Sveitarstjórnarmál - 01.10.1991, Page 40
HITAVEITUR
Hitaveita Blönduóss:
Frá skömmtun til mælingar
Guðbjartur Á. Ólafsson,
bæjartæknifræóingur
Blönduóss
Hitaveita Blönduóss hóf starf-
semi árið 1977 og nýtti þá
sjálfrennandi vatn frá tveimur bor-
holum á lághitasvæðinu að Reykj-
um í Torfalækjarhreppi um ca. 14
km aðveituæö, en Reykir eru u.þ.b.
100 m hærra yfir sjó en Blönduós.
Á árin'u 1979 var sjálfrennsli hætt
að anna vatnsþörf veitunnar, og
var þá boruð ný hola, nefnd hola
6, og sett í hana dæla árið 1980
svo og afkastamestu holuna, holu
5. Árið 1983 var sett dæla í þriðju
nýtanlegu holuna, holu 4, sem
þjónaði meira sem varaafl í bilun-
artilfellum en aö meira vatns væri
þörf. Niðurdráttur á svæðinu hafði
aukizt jafnt og þétt og illa gengið
að stjórna dælingunni með tilliti til
þrýstings I dreifikerfi og aðveitu-
æð. Var því á árinu 1983 settur upp
hraðastýribúnaður á dælu í holu 5,
en dæla í holu 6 látin ganga stöð-
ugt.
Árið 1986 var dæla I holu 5, sem
er 876 m djúp, komin í 120 m og
vatnsborð við fulla dælingu í 115 m.
Dæla í holu 6, sem er 1676 m
djúp, var komin í 80 m og vatns-
borð við venjulega dælingu í 73
metra dýpt.
Dæla í holu 4, sem er 1186 m
djúp, var í 100 m og vatnsborð 190
m án dælingar, og ekki var hægt
að dæla nema stutta stund á fullum
afköstum, áður en dæla dró loft.
Ljóst var, að í óefni stefndi, og
var nú leitað leiða til að snúa
dæminu við, og var einna helzt
horft til þriggja möguleika:
1. Að byggja kyndistöð (topp-
stöð), sem kæmi inn á álags-
tímum.
2. Að virkja á nýjum stað.
3. Að minnka vatnsnotkun, t.d.
með breyttu sölufyrirkomulagi.
Hemlarnir - skömmtunar-
fyrirkomulagið
Árið 1987 var hemlakerfið orðið
10 ára og hafði á þessum tíma
dregið fram alla ókosti sína:
1. Bilanatíðni var orðin mjög há.
2. „Þekking" notenda á hemlun-
um var orðin mjög útbreidd.
3. Neyzluvatn var misnotað, t.d. í
heita potta.
4. Víxlverkanir gjaldskrár og
skammtakaupa höfðu náð það
langt, að veitan var sögð ein sú
dýrasta á landinu, án þess þó
að allir fengju fullnægjandi
hita.
Gjaldskráin hafði á sínum tíma
gert ráð fyrir, að notandi nýtti 60%
af þeim skammti, sem hemillinn var
stilltur á, en eftir tilraunamælingar
á nokkrum völdum stöðum, lá það
fyrir, að notkunin var eitthvað yfir
100%, sem einnig kom fram í því,
að þrátt fyrir 35 l/sek. dælingu voru
aðeins skráðir kaupendur að 28
l/sek.
Þaö reyndi nokkuð á starfsmenn
veitunnar að sannfæra aðra um, aö
breytt sölufyrirkomulag væri likleg-
asta leiðin að markmiðinu, en
studdir af víösýnni veitunefnd og
brautryðjendastarfi Hitaveitu Akur-
eyrar í sama vanda, var tekin
ákvörðun um að breyta sölufyrir-
komulaginu 1989, þ.e.a.s. að setja
upp rennslismæla í stað hemlanna
og að selja heitt vatn samkvæmt
mældri notkun.
Tonn
100000
80000
60000
40000
20000
0
1. mynd. Grái flöturinn sýnir vatnssparnaö milli áranna 1988 og 1990 á árinu í heild og i
einstökum mánuöum. Eftirtekt vekur, aö sparnaður næst á öllum mánuöum ársins.
286