sem ekki hafa ónæmi gegn rauðum hund- um, hófst sumarið 1979, og fékkst sérstök fjárveiting frá Alþingi til þessa verkefnis. Svæsinn rauðu hunda far- aldur gekk hér á landi 1978—1979. Við athugun IV2 ári eftir að faraldri lauk, hafa ekki enn fundizt börn með merki um congenital rubella, en um 90 konur, sem reyndust sýktar af rauðum hundum á fyrstu 3 mán- uðum meðgöngutímans, gengust undir fóstureyðingu. Með kerfis- bundinni bólusetningu er þannig unnt að koma í veg fyrir fóstureyð- ingar af þessum sökum í framtíðinni. Beinn kostnaður við framangreinda bólusetningarherferð var um 40 milljónir gamalla króna. Nú er langt komið að safna og greina blóðsýni meðal 12—45 ára kvenna utan Reykjavíkur. Þær konur, er hafa reynzt neikvæðar, hafa þegar verið bólusettar. Veturinn 1980—81 verður lokið við blóðsýna- söfnun og greiningu á Reykjavíkur- og Suðurnesjasvæðinu. Nokkur hóp- ur kvenna hefur ekki sinnt kalli, og verður unnið að því í vetur að fá fleiri konur til þátttöku. IÐNAÐUR BÚI VIÐ SÖMU ALAGNINGAR- REGLUR OGAÐRAR ATVINNUGREINAR l'élag islenzkra iðnrekenda hefur sent sambandinu til kynningar sam- rit af bréfi, sem félagið sendi sveitar- stjórnum i desembermánuði sl. varð- andi jafnrétti iðnaðar gagnvart öðr- um atvinnugreinum við álagningu aðstöðugjalds. Bréf Félags islenzkra iðnrekenda er svofellt: Vér vitum, að um þessar mundir er verið að ganga frá fjárhagsáætlun yðar fyrir næsta ár, og viljum af þvi tilefni koma á framfæri eftirfarandi: Félag islenzkra iðnrekenda telur að fella eigi niður aðstöðugjald. Óvið- unandi er, að iðnfyrirtækjum hér á landi sé gert að greiða skatt, sem lagður er á og innheimtur án tillits til afkomu, en slík skattlagning á sér nær engar hliðstæður meðal helztu sam- keppnislanda okkar. Islenzkur iðnað- ur nýtur ekki lengur tollverndar, og því skiptir máli, að starfsskilyrði hans séu ekki lakari en erlendra keppi- nauta. Verði aðstöðugjald á hinn bóginn ekki lagt niður að sinni, er frumskil- yrði, að innlendum samkeppnisat- vinnuvegum sé ekki mismunað. I nú- gildandi lögum er heimild fyrir því, að iðnaður greiði þrefalt hærra að- stöðugjald en fiskveiðar og 54% hærra FRÁ FÉLAGI ÍSLENZKRA IÐN- REKENDA en fiskiðnaður. Þessi heimild hefur almennt verið nýtt og iðnaður látinn greiða mun hærra aðstöðugjald en fiskveiðar og fiskiðnaður. Þessi mis- munun er óréttlát og óeðlileg, þar sem allar þessar greinar búa nú við nákvæmlega sömu ytri skilyrði. Félag íslenzkra iðnrekenda fer því fram á, að þér sýnið í verki hug yðar til íslenzks iðnaðar og ákveðið að samkeppnisatvinnuvegum í sveitar- félagi yðar verði ekki mismunað við álagningu aðstöðugjalds framvegis. sveitarstjórnarmAl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.