Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Blaðsíða 12
SAMEINING SVEITARFELAGA ríkisvaldinu. Verkefni, sem henta fyrir 2-3 sveitarfélög, t.d. samstarf um grunnskóla, yrðu að leysast meö byggðasamlagi. Það er mat nefndarinnar, að sé horft til framtíðar, þá skili þessi leið minnstum árangri af leiðunum þremur. SVEITARFÉLÖG Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU - TILLÖGUR Niðurstaða nefndarinnar er sú, að við skiptingu þéttbýlissvæða eins og höfuðborgarsvæðisins upp í einingar eru heppileg rekstrar- og þjónustusvæði ým- issa félagslegra málaflokka mun minni en heppileg samstarfssvæði um tæknilega þjónustu, umferðarmál, skipulagsmál o.fl. Hugmynd nefndarinnar er sú, að á höfuðborgar- svæðinu verði stofnað svæðisráð, sem sveitarstjórn- irnar kjósi til. Verkefni þess verði m.a. skipulagsmál, umferðarmál, almannavarnir, almenningsvagnasam- göngur, sorpeyðing, brunavarnir, veitukerfi og e.t.v önnur tæknileg þjónusta. Jafnframt er það tillaga nefndarinnar, að ríkið myndi fela svæðisráðinu nokkur svæðisbundin verkefni til úrlausnar, svo sem lögreglu og sjúkraflutninga. Þá er líka bent á þann möguleika, að við þessa breytingu gæti rlkið hugsanlega falið sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fleiri verkefni, svo sem rekstur heilsugæzlu, framhaldsskóla og e.t.v. sjúkrahúsa. TILLÖGUR UM AÐGERÐIR [ skýrslu nefndarinnar koma fram tillögur um að- gerðir. Nefndin hefur ekki valið á milli 1. og 2. leiðar, en telur, að 3. leið skili ekki tilætluðum árangri. Tillögur um aðgerðir velta á því, hvor leiðin verður valin, en eru þó í stuttu máli eftirfarandi fyrir sveitarfélögin utan höf- uðborgarsvæðisins: 1. Lágmarksíbúatala sveitarfélaga myndi hækka frá því sem nú er og veröa 200 íbúar, ef 1. leið er valin, en ekki verður beitt lágmarksibúatölu, ef 2. leið verður valin. Hugsanlega er til millileið með því að hækka lágmarksíbúatölu upp í t.d. 400 íbúa. 2. Breytingar eru lagðar til á fyrirkomulagi kosningar um sameiningu sveitarfélaga, þ.e. að atkvæði veröi talin sameiginlega í öllum sveitarfélögum á því svæði, sem tiliaga er um að sameina, nema eitt þeirra hafi fleiri en % íbúanna. 3. Reglum um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóös sveitarfélaga vegna sameiningar sveitarfélaga verði breytt. 4. Samræmi verði á milli umdæmamarka sveitarfélaga og stjórnsýslu- og þjónustuumdæma ríkisins. 3. mynd. 2. leið. Dæmi um hugsanlega skiptingu landsins i 25 sveitarfélög utan höfuöborgarsvæðisins. 258

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.