Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Síða 15
SAMEINING SVEITARFÉLAGA
Hörðudalshreppur og
Miðdalahreppur verða
Suðurdalahreppur
Hörðudalshreppur og Miðdala-
hreppur, tveir syðstu hreppar
Dalasýslu, verða sameinaðir í einn
hrepp frá 1. janúar 1992, og heitir
nýi hreppurinn Suðurdalahreppur.
Er þetta tilkynnt með auglýsingu
félagsmálaráðuneytisins frá 14.
nóvember.
[ Hörðudalshreppi voru 45 ibúar
hinn 1. desember 1990, og hafði
ibúatalan þá verið lægri en 50 í
þrjú ár samfleytt. í Miðdalahreppi
voru 100 íbúar hinn 1. desember
1990.
[ Hörðudalshreppi eru nú þrír
hreppsnefndarmenn, en í Mið-
dalahreppi fimm.
Umboð þeirra
fellur niður hinn 1.
janúar 1992, er
hreppsnefnd
Suðurdalahrepps
leysir þá af hólmi,
en hún verður skipuð fimm fulltrú-
um.
Samkomulag varð milli fráfrandi
hreppsnefnda um að bera fram
einn lista við kosningu hrepps-
nefndar Suðurdalahrepps, sem
ráðuneytið ákvað, að fram skyldi
fara 14. desember. Annar listi kom
ekki fram, og hefur fyrsta hrepps-
nefnd hins nýja hrepps því orðiö
sjálfkjörin.
Fyrstu hreppsnefnd Suðurdala-
hrepps skipa:
Guðmundur Gíslason, Geirshlíö
Guðmundur Pálmason,
Kvennabrekku
Þorsteinn Jónsson,
Dunkárbakka
SET SNJÓBRÆÐSLURÖR
• Fullnýtum orku heita vatnsins meö SET -
snjóbræðslurörum undir stéttar og plön.
• SET - snjóbræðslurör eru gerð úr fjölliða
poly propelyne plastefni af viðurkenndri
gerð.
• Hita- og þrýstiþol I sérflokki.
• SET - snjóbræðslurör og hitaþolin
vatnsrör eru framleidd I eftirfarandi
stærðum 20mm, 25mm, 32mm og
40mm.
EYRAVEGI 43•800 SELFOSSI
Box 83 • SÍMI 98-22700 • Fax 98-22099
261