Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 69

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 69
ALÞJOÐAAR FATLAÐRA 1981 Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árið 1981 málefnum fatlaðra. Félags- málaráðuneytið skipaði i september- mánuði sl. framkvæmdanefnd til að beita sér fyrir viðtækri kynningu á málefnum fatlaðra í tilefni þessa. Jafnframt er nefndinni ætlað að beita sér fyrir stefnumótun í málefnum fatlaðra, m. a. með samræmingu gildandi laga og reglugerða um mál- efni fatlaðra, með tillögugerð um átak í atvinnumálum fatlaðra o. s. frv. og skal nefndin leggja jafn- rétti fatlaðra á við aðra í þjóðfélaginu til grundvallar við þá stefnumótun. Nefndin starfar til ársloka 1981 og sendir þá félagsmálaráðherra skýrslu um störf sín. Haustið 1979 skipaði þáv. félags- málaráðherra, Magnús H. Magnús- son, þriggja manna undirbúnings- nefnd að ári fatlaðra, en núverandi félagsmálaráðherra, Svavar Gestsson, leysti þá nefnd frá störfum og skipaði sérstaka framkvæmdanefnd, sem m. a. sambandið á aðild að. Stjórn sambandsins tilnefndi í nefnd þessa Alexander Stefánsson, varaformann sambandsins, og Unnar Stefánsson, ritstjóra, sem varamann hans. Formaður er Margrét Mar- geirsdóttir, deildarstjóri í félags- málaráðuneytinu, skipuð af ráðherra, en aðrir i nefndinni eru Guðni Þor- steinsson, yfirlæknir á endur- hæfingardeild Landspitalans, tiln. af heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu; Friðrik Sigurðsson, þroskaþjálfi, tiln. af Landssamtökunum Þroskahjálp; Magnús Magnússon, sérkennslufull- trúi, tiln. af menntamálaráðuneyt- inu; Ólöf Ríkarðsdóttir, fulltrúi, tiln. af endurhæfingarráði: Sigríður Ingi- marsdóttir, húsfr., tiln. af Öryrkja- bandalagi Islands, og Theódór A. Jónsson, framkvstj., tiln. af Sjálfs- björg, landssambandi fatlaðra. Rit- ari nefndarinnar er Þórður Ingvi Guðmundsson, stjórnmálafræðingur. Ráðstefna um ferli- og umhverfismál fatlaðra Framkvæmdanefnd ALFA ’81 — Alþjóðaárs fatlaðra — hefur ákveðið að efna til ráðstefnu um ferli- og um- hverfismál fatlaðra á árinu 1981 og að koma á fót starfshópi til að annast undirbúning hennar. Jafn- framt er nefnd þeirri ætlað að athuga, með hvaða hætti standa mætti að framkvæmd ályktunar, sem Alþingi gerði hinn 22. maí 1980 að tillögu Alexanders Stefánssonar, en hún ger- ir ráð fyrir, að fram verði látin fara úttekt á opinberu húsnæði með það fyrir augum að auðvelda fötluðum aðgang að því. Félagsmálaráðherra hefur falið ALFA-nefndinni að hafa það verkefni með höndum. Stjóm sambandsins hefur tilnefnt í þennan starfshóp Unnar Stefánsson og Alexander Stefánsson til vara. Einnig munu Arkitektafélag Islands, ferlinefnd fatlaðra, húsameistari rikisins, skipulagsstjóri ríkisins, ör- yrkjabandalag Islands, Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins, Sjálfs- björg, landssamband fatlaðra og Landssambandið Þroskahjálp til- nefna hver sinn fulltrúa í starfshóp- inn. ALFA-nefnd í sveitarfélögum Þá hefur nefndin farið þess á leit við bæjarstjórnir, að þær komi á fót ALFA-nefnd til að annast aðgerðir á ári fatlaðra og hefur mælt með því í bréfi, að slík nefnd sé stofnuð í sam- vinnu við samtök fatlaðra í bæjarfé- laginu. Allmargir kaupstaðanna hafa þegar kosið slíkar nefndar, og væntir nefndin þess, að þær verði settar á stofn sem víðast. Er þess óskað, að ALFA-nefndin fái upplýsingar um skipan slíkra nefnda. Stefnumörkun í málum fatlaðra Einnig hafði undirbúningsnefndin að ári fatiaðra leitað hugmynda hjá sveitarstjórnum varðandi megin- markmið og áherzluþætti, sem hafa mætti að leiðarljósi við mörkun stefnu i málefnum fatlaðra. Loks setti nefndin fram nokkrar hugmyndir, sem hafa mætti til hliðsjónar við val verkefna á alþjóðaári fatlaðra. I bréfi ALFA-nefndarinnar til bæjarstjórna var stungið upp á, að verkefni nefnda í bæjunum yrði að gera tillögur til bæjarstjórnar um að- gerðir til að koma til móts við þarfir og hagsmuni fatlaðra í bæjarfélaginu, að gera úttekt á opinberum stofnun- um og þjónustumiðstöðvum i bæjar- félaginu með það fyrir augum að auðvelda fötluðum aðgang að þeim og að standa fyrir almennri kynningu á málefnum fatlaðra í skólum með fyrirlestrahaldi og kvikmyndasýning- um. ALFA-nefndin býður fram að- stoð sina við slíka starfsemi. ALFA-nefndin hefur loks látið þýða og staðfæra ábendingar, sém gefnar hafa verið út i Noregi um atriði, sem sveitarstjórnir gætu gert í tilefni árs fatlaðra. Eru þær fáanlegar hjá nefndinni og á skrifstofu sam- bandsins. S \I. I'IA R SIJ 0 R N'A RMÁI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.