Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Síða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Síða 17
VERKASKIPTING RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA mönnum sem ráðuneytið efndi til er samningarnir voru undirritaðir við athöfn að Borgartúni 6 í Reykjavík 3. janúar og „það er ekkert smáræði sem sveitarfélögin eru að styrkja sig með þessari yfirtöku," bætti hann við. „Við teljum það henta skjólstæð- ingum okkar betur að fatlaðir séu ekki einangraður hópur heldur í hópi almennra borgara sem njóti þjónustu með svipuðum hætti og aðrir," sagði Einar Njálsson, bæjar- stjóri á Húsavík, við þetta tækifæri. Hann kvað barnaverndarnefndir hafa verið sameinaðar í tvær í Þing- eyjarsýslum og að stefnt væri að sameiginlegri félagsmálastofnun fyrir alla sýsluna. „Reynslan er sú að þá eru starfsmennirnir ekki að bauka við félagsmálin hver í sínu horni eins og einyrkjar heldur styrkja þeir hver annan með því að vinna í teymi," sagði hann. Hinir bæjarstjóramir tóku í sama streng: „Við höfum þegar tekið að okkur heilsugæslu og öldrunarmál," sagði Sturlaugur Þorsteinsson, bæj- arstjóri Homafjarðarbæjar, „og telj- um okkur vera að styrkja stjómsýsl- una enn frekar með því að yfirtaka nú málefni fatlaðra." FRA STJORN SAMBANDSINS Sambandið tekur að sér verkefni á sviði ferlimála Hinn 13. febrúar sl. gerðu félags- málaráðuneytið og sambandið sam- komulag um að sambandið tæki að sér tiltekin verkefni á sviði ferlimála fatlaðra. Gildir samkomulagið frá 1. febrúar 1997 til ársloka 1998 þegar gert er ráð fyrir að sveitarfélög yfir- taki að fullu og öllu málefni fatlaðra frá ríkinu. Samkvæmt samkomulaginu tekur sambandið að sér að annast eftirfar- andi verkefni: a) Leiðbeiningar við stofnanir, fé- lagasamtök, sveitarfélög og hönnuði um hönnun nýbygginga og breyt- ingar á eldri byggingum með tilliti til aðgengis fatlaðra. b) Úttekt á byggingum og um- hverfi með tilliti til aðgengis fatl- aðra. Um getur verið að ræða sjálf- stæða úttekt eða úttekt sem sveitar- félag óskar eftir. c) Námskeiðahald og kynningu á ákvæðum byggingarlaga og skipu- lagslaga og reglugerðum með þeim lögum með tilliti til aðgengis fatl- aðra. d) Störf fyrir nefnd sem starfað hefur á vegum félagsmálaráðuneyt- isins frá árinu 1991 og fjallar um hönnun bygginga með tilliti til að- gengis fatlaðra. I greinargerð ráðuneytisins um samkomulagið segir að markmið þess sé að komið verði á markvissu starfi á sviði ferli- og aðgengismála fatlaðra árin 1997 og 1998. Það verði gert með því að hvetja sveitar- félögin til þess að sinna ferlimálum með skipulegum hætti og að gera áætlanir um nauðsynlegar úrbætur á aðgengi opinberra bygginga, þjón- ustustofnana og gatnakerfi. Af hálfu sambandsins hefur Guð- rún S. Hilmisdóttir verkfræðingur umsjón með þeim verkefnum sem í samkomulaginu felast. Hún hefur viðtalstíma vegna þeirra á skrifstofu sambandsins á mánudögum milli kl. 9 og 12. „Fram til þessa hefur Vestmanna- eyjabær sem reynslusveitarfélag að- eins yfirtekið byggingareftirlit", sagði Guðjón Hjörleifsson, bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum, við þetta tækifæri. „Málefnum fatlaðra fylgir Kertaverksmiðjan Heimaey, sam- býli fatlaðra og meðferðarheimili. Öll nálgun íbúa byggðarlagsins við yfirstjóm slíkra stofnana eykur kröf- ur til þeirra um skilvirka stjómun, og ég er viss um að þessi mála- flokkur kominn heim tryggir betri þjónustu við skjólstæðingana. Og allt eru þetta verkefni sem eiga heima í héraði." BYGGÐARMERKI Ný byggðarmerkja- nefnd Stjóm sambandsins hefur skipað Ólaf Kristjánsson, bæjarstjóra í Bol- ungarvík, sem aðalfulltrúa og Unnar Stefánsson ritstjóra sem varamann hans í fastanefnd um byggðarmerki sem félagsmálaráðherra, Páll Pét- ursson, hefur skipað til fjögurra ára. Aðrir í nefndinni eru Guðný Jón- asdóttir menntaskólakennari og Ingvar Gíslason, fv. menntamála- ráðherra, sem er formaður nefndar- innar. Varafulltrúi Guðnýjar er Elín Pálsdóttir, deildarstjóri í félagsmála- ráðuneytinu, og varafulltrúi Ingvars Sigríður Lillý Baldursdóttir, skrif- stofustjóri í félagsmálaráðuneytinu. Þegar sveitarstjórn ákveður að taka upp byggðarmerki fyrir sveitar- félag ber henni að tilkynna félags- málaráðuneytinu þá ákvörðun sína. Ráðuneytið þarf að staðfesta þá ákvörðun og birtir síðan staðfesting- una og merkið í Stjórnartíðindum. Áður en ráðuneytið gerir það þarf fastanefndin að hafa látið í té já- kvæða umsögn um merkið.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.