Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 56

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 56
svolítið um verðmæti trjáa eftir að hafa dvalizt svo aðar heitir frágangur lóðar (2,5%). Sá liðurer fólginn lengi við virðingarleysi fyrir trjám. í 9 atriðum, sem ég leyfi mér að telja hér upp: Trjágróður vanmetinn til fjár Ég hef áður rakið lítillega kostnað við að gera svæði byggileg. Allir sjá, að við slíkar framkvæmdir eru tré i þéttbýli ekki mikils virði (30—40 ára eða þaðan af yngri) metin i peningum. Því má skjóta hér inn í, að víða erlendis, þar sem trjágróður er meiri og algengari en hjá okkur, eru settar kvaðir, þar sem byggingaraðilum er gert að greiða sektir, ef þeir skemma tré eða fella þau, meðan á uppbyggingu stendur. Þessi leið er þó talin nokkuð vafasöm til verndunar trjám, þar sem það er oft ódýrara að fella trén og greiða sektirnar heldur en að gera kostnaðarsamar ráðstafanir til verndunar trjánum. Mér hefur stundum dottið i hug að kanna, hvort tré eða gróður ættu einhvern þátt í opinberu verð- mætamati, hver sé þáttur gróðurs í byggingarvisi- tölunni, hjá Fasteignamati ríkisins eða á hinum al- menna fasteignamarkaði? Byggingarkostnaður er mikilvægur þáttur i hag- kerfi okkar. Það þarf því að vera tiltæk sem bezt vitneskja um hann og samsetningu hans og um þær breytingar, sem á honum verða. Það er eitt megin- hlutverk vísitölu byggingarkostnaðar að fullnægja þessum þörfum. Einn liður vísitölu byggingarkostn- Einstök tré setja víða sterkan svip á umhverfi sitt, eins og þetta reynitré við Hverfisgötu í Reykjavík. 1) gröftur 14.3% 2) fylling 16.1% 3) frárennslislagnir 2.2% 4) malbik m. jöfnunarlagi 25.6% 5) kantsteinn og hellulögn 10.8% 6) gróðurmold 12.3% 7) grasþakning 7.8% 8) girðing 7.6% 9) annað, t. d. trjágróður 3.3% 100.0% Eins og fram kemur af þessari upptalningu, er hlutur trjágróðurs lítill í því ágæta hagstjórnartæki byggingarvísitölunni. Til frekari útskýringar skal þess getið, að viðmiðunargrundvöllurinn í þessu til- viki er fjölbýlishúsalóð í Breiðholtinu, valin af Hús- næðismálastofnun ríkisins, og þær teikningar af fyrirkomulagi lóðar, umhverfinu utandyra, sem gengið er út frá, eru gerðar af verkfræðingum. Því má bæta við hér, að ég grermslaðist eftir því hjá þeim ágæta starfsmanni Hagstofunnar, sem veitti mér þessar upplýsingar, hvort ekki væri reiknað með vinnu fagmanna í þeim liðum, er að skrúðgarðyrkju lúta. Skrúðgarðyrkja er nefnilega löggilt iðngrein, en hann svaraði því neitandi. Fagþekking á þessu sviði erekki mikils metin heldur. Eg leitaði næst til Fasteignamats ríkisins og spurðist fyrir um það, hvort trjágróður eða frágang- ur lóða hefði einhver áhrif á verðmyndun hjá þeim og fékk þau svör, að svo væri yfirleitt ekki. Þeirra mat væri hreint fjárhagslegt mat, sem byggðist á nýtingu lóðar og legu hennar; þó gæti hugsanlega læðzt inn áhrif umhverfis við endurmat. Á hinum almenna fasteignamarkaði eru sýnileg áhrif trjágróðurs ekki miki.1, ef marka má sunnu- dagssíðurnar í Morgunblaðinu frá fasteignasölun- um. Ég spurðist fyrir um það hjá einum þeirra, hvort tré eða gróður hefði áhrif á verð fasteigna. Hann taldi, að gróður hefði ekki mikið að segja; íbúð með tyrftri lóð væri á svipuðu verði og sambærileg íbúð, þar sem mikill gróður væri á lóðinni. Kaupendur létu a. m. k. umhverfið ekki skipta sig miklu máli, og nefnt var, að mikinn hluta árs væru íbúðir skoðaðar, SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.