Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 69
ALÞJOÐAAR FATLAÐRA 1981
Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað
árið 1981 málefnum fatlaðra. Félags-
málaráðuneytið skipaði i september-
mánuði sl. framkvæmdanefnd til
að beita sér fyrir viðtækri kynningu á
málefnum fatlaðra í tilefni þessa.
Jafnframt er nefndinni ætlað að beita
sér fyrir stefnumótun í málefnum
fatlaðra, m. a. með samræmingu
gildandi laga og reglugerða um mál-
efni fatlaðra, með tillögugerð um
átak í atvinnumálum fatlaðra
o. s. frv. og skal nefndin leggja jafn-
rétti fatlaðra á við aðra í þjóðfélaginu
til grundvallar við þá stefnumótun.
Nefndin starfar til ársloka 1981 og
sendir þá félagsmálaráðherra skýrslu
um störf sín.
Haustið 1979 skipaði þáv. félags-
málaráðherra, Magnús H. Magnús-
son, þriggja manna undirbúnings-
nefnd að ári fatlaðra, en núverandi
félagsmálaráðherra, Svavar Gestsson,
leysti þá nefnd frá störfum og skipaði
sérstaka framkvæmdanefnd, sem
m. a. sambandið á aðild að.
Stjórn sambandsins tilnefndi í
nefnd þessa Alexander Stefánsson,
varaformann sambandsins, og Unnar
Stefánsson, ritstjóra, sem varamann
hans. Formaður er Margrét Mar-
geirsdóttir, deildarstjóri í félags-
málaráðuneytinu, skipuð af ráðherra,
en aðrir i nefndinni eru Guðni Þor-
steinsson, yfirlæknir á endur-
hæfingardeild Landspitalans, tiln. af
heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu;
Friðrik Sigurðsson, þroskaþjálfi, tiln.
af Landssamtökunum Þroskahjálp;
Magnús Magnússon, sérkennslufull-
trúi, tiln. af menntamálaráðuneyt-
inu; Ólöf Ríkarðsdóttir, fulltrúi, tiln.
af endurhæfingarráði: Sigríður Ingi-
marsdóttir, húsfr., tiln. af Öryrkja-
bandalagi Islands, og Theódór A.
Jónsson, framkvstj., tiln. af Sjálfs-
björg, landssambandi fatlaðra. Rit-
ari nefndarinnar er Þórður Ingvi
Guðmundsson, stjórnmálafræðingur.
Ráðstefna um ferli- og
umhverfismál fatlaðra
Framkvæmdanefnd ALFA ’81 —
Alþjóðaárs fatlaðra — hefur ákveðið
að efna til ráðstefnu um ferli- og um-
hverfismál fatlaðra á árinu 1981
og að koma á fót starfshópi til að
annast undirbúning hennar. Jafn-
framt er nefnd þeirri ætlað að athuga,
með hvaða hætti standa mætti að
framkvæmd ályktunar, sem Alþingi
gerði hinn 22. maí 1980 að tillögu
Alexanders Stefánssonar, en hún ger-
ir ráð fyrir, að fram verði látin fara
úttekt á opinberu húsnæði með það
fyrir augum að auðvelda fötluðum
aðgang að því. Félagsmálaráðherra
hefur falið ALFA-nefndinni að hafa
það verkefni með höndum.
Stjóm sambandsins hefur tilnefnt í
þennan starfshóp Unnar Stefánsson
og Alexander Stefánsson til vara.
Einnig munu Arkitektafélag Islands,
ferlinefnd fatlaðra, húsameistari
rikisins, skipulagsstjóri ríkisins, ör-
yrkjabandalag Islands, Rannsóknar-
stofnun byggingariðnaðarins, Sjálfs-
björg, landssamband fatlaðra og
Landssambandið Þroskahjálp til-
nefna hver sinn fulltrúa í starfshóp-
inn.
ALFA-nefnd í sveitarfélögum
Þá hefur nefndin farið þess á leit
við bæjarstjórnir, að þær komi á fót
ALFA-nefnd til að annast aðgerðir á
ári fatlaðra og hefur mælt með því í
bréfi, að slík nefnd sé stofnuð í sam-
vinnu við samtök fatlaðra í bæjarfé-
laginu. Allmargir kaupstaðanna hafa
þegar kosið slíkar nefndar, og væntir
nefndin þess, að þær verði settar á
stofn sem víðast. Er þess óskað, að
ALFA-nefndin fái upplýsingar um
skipan slíkra nefnda.
Stefnumörkun í málum fatlaðra
Einnig hafði undirbúningsnefndin
að ári fatiaðra leitað hugmynda hjá
sveitarstjórnum varðandi megin-
markmið og áherzluþætti, sem hafa
mætti að leiðarljósi við mörkun
stefnu i málefnum fatlaðra. Loks setti
nefndin fram nokkrar hugmyndir,
sem hafa mætti til hliðsjónar við val
verkefna á alþjóðaári fatlaðra.
I bréfi ALFA-nefndarinnar til
bæjarstjórna var stungið upp á, að
verkefni nefnda í bæjunum yrði að
gera tillögur til bæjarstjórnar um að-
gerðir til að koma til móts við þarfir
og hagsmuni fatlaðra í bæjarfélaginu,
að gera úttekt á opinberum stofnun-
um og þjónustumiðstöðvum i bæjar-
félaginu með það fyrir augum að
auðvelda fötluðum aðgang að þeim
og að standa fyrir almennri kynningu
á málefnum fatlaðra í skólum með
fyrirlestrahaldi og kvikmyndasýning-
um. ALFA-nefndin býður fram að-
stoð sina við slíka starfsemi.
ALFA-nefndin hefur loks látið
þýða og staðfæra ábendingar, sém
gefnar hafa verið út i Noregi um
atriði, sem sveitarstjórnir gætu gert í
tilefni árs fatlaðra. Eru þær fáanlegar
hjá nefndinni og á skrifstofu sam-
bandsins.
S \I. I'IA R SIJ 0 R N'A RMÁI.