Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 36
aldraðra sjómanna, Hrafnista í Reykjavík og svo
fyrir tveimur árum DAS-Hrafnista í Hafnarfirði, og
rekstur þessara heimila.
A aðalfundi fulltrúaráðs Sjómannadagsins 1.
marz 1942 var fyrst ákveðið að reisa hvíldar- og
dvalarheimili fyrir aldraða sjómenn og konur þeirra
og hefjast handa um fjáröflun í því skyni.
Þegar hornsteinninn að Hrafnistu í Reykjavík var
lagður um 12 árum síðar, eða á sjómannadaginn 13.
júní 1954, höfðu safnazt til þess dags peningar, sem
nema með verðgildi krónunnar í dag hátt á sjöunda
hundrað milljóna króna.
Margir einstaklingar, sveitarfélög og félagasam-
tök hafa frá byrjun gefið og gefa enn miklar og
veglegar gjafir til framkvæmda sjómannadagsins.
Eftirtektarvert er það þakklæti í garð hinna öldruðu,
sem fram kemur strax í upphafi í gjafabréfum
margra gefenda. Það þakklæti birtist í óskum út-
gerðarfyrirtækja um forgangsvistun aldraðra skip-
verja þeirra, sveitarfélaga vegna aldraðra íbúa sinna
og einstaklinga vegna feðra, mæðra og annarra
skyldmenna, en reynt hefur verið að koma á móti
óskum sem flestra í þessu efni.
Allar gjafir frá fyrstu tíð hafa verið skrásettar í
sérstaka bók, sem er í vörzlu samtakanna.
Þeir mörgu, sem á þennan hátt hafa lagt hönd á
plóginn, eiga heiður og þökk skilið, hvort sem um er
að ræða beinar gjafir eða stuðning með öðrum hætti.
Hrafnista í Reykjavík var opnuð til afnota fyrir
vistmenn á 20. sjómannadaginn 1957, en þar var
skömmu síðar rými tilbúið fyrir 130 vistmenn. Síðan
var byggt vandað samkomuhús undir rekstur Laug-
arásbíós. Á 25. sjómannadaginn var tekin í notkun
ný íbúðarálma ásamt tengiálmu og síðan þrjár
íbúðarálmur ein af annarri, en síðasta stórfram-
kvæmdin í Reykjavík var bygging hjónaíbúðanna á
lóð Hrafnistu við Jökulgrunn, en þar búa 36 konur
og karlar í 18 íbúðum.
1 lok ársins 1979 bjuggu á Hrafnistu i Reykjavík
samtals 405 vistmenn og hefur verið fækkað um 45
til að auka ýmiss konar þjónustu á síðustu árum.
Heimilinu, þótt undir einni stjórn sé og með
margháttaða sameiginlega starfsemi, er skipt í þrjár
deildir. Er það vistdeild, sem er þeirra stærst, og svo
hjúkrunardeildir, mismunandi þungar í þjónustu, þ. á
m. sjúkradeild.
Á vistdeild eru vistmenn, sem eru við sæmilega
heilsu. Þeir ganga í borðsal og fá fæði sitt þar, nema
um veikindi sé að ræða, en þá er þeim að sjálfsögðu
fært í herbergi sín. Þeir borga vistgjöld sín sjálfir, ef
þeir eru færir þar um, en ef ekki, þá framfærsluaðili.
Þeir fá alla þjónustu á heimilinu, þ. á m. læknis-
þjónustu. Föt eru þvegin og herbergi þrifin, og öll lyf
eru ókeypis.
Á hjúkrunardeildum eru þeir, sem þurfa meiri
umönnunar, hjúkrunar og eftirlits með, en á sjúkra-
deild eru aftur þeir, sem meira veikir eru, og lang-
legusjúklingar.
Meginstefna samtakanna er sú, að sjúkt fólk og
líkamlega veikt fólk sé á spítölum, þ. á m. langlegu-
deildum, sem spítalarnir komi upp, eða skyldum
deildum, en aldraðir og lasburða séu á elli- og
hjúkrunarheimilum.
Þótt á Hrafnistu séu hjúkruriardeildir af þyngstu
gráðu, þá er það fyrst og fremst vegna þeirrar skoð-
unar okkar, að við viljum ekki, láta okkar gamla fólk
fara frá okkur, þótt það komist á slíkt hjúkrunarstig,
heldur, að það sé hjá okkur til siðustu stundar. Enda
erekki i önnur hús að venda fyrir þetta fólk.
En meginástæðan er þó sú, að við viljum ekki slíta
í sundur sambúð, ef um er að ræða t. d. hjón eða
vináttu tveggja aðila eftir langa sambúð. Við teljum
það ómanneskjulegt, þegar slíkir aðilar dveljast á
dvalarheimili og annar aðilinn kemst á það stig að
hafa þörf fyrir dvöl á langlegudeild, að hann sé þá
slitinn frá hinum aðilanum og fluttur í burtu á
annað heimili, svo að í raun er um slit að ræða á
þeirra áratuga sambúð og vináttu, þótt dauðsfall
hafi ekki komið til.
252 vistmenn
I lok ársins 1979 dvöldust á vistheimilinu samtals
241 vistmenn. Þar af voru 119 karlar og 122 konur. Á
sjúkradeild og hjúkrunardeildum voru á sama tima
samtals 164 vistmenn, þar af 58 karlar og 106 konur.
Á vistheimilinu var meðalaldur vistfólks 81 ár, en
á sjúkra- og hjúkrunardeildum 84 ár. Það er eftir-
tektarvert hafandi í huga, hve dýrt er að dveljast á
bráða-sjúkrahúsum, að af 59.578 dvalardögum á
hjúkrunardeildum Hrafnistu voru fjarvistir á
SVEITARSTJÓRNARMÁL