Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Qupperneq 13
LIFEYRISMAL
Staða sveitarfélaga vegna breytinga á líf-
eyrissjóðsmálum og tillögur um aðgerðir
Karl Björnsson, bœjarstjóri á Selfossi
I. Inngangur
I nóvember 1995 skipaði fjár-
málaráðherra nefnd til að yfirfara
lífeyrismál opinberra starfsmanna
og þá sérstaklega lög um Lífeyris-
sjóð starfsmanna ríkisins (LSR) og
Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna. Auk
nokkurra fulltrúa fjármálaráðuneytis
voru tilnefndir í nefndina fulltrúar
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja (BSRB), Bandalags háskóla-
rnanna (BHM), Kennarafélags Is-
lands (KI) og Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga (FÍH).
Astæða þess að þessi mál voru
tekin til umfjöllunar er öllunt Ijós.
Gildandi reglur og framkvæmd laga
um iífeyrisréttindi opinberra starfs-
manna hafa leitt af sér gífurlega
uppsöfnun lífeyrisskuldbindinga af
hálfu opinberra launagreiðenda sem
leggjast munu á þá og komandi
kynslóðir með sívaxandi þunga með
hverju ári sem líður ef ekki verður
brugðist við á viðeigandi hátt. Eina
raunhæfa leiðin til þess er að fulln-
usta jafnóðum með samtímagreiðsl-
um þau réttindi sem lífeyrissjóðir
bjóða. Þetta verður nánar skýrt hér á
eftir.
í ljósi þessa setti nefndin sér
ákveðin markmið um breytingar á
gildandi reglum og setti þær fram í
frumvarpi við lok nóvember 1996.
Frumvarpið var samþykkt lítið
breytt í desember sem lög nr.
141/1996.
Helstu atriði nýju laganna, sem
fyrst og fremst fjalla um Lífeyris-
sjóð starfsmanna ríkisins, eru eftir-
talin:
• Stofnuð er ný A-deild við LSR.
• Eldra kerfi er breytt í B-deild og
henni lokað fyrir nýjum starfsmönn-
um.
• Núverandi sjóðfélagar halda
áfram aðild að B-deild ef þeir kjósa
svo.
• Öllum núverandi sjóðfélögum er
boðið að færa sig úr B-deild yfir í
A-deild.
• I A-deildinni verða iðgjöldin
fullnustuð með samtímagreiðslum.
Iðgjöldin verða mun hærri en nú er
og stofnast því ekki til lífeyrisskuld-
bindinga síðar.
• í A-deildinni verða iðgjöldin
samtals 15,5% af öllum launum,
þ.e. hlutur launagreiðanda 11,5% og
launþega 4%, en í B-deild 10% af
grunnlaunum, þ.e. 6% hlutur launa-
greiðanda og 4% hlutur launþega.
Athygli vakti að sveitarfélögum
var hvorki við upphaf málsins né á
vinnslutíma þess boðið að tilnefna
fulltrúa til að taka þátt í störfum
nefndarinnar þrátt fyrir að hlutverk
hennar hefði verið skilgreint þannig
að hún ætti að yfirfara lífeyrismál
opinberra starfsmanna en ekki ein-
ungis að fjalla um lífeyrissjóðsmál
ríkisstarfsmanna.
Það var svo ekki fyrr en 14. nóv-
ember 1996 að mögulegt var að
halda á vegum Sambands íslenskra
sveitarfélaga kynningarfund um fyr-
irhugaðar breytingar á LSR vegna
þess að upplýsingar um málið voru
einfaldlega ekki tiltækar fyrr.
Fundurinn samþykkti að beina
því til stjórnar sambandsins að
þriggja manna starfshópur myndi
kanna áhrif þessara breytinga fyrir
sveitarfélögin og legði fram tillögur
um hvemig þau gætu brugðist við í
tilefni þeirra.
I framhaldi af því skipaði stjóm
sambandsins í þriggja manna starfs-
hóp þá Karl Bjömsson, bæjarstjóra
á Selfossi, Gunnar Rafn Sigur-
bjömsson, starfsmannastjóra í Hafn-
arfirði, og Jón G. Kristjánsson,
starfsmannastjóra Reykjavíkurborg-
ar, en starfshópurinn naut síðar að-
stoðar Vigfúsar Asgeirssonar, sér-
fræðings hjá Talnakönnun hf., og
Garðars Jónssonar, deildarstjóra hjá
sambandinu.
Starfshópurinn skilaði niðurstöð-
um sínum í greinargerð til stjórnar
sambandsins, dags. 16. des. 1996,
sem samþykkti að senda greinar-
gerðina til kynningar hjá sveitarfé-
lögum landsins.
í henni er leitast við að greina
stöðu málsins í aðalatriðum, fjallað
er um helstu valkosti sveitarfélaga í
stöðunni og settar fram tillögur um
framhald málsins sem felast í aðal-
atriðum í því að lagt er til að stofn-
aður verði sameiginlegur lífeyris-
sjóður sveitarfélaga með grunnrétt-
indum og séreignarfyrirkomulagi.
Þegar þessar upplýsingar Iágu
1 39