Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Page 16

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Page 16
LÍFEYRISMÁL greiðenda í opinberu sjóðina verður 11,5% af heildarlaunum þá hækkar iðgjaldshluti þeirra úr 440 millj. króna í 1.260 millj. kr. og þá iðgjöld þeirra í heild úr 770 millj. kr. í 1.590 millj. kr. eða um 820 millj. kr. Framlag launþega hefur verið 220 millj. kr. í almennu sjóðina og 290 millj. kr. í opinberu sjóðina eða 510 millj. króna samtals og hækkar það í 660 millj. kr. ef launþegar greiða 4% af öllum launum í opinberu sjóðina. I þessu sambandi ber að hafa í huga að ef áföllnum lífeyrisskuld- bindingum yrði mætt strax með rétt- um iðgjaldagreiðslum þá myndu skuldbindingarnar ekki safnast upp eins og rúmlega 400 millj. króna aukning í áfallinni skuldbindingu hjá LSR frá 1994 til 1995 vegna starfsmanna sveitarfélaga sýnir, sbr. framangreinda töflu. Þessi aukning var einungis hjá LSR vegna sveitar- félaganna en ekki er ólíklegt að aukning í öðrum opinberum sjóðum vegna starfsmanna sveitarfélaga hafi verið um 600 millj. kr. frá árs- lokum 1994 til ársloka 1995. 6. Samandregnar staó- reyndir úr stöóumati a) Um 21% launþega greiða í op- inbera lífeyrissjóði (ríki, sveitarfé- lög, bankar o.fl.) og njóta lífeyris- réttinda sem talin eru um 50-55% verðmætari en réttindin í almennu lífeyrissjóðunum. b) Um 6.800 af 10.500 stöðugild- um sveitarfélaga (utan kennara) eða um 65% þeirra njóta lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna. c) Hækkun lífeyrisskuldbindinga ríkis og sveitarfélaga milli áranna 1994 og 1995 nam samtals um 10,4 milljörðum króna. Af þeirri fjárhæð nam hlutur sveitarfélaga um 1,0 milljarði króna. Líklegt er að vöxtur þessara skuldbindinga hafi verið af svipaðri stærðargráðu milli áranna 1995 og 1996. III. Vaikostir sveitarfé- laga I greinargerð starfshóps sam- bandsins um lífeyrissjóðsmál frá 16. des. 1996 voru settir fram nokkrir valkostir hvað varðar fyrirkomulag lífeyrissjóðsmála sveitarfélaganna. I samantekt þessari verða þeir ekki allir settir fram á ný heldur einungis þeir sem til greina þykja koma fyrir sveitarfélögin og hugsanlega lýsa þeirri stöðu sem endanlega verður uppi við lok þessa árs eða byrjun þess næsta. Gefin er sú forsenda við þessa umfjöllun að ekki komi til greina að bjóða þeim starfsmönnum sveitarfélaga sem nú búa við lífeyr- isréttindi opinberra starfsmanna eða að öllu óbreyttu hafa möguleika á því vegna stéttarfélagsaðildar sinnar verðmætaminni réttindi en bjóðast hjá LSR. Á grundvelli þessa leitað- ist starfshópurinn við að lýsa kost- um og göllum valkostanna: Valkostur 1: Aðgerðaleysi sveitarfélaga sem felst í aðild að LSR fyrir alla nýja starfsmenn og eldri starfsmenn verði áfram í B-deild ef þeir kjósa. Ekki verði stofnaðar A-deildir við sveitarfélagalífeyrissjóðina og þeir starfræktir áfram með óbreyttu sniði. Valkostur 2: Aðild að LSR fyrir alla nýja starfsmenn og eldri starfsmenn verði áfram í B-deild ef þeir kjósa. Stofnaðar verði A-deildir við sveit- arfélagalífeyrissjóðina með sams konar réttindum. Valkostur 3: Aðild að LSR fyrir alla nýja starfsmenn og eldri starfsmenn verði áfram í B-deild ef þeir kjósa. Sveitarfélagalífeyrissjóðum verði lokað fyrir nýjum félögum og sótt um aðild að LSR fyrir þá og eldri félaga sjóðanna sem kjósa myndu að flytja sig í LSR. Valkostur 4: Stofnaður verði Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna (LOS) með grunnréttindum og séreignarfyrir- komulagi að hluta. Allir starfsmenn sem njóta réttinda í LSR eða sveit- arfélagasjóðum geti valið eftir að- stæðum að vera í A-hluta LOS, sem byggði á 10% grunnréttindum og 5,5% séreign, eða B-deild LOS, (líkt og B-deild LSR) og að sveitar- félagalífeyrissjóðum verði lokað fyrir nýjum félögum. Valkostur 5: Stofnaður verði Lífeyrissjóður 2. mynd. Breyting á iögjaldagreiðslum sveitarfélaga miöaö viö fullnustu lifeyris- skuldbindinga meö samtímagreiöslum á grundvelli A-deildar LSR 1 42

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.