Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 10
Margur förumaðurinn flakkaði um sveitir landsins með
léttan mal. Ljósmyndin er af Dabba í Nesl og er í eigu
Þjóðminjasafnsins.
talin sjálfsögð skylda, að ættingjar, sem fluttu saman
búferlum landa á milli, styddu hver annan með
ráðum og dáð í nýju heimkynnunum, — enda
bjuggu þá ættingjar í næsta nágrenni hver við
annan.
Þessi samhjálp telst síðar sennilega svo sjálfsögð,
að hún verður skráð sem lög í hinum fornu lögbók-
um.
Ættingjaframfærsla er elzta fyrirkomulag að-
stoðar til þeirra, sem af einhverjum ástæðum urðu
aðstoðar þurfi. Talið er, að í upphafi Islandsbyggðar
hafi ættarskylda til framfærslu náð til fimmmenn-
inga, en hins vegar hafi þeir, sem enga ættingja áttu,
neyðzt til að fara á vergang, og þá sennilega fyrst
leitað fyrir sér í þeirri sveit, er þeir töldust til.
I Jónsbók (1280) er meira að segja förumennska
eða flakk leyft með lögum, sem virðist þó ekki hafa
verið áður. En framfærsluskylda ættingja var þó
fyrst og fremst milli foreldra, barna og systkina hvers
gagnvart öðru, og skiptir efnahagur þar ekki máli.
Það var höfuðregla, að ættingjar skyldu framfæra
þann, sem varð ósjálfbjarga, en opinber framfærsla
tók fyrst við, er ættarframfærslu þraut.
Tók þá hreppurinn við og innti framfærslu af
hendi.
Af skatti þeim, sem menn greiddu, — þ.e.a.s. af
tíundinni, — gekk 1/4 hluti til fátækra, — fátækra-
tíundin svonefnda, — og var hún notuð til fátækra-
framfærslu.
Frá 13. öld og fram á 19. öld mun um ekkert efni
fleiri dómar hafa gengið en í vafamálum um fram-
færslu, enda reyndu bæði ættingjar og hreppar eftir
mætti að koma ómögum af höndunt sér.
Fátækrareglugerðin frá 1834
Ekki voru gerðar neinar verulegar breytingar á
ákvæðum Jónsbókar um fátækraframfærslu, fyrr en
sett var ný fátækrareglugerð þann 8. jan. 1834. Á
framfærsluskyldu ættingja er þar gerð mikilvæg
breyting. Foreldrum og börnum skal nú vera skylt að
framfæra hvert annað, en skylda til framfærslu fjar-
skyldra ættingja fellur niður.
Ennfremur eru gerðar mikilvægar breytingar á
reglum um sveitarfesti, en sveitfestimál höfðu þá
valdið miklum deilum á Alþingi öldum saman.
Auðvitað fjallaði þessi reglugerð um margt fleira
en þessa tvo málaflokka, þótt ekki sé nánar rakið hér.
Fátækrareglugerð þessi frá árinu 1834 varð furðu
lífseig, þar sem framkvæmd fátækramála á fslandi
byggðist að mestu leyti á henni næstu 70 árin, eða
rúmlega það.
Þótt undarlegt megi virðast, er lífseigla þessarar
reglugerðar ekki að þakka vinsældum hennar, þar
SVEITARSTJÓRNARMÁL