Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Page 33
UMHVERFISMÁL
viö sorphirðu. Ef þessi byggðarlög
taka ekki upp samstarf við stærri
aðila, er allt útlit fyrir, að þessir
smærri aðilar verði að fara fram á
styrki til þess að uppfylla lág-
marksákvæði heilbrigðis- og
mengunarreglugeröa.
Eftir að undirbúningsvinna hefur
verið unnin af sérfróöum aðilum og
allt skipulag liggur fyrir, bæöi í
heild og fyrir hvert byggðarlag, er
einnig hugsanlegt að bjóða út
hönnunarvinnu mannvirkjanna, ef
þaö teldist hagstætt eða eðlilegt,
t.d. vegna tillits til þeirra tækni-
manna, sem óska eftir að vinna að
þessum málum.
Þegar undirbúningsvinnu er lok-
ið og Ijóst er, hvaða leið er hent-
ugust og hagkvæmust fyrir hvert
byggðarlag, er unnt að átta sig á
því, hver stofnkostnaður er og
rekstrarkostnaður á hvern íbúa á
ári. Þá liggur fyrir, hvort viðkom-
andi byggðarlag getur staðið undir
kostnaðinum. Ef einhver vand-
kvæði væru með kostnaðinn, þá
mundu niðurstöður undirbúnings-
vinnunnar leiöa I Ijós, hvaða ráð-
stafanir væru nærtækastar til að
bregöast viö slíkum vanda.
Af ofansögðu má telja, að eðli-
legast sem næsta skref í þessum
málum væri, aö þau sveitarfélög,
sem vilja vinna saman að þessu,
skipi með sér þriggja til fimm
manna stjórn, sem hafi umboð til
að vera sameiginlegur fulltrúi þeir-
ra í þessum málum og hrinda þeim
í framkvæmd. Einnig er hugsanlegt
að skipa stjórn á þann hátt, að
samtök sveitarfélaga í landshlut-
unum tilnefndu einn mann hver og
umhverfisráðuneytið einn mann til
að aðstoða við samræmingu að-
gerða. Ekki er ólíklegt, að vinna
þurfi samhliða að því að setja fram
ýmsar reglur, t.d. um mengunar-
varnir vegna sorphirðu, fyrir hvert
byggðarlag, samhliða því sem
undirbúnings- og rannsóknarvinna
fer fram.
Verkfræðistofa Sigurðar Sig-
urðssonar (VSS) og brezka ráö-
gjafarfyrirtækið LG Mouchel &
Partners Ltd. hafa ákveöið að
bjóða sveitarfélögum háþróaða
ráðgjafarþjónustu til vinnslu undir-
búningsvinnu vegna sorphirðu og
endurvinnslu.
LG Mouchel & Partners Ltd. hafa
í þjónustu sinni um eitt þúsund
verkfræðinga og sérfræðinga, og
hefur fyrirtækið unnið fjölda verk-
efna á sviði sorphiröu og endur-
vinnslu í Bretlandi og á erlendum
vettvangi. Greinarhöfundur, eig-
andi VSS, sem hefur starfað sjálf-
stætt að hönnunar- og ráðgjafar-
störfum frá árinu 1979, hefur
aðaliega sérhæft sig í áætlanagerð
og heildarumsjón með verklegum
framkvæmdum.
Á kynningarfundi sem haldinn
var I Súlnasal Hótel Sögu 21. nóv-
ember sl., voru hugmyndir LG
Mouchel & Partners Ltd. um sorp-
hirðu og endurvinnslu á íslandi
kynntar. Það er von þeirra, sem
stóðu að fundinum, aö hann hafi
orðið málefni þessu til framdráttar.
Vandað merki
Vönduð vinnubrögð
Með nýju ljósritunarvélunum og telefaxtækjunum
mætum við kröfum nútímans og opnum
þér leið að markaði framtíðar.
-jKf-
Konica þjónusta
Viðrekum fullkomna tækni-
og þjónustudeild. Tæknimenn
okkar fylgjast vel
með öllum nýjungum
og tækniþróun og eru því ávallt
með á nótunum. Hjá okkur fáið
þið allar Konica U-BK rekstrar-
vörur og varahluti.
Verið velkomin í söludeild okkar að Siðumúla 23
og kynnið ykkur kosti Konica.
Siðumúla 23 108 Reykjavik Simi: 91-679494 Fax: 91-679492
279