Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 14
með stjórnarskránni, að sjá fyrir þeim, sem ekki eru færir um það sjálfir, ber því að leysa þennan vanda á sem hagkvæmastan hátt. Tilraunir til þess að leysa þennan mikla vanda hafa verið gerðar, og munu verða gerðar um ókomin ár, því að fullsamin verður aldrei nein löggjöf, sem leysir allan vanda, nema um óákveðinn tíma. Tím- arnir breytast og mennirnir með. Viðhorf og kröfur breytast með breyttum tíma. Þótt margt megi betur fara í velferðarmálum aldraðra í dag, þá eru nú- gildandi lög um almennar tryggingar og núgildandi framfærslulög og framkvæmd þeirra algjör stökk- breyting, ef við miðum við ástandið í þessum málum, eins og það var fyrir ca. 40 árum. Breytingin er svo stórstíg á skömmum tíma, að ef áframhaldið yrði í réttu hlutfalli við undanfarandi tímabil, mættum við vel við una. Núgildandi framfærslulög I 1. kafla framfærslulaga nr. 80/1947, um fram- færsluskyldu, segir í 6 gr. svo: „Bóm skulu ala önn fyrir foreldrum sínum, ef þau eru til þess fœr, að svo miklu leyti sem lífeyrir samkvœmt lögum um almannalryggingar og aðrar tekjur hrökkva ekki til. Á sama hátl skulu foreldrar ala önn fyrir börnum sínum 16 ára og eldri. Sama skylda hvílir á kjörforeldrum og kjörbörnum. “ Um þessa grein laganna má segja, að henni sé ekki í mörgum tilfellum fylgt í dag. Auðvitað er mikill fjöldi barna aldraðra foreldra, sem telja það ótví- ræða skyldu sína að vera öldruðum foreldrum stuðningur, á allan hátt, eftir beztu getu. En í dag- legu starfi við velferðarmál aldraðra verður þess oft vart, að aldraðir foreldrar eru mjög ófúsir til að þiggja fjárhagsstuðning frá börnum sínum og neita jafnvel alveg að þiggja þá aðstoð, þótt í boði sé. Þeim mun síður fást aldraðir foreldrar til þess að fara þess á leit við börn sín, að þau veiti þeim þennan fjár- hagsstuðning, ef börnin hafa ekki boðizt til þess að fyrra bragði. Viðhorf manna til þessara mála hefur tekið það miklum breytingum frá fyrri tímum, að nú er talið ómannúðlegt að þvinga aldraða til að þiggja þá 8 hjálp eða aðstoð, sem þeir eindregið hafna. 7. gr. sömu laga hljóðar þannig: „Framfœrslumaður á re'tt á að taka á heimili sitt þau skyldmenni sín, sem honum er lögskylt að framfœra, enda se' ekki öðruvísi fyrir mælt í þessum lögum eða öðrum og heimili framfœrslumannsins ekki aðfinnsluverður dvalar- staður styrkþegans. “ Hins vegar er mér ekki kunnugt um neitt tilfelli, þar sem yfirvald endurkrefur framfærslu aldraðra foreldra hjá framfærsluskyldu barni þeirra, né dæmi þess, að yfirvald þvingi framfærsluskylt barn til að taka annað eða bæði foreldra sinna inn á heimili sitt. Enda má nærri geta, hvernig sú sambúð yrði, ef þvingunum eða valdi væri beitt. Um tilhögun styrkveitinga segir m.a. í 34. gr. framfærslulaga: „Framfœrslustyrk skal veita á þann hátt, að gœtt se' hvors tveggja í einu, hagsmuna almennings og þarfa og velferðar styrkþega. “ Ennþá stendur í núgildandi lögum (35. gr.): „Ekki má halda undirboð á framfœrslu styrkþega. “ Þetta minnir óþægilega á uppboð á hreppsómög- um fyrr á tímum. „Styrkþegum skal veita styrk á þann hátl, að styrkur- inn sé veittur þeim í matvœlum, fatnaði og öðrum nauð- synjum, eða greiddur þeim í þeningum, allt eftir því, sem framfœrslunefnd eða hreþþsnefnd telur bezt henta. Hús- rweði það, sem styrkþega er útvegað og greitt er fyrir af oþinberu fé eða sveitarstjórn leggur til, skal vera sóma- samlegt að dómi héraðslœknis. “ (36. gr.). Ef ráðstafa þarf styrkþega, þá skal honum komið fyrir á góðu heimili, þar sem fer vel um hann, hann látinn fara í sjúkrahús, ef læknir álítur þess þörf, eða honum komið fyrir á vinnuhæli eða atvinnustofnun, sem er undir opinberri umsjón. (37. gr.). Og loks segir, að sóknarprestar, kennarar og hér- aðslæknar skuli líta eftir því, að vel sé farið með alla styrkþega í umdæmi þeirra. (40. gr.). Þyki einhverjum ofangreindra aðila misbrestur vera á því og geti hann ekki með umvöndun komið því í lag, ber honum að kæra málið fyrir lögreglu- stjóra. Framfærslulögin nr. 80 frá 5. júní 1947 eru nú í endurskoðun, og má vænta nýrrar löggjafar um þennan málaflokk, áður en langt um líður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.