Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Blaðsíða 29
VALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR og JÓN BJÖRNSSON, Félagsmálastofnun Akureyrar: KÖNNUN Á ÝMSUM ÚTGJÖLDUM SVEITARFÉLAGA TIL FÉLAGSMÁLA Félagsmálastofnun Akureyrar gekkst á sl. sumri fyrir söfnun upplýsinga um útgjöld nokkurra sveitarfélaga til félagsmála. I júní var sveitarstjórn- um 35 sveitarfélaga ritað bréf og þær beðnar að senda Félagsmálastofnun Akureyrar fjárhagsáætlun sína fyrir árið 1980 í því skyni að gera samanburð á útgjöldum til félagsmála. Fyrsta mánuðinn voru heimtur dræmar, og var þá hringt og beiðnin ítrekuð. í byrjun september höfðu 27 sveitarfélög sent umbeðnar upplýsingar, önnur engar eða ófullnægjandi. Þá þótti ekki hægt að bíða lengur og var hafizt handa við að draga saman þær upplýsingar, sem komnar voru. Seltjarnarnes, Siglufjörður og Eskifjörður eru einu kaupstaðirnir, sem sendu ekki umbeðnar upplýsingar, og Seyðis- fjörður sendi ónógar. Nokkur fámennari sveitarfé- lögin sendu umræðutillögur að fjárhagsáætlun, og voru þær teknar með, en við þau sveitarfélög er merkt sérstaklega í skránni yfir þau (tafla 1). Þegar í upphafi viljum við taka fram, að hafa verður mikinn fyrirvara um áreiðanleik þessara upplýsinga. f fyrsta lagi hefði að sumu leyti verið betra að vinna þær upp úr reikningum ársins 1979 fremur en fjárhagsáætlun fyrir 1980, sem getur hæglega orðið öðruvísi en endanleg niðurstaða reikninga. A móti kemur, að oft er liðið langt á árið, þegar endanlegir og uppgerðir reikningar síðasta árs liggja fyrir. í fjárhagsáætlunum sjást og ýmsir liðir, sem eru nýir hjá minni sveitarfélögunum, t. d. dag- vistarstofnanir, heimilisþjónusta o. s. frv., sem var mikill fróðleikur að, en ekki kemur með í niður- stöðunum. Sérstök athygli er vakin á forsendum vals sveitar- félaganna, sem til var leitað. Auk kaupstaðanna var leitað til allra sveitarfélaga með yfir 1000 íbúa og nokkuð margra fámennari. Þau hafa öll einhvern dálítinn þéttbýliskjarna, sem virðist frumforsenda félagslegrar þjónustu af flestu tagi. Fámennustu sveitarfélögin í könnuninni eru núna mörg að byrja rekstur dagvistarstofnunar, heimilisþjónustu eða annars álíka, sem veruleg reynsla er komin á í stærri sveitarfélögunum. 11 af þessum 27 sveitarfélögum áætla 10 þús. króna eða minna til framfærslu, þar af 5 þeirra ekki eina einustu krónu. Hjá enn minni sveitarfélögum er vafasamt, að nokkur af þessum úrræðum séu til. Tilgangur þessarar könnunar var samanburður milli sveitarfélaga í þessu efni. Því var brugðið á það ráð að umreikna tölur og breyta þeim, skipta niður eða sameina, eftir því sem við átti hverju sinni, til að reyna að gera þær hliðstæðar. Vafasamt er því, að sveitarfélögin þekki allar sínar eigin tölur aftur. Velja varð hvaða þættir félagsmálanna ættu heima í könnuninni og hafna öðrum, og er ekki að efa, að einhverjum líkar ekki valið. Nú verður reynt að gera nánari grein fyrir því, auk þess sem athugasemdir eru gerðar við töflurnar hverja fyrir sig. Vistun af ýmsu tagi var auðvelt að taka með, sömuleiðis framfærslu, heimilisþjónustu og félags- starf aldraðra. Rekstur dvalarheimila fyrir aldraða virðist standa undir sér nema í Reykjavík, Vest- mannaeyjum, Keflavík og Stykkishólmshreppi, og er hann ekki tekinn með. Barnavernd og dagvistun barna er með í könn- uninni (barnavernd sem hluti af „félagsmál,“ en dagvistun barna sem sérstakur liður), en tóm- SVEITARSTJÖRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.