Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 70

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 70
JÓN EÐVALD FRIÐRIKSSON, sem verið heíur sveitarstjóri í Skútu- staðahreppi frá 15. ágúst 1978, hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Ólafsfirði frá 15. nóvember, er PÉTUR MÁR JÓNSSON lét af þvi starfi. Jón hafði áður verið skrifstofustjóri hjá Sauðárkrókskaupstað. Hann var kynntur í 4. tbl. Sveitarstjórnarmála 1978. ARNALDUR M. BJARNASON hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Skútustaðahreppi frá 1. nóvember að telja. Hann er fæddur 28. des. 1942 í Borgarnesi. Foreldrar Júlíana Sigur- jónsdóttir og Bjarni Pétursson bóndi og símstöðvarstjóri á Fosshóli, en hann var oddviti Ljósavatnshrepps árin 1966-1978. Arnaldur stundaði nám í Banda- rikjunum árin 1955—1959, lauk iðn- skólaprófi á árinu 1965, rak eigið fyrirtæki á Fosshóli um skeið og útibú Kaupfélags Svalbarðseyrar þar frá 1965. Lauk prófi frá Samvinnu- skólanum á árinu 1980. Arnaldur starfaði sem framkvæmdastjóri Héraðssambands Suður-Þingeyinga árin 1972—1977 og var erindreki fjtróttasambands fslands á suntrum árin 1977 til 1980. Kvæntur er Arnaldur Jónínu H. Björgvinsdóttur frá Akureyri, og eru böm þeirra þrjú. STEFÁN KRISTINN GARÐ- ARSSON, sem verið hefur skrifstofu- stjóri hjá Ölfushreppi frá 1. janúar 1978, hefur verið ráðinn sveitarstjóri hreppsins frá og með 1. janúar 1981. Þorsteinn Garðarsson sem verið hefur sveitarstjóri frá febrúarbyrjun 1977, hefur hafið í Þorlákshöfn rekstur eig- in bókhalds- og tölvuþjónustufyrir- tækis, sem nefnist Hagver. Stefán er fæddur 16. júlí 1954 á Fáskrúðsfirði. Foreldrar hans Guð- björg Guðmundsdóttir og Garðar Kristjánsson, útgerðarmaður þar, sem lézt árið 1964. Stefán lauk prófi frá Gagnfræðaskólanum í Neskaup- stað á árinu 1971 og framhaldsprófi úr 5. bekk skólans 1972. Stefán starf- aði hjá Trésmiðju Austurlands 1973—1978, unz hann réðist til Ölfushrepps. Stefán er kvæntur Hafdísi Jakobs- dóttur frá Fáskrúðsfirði og eiga þau tvö börn. Þórður Gislason, sem verið hafði sveitarstjóri i Gerðahreppi frá 15. júii 1978, lézt hinn 18. september sl., 51 árs að aldri. Hann hafði verið sveitarstjóri i Flateyrarhreppi frá 1. ágúst 1970 til 1973, en í millitíðinni annazt kennslu við menntaskóla og starfað við ráðgjafarþjónustu. f stað Þórðar hefur nú verið ráðinn sveitar- stjóri í Gerðahreppi Stefán Ómar Jónsson, verzlunarmaður úr Mos- fellshreppi frá og með 1. janúar 1981. STEFÁN ÓMAR JÓNSSON er fæddur i Reykjavik 4. marz 1955 og eru foreldrar hans Lilja Sigurjóns- dóttir og Jón M. Sigurðsson, kaup- félagsstjóri i Kaupfélagi Kjalarnes- þings i Mosfellshreppi. Stefán lauk prófi frá Samvinnu- skólanum á árinu 1976, starfaði síðan hjá Danska samvinnusambandinu á árinu 1977 og kynnti sér verzlunar- rekstur. Hann hefur starfað undan- farið sem verzlunarstjóri hjá Kaupfé- lagi Kjalarnesþings i Mosfellshreppi. Kvæntur er hann Ástu Sverris- dóttur frá Akureyri, og eiga þau tvö böm. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.