Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 34
um heyrist, „að í okkar sveitarfélagi séu engin félagsleg vandamál“, þýðir oftast aðeins það, að þeim sé ekki sinnt. Sú spurning vaknar, hvort æskilegt sé að láta sveitarfélögunum eftir svo mikið sjálfræði um að veita félagslega þjónustu sem raun ber vitni. Lög um félagslega þjónustu skylda sveitarfélög alla jafnan ekki, heldur heim- ila þeim að taka hana upp. Hvort skulum við setja ofar sjálfræði sveitarfélaga eða jafnrétti borgara? 3. Jafnvel tilviljunarkenndust virðist sú þjónusta, sem getur í töflu IIA — framfærsla og aðrar beinar greiðslur til og vegna einstaklinga í sveitarfélaginu. Framfærsla er trúlega nær ein- vörðungu til í stærri sveitarfélögum, en afar mis- mikil. Núgildandi framfærslulög eru frá því löngu áður en tryggingalöggjöfin komst í núver- andi form. Þeirri þörf, sem framfærslan áður mætti, er nú að langmestu leyti sinnt af al- mannatryggingum. Tafla IIA vekur þá spurn- ingu, hvort ekki sé tímabært og sanngjarnt að stíga skrefið til fulls og ætla tryggingakerfinu al- farið að bæta úr beinum fjárþörfum landsmanna, úr því jafnrétti þeirra til framfærslu er svo bág- borið, sem tafla þessi sýnir. 4. Tafla IV bendir til þess, að sums staðar séu leik- vellir látnir koma í stað dagvistarstofnana, þ. e. til eru staðir, sem verja allmiklu fé til reksturs leikvalla, en litlu til dagvistar. Þá er innbyrðis skipting dagvistarrýma mjög ólík. Á nokkrum stöðum eru u. þ. b. jafnmörg leikskóla- og dag- heimilisrými. Fjöldi rýma á dagvistarstofnunum á hverjum stað stendur í harla litlu samhengi við fjölda barna. Dagvistarrými eru til fyrir allt frá 10% barna 0—6 ára og upp i 50%. I fámennari sveitarfélögum, sem þessi samanburður tekur ekki til, er víðast alls engin dagvist. Uppbygging dagvistunar virðist því enn allmjög tilviljunar- kennd og háð geðþótta, eða öðrum þörfum en þörfum barna. Töflur þessar, að vísu með þeim annmörkum, sem lýst var í inngangi, gefa tilefni til ályktana umfram þær fáu, sem hér hafa verið dregnar, en það skal eftirlátið lesendum. TÍU ÁRA ÁÆTLUN UM UPP- BYGGINGU DAGVISTARHEIMILA Félagsmálaráðuneytið hefur kynnt stjórn sambandsins efni yfirlýsingar, sem rikisstjórnin gaf við gerð kjara- samninga Alþýðusambands Islands í októbermánuði s.l. á þessa leið: „Rikisstjórnin áformar, að á fjárlögum ársins 1981 verði 1100 milljónum króna varið til bygg- ingar dagvistarheimila. Er fram- lagið við það miðað, að ekki þurfi að standa á mótframlagi ríkisins í þessum málaflokki. Rikisstjórnin mun í samvinnu við sveitarfélögin beita sér fyrir áætlun um uppbyggingu dagvist- arheimila á næstu árum, með það fyrir augum, að fullnægt verði þörf fyrir dagvistarþjónustu barna á næstu 10 árum. Ríkisstjórnin mun jafnframt beita sér fyrir því, að auknir verði möguleikar ófaglærðra starfs- manna dagvistarheimila til menntunar með námskeiða- haldi.“ Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að skipa fimm manna nefnd Félagsmálaráðuneytið staðfesti hinn 14. janúar nýja gjaldskrá fyrir sundstaðina í Reykjavík á þessa leið: Kr. Einstakir miðar, fullorðnir 6.50 Einstakir miðar, börn ........... 3.00 10 miðar, fullorðnir ........... 40.00 10 miðar, böm .................. 13.00 til að sinna framangreindum verk- efnum, og verður nefndin skipuð ein- um fulltrúa félagsmálaráðuneytisins, tveimur fulltrúum menntamálaráðu- neytisins, einum fulltrúa Alþýðu- sambands Islands og einum frá Sam- bandi íslenzkra sveitarfélaga. Stjórn sambandsins hefur nýlega að beiðni menntamálaráðuneytisins tilnefnt Loga Kristjánsson, bæjar- stjóra sem aðalmann og Garðar Sig- urgeirsson, viðskiptafræðing, sem varamann hans í nefnd þessa. 10 miðar, aldraðir ....... 20.00 Gufubað .................. 11.00 Leiga á handkl. og skýlum . 5.00 Sundnámskeið, fullorðnir .. 125.00 Sundnámskeið, börn ......... 90.00 10 miða kort 16 ára og eldri, sundfélög ............... 14.00 10 miða kort yngri en 16 ára, sundfélög ................. 7 00 NÝ GJALDSKRA FYRIR SUNDSTAÐINA í RVK SVEITARSTJÖRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.