Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 32
TAFLA III.
Útgjöld sveitarfélaga til málefna aldraðra,
heimilisþjónustu, félagsstarfs og rekstrar
dvalarheimila reiknað í nýkrónum á hvern íbúa 67
ára og eldri.
heimilisþj. fél.starf dvalarh. 7< íbúa
Reykjavík 915 100 346 11.0
Kópavogur 1.024 309 4.2
Akureyri 312 52 8.7
Hafnarfjörður 482 6 6.5
Keflavík 171 0 404 5.2
Akranes 123 22 6.6
Garðabær 334 146 2.8
Vestmannaeyjar 86 120 634 6.2
Selfoss 498 77 6.3
Isafjörður 182 121 7.5
Mosfellshr. 361 0 3.0
Húsavík 421 0 7.1
Sauðárkrókur 225 0 9.4
Njarðvík 0 0 4.2
Grindavík 254 0 4.7
Neskaupstaður 414 54 7.0
Borgarneshr. 116 34 7.8
Hafnarhreppur 0 0 6.2
Dalvík 252 0 8.5
Bolungarvík 87 24 6.6
Hveragerðishr. 0 0 7.5
Ólafsfjörður 628 0 8.0
Stykkishólmshr. 0 0 505 8.5
Miðneshreppur 220 17 5.3
Egilsstaðahr. 0 0 5.1
Blönduóshr. 121 121 6.3
Höfðahreppur 0 0 8.7
Félagsstarf aldraðra er aðeins til á vegum
sveitarfélagsins i helmingi þessara 27 sveitarfélaga
og er þá ekki til í hinum eða á annarra höndum.
Vitað er, að ýmsir klúbbar, sem stunda liknarstarf-
semi, standa að ferðalögum eða öðrum tóm-
stundatilboðum fyrir aldraða, en ekki er vitað til,
að þeir stundi heimilisþjónustu og því varla nein
tilboð um slíkt til þeirra, sem búa i sveitarfélögum,
sem sýna kr. 0 í heimilisþjónustudálkinum.
upp dagvistun fyrir öll börn. Því var reiknað út, hve
stór hluti íbúanna væri á aldrinum 0—6 ára (dálkur
5). Landsmeðaltal er 12.533%, og, eins og sjá má, eru
aðeins 5 sveitarfélög á töflunni undir joví meðaltali,
en 25 sveitarfélög barnfleiri en sem nemur lands-
meðaltali. Þau, sem eru undir, eru þessi: Ólafsfjörð-
ur, Siglufjörður, Garðabær, Seltjarnarnes og
Reykjavík. Tekjur sveitarfélaganna á hvern íbúa eru
einnig mjög mismunandi, eða kr. 3.520—5.000.
Engu að síður þótti rétt að finna út, hvaða hlutfall af
tekjum sveitarfélagsins rynni til ofangreindra þátta
dagvistarmála (dálkur 6).
Að lokurn eru til fróðleiks tekin með útgjöld
sveitarfélaganna til leikvalla, í krónutölu á hvert
barn 0—6 ára. Er það gert vegna hinna skyldu
markmiða leikvalla og dagvistarstofnana, þ. e. að
búa börnunum góð skilyrði við leik og störf. Ath., að
sú tala er ekki með í upphæð dagvistunar í dálki 1,
né heldur í öðrum útreikningum töflunnar.
Af framanskráðum upplýsingum má draga ýmsar
ályktanir.
1. Aldurssamsetning sveitarfélaganna er mjög mis-
munandi. Félagsþjónustu er e. t. v. mest þörf
gagnvart elztu og yngstu kynslóðinni (0—6 ára
og 67 ára og eldri). Hlutfall þessara aldursflokka
tveggja samanlagðra er mjög mishátt, sbr. töflu 1,
eða frá rúmlega 13% íbúa til rúmlega 23%. Inn-
byrðis hlutfall þessara aldursflokka er með ýms-
um hætti. Sauðárkrókur er dæmi sveitarfélags,
þar sem báðir aldursflokkarnir eru fjölmennari en
landsmeðaltal. Garðabær er dæmi um, að báðir
séu fámennari en landsmeðaltal.
Reykjavík telur hlutfallslega marga aldraða, en
fá börn. Kópavogur fáa aldraða, en meðalfjölda
barna. Flest sveitarfélaganna í töflu 1 telja börn
yfir meðaltali, en aldraða undir meðaltali lands-
ins. Ætla mætti, að hlutfall þessara aldurshópa
stæði í beinu hlutfalli við útgjöld til félagsmála
(tafla 1), en svo er ekki. Útgjöld sveitarfélaga til
félagsmála virðast í verulegum mæli ráðast af
öðru en því, hvort þjónustuþarfir í sveitarfélag-
inu eru miklar eða litlar.
2. Sveitarfélögin verja mjög mismiklum hluta tekna
sinna til félagsmála, allt frá rúmlega 10% og niður
fyrir 1%. Tök fólks á því að fá þjónustu við hæfi
SVEITARSTJÖRNARMÁI.