Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Page 18

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Page 18
LÍFEYRISMÁL Frá fundinum á Hótel Sögu 24. janúar sl. Við boröiö hiö næsta sér framan á Guöjón Petersen, bæjarstjóra Snæfellsbæjar, Þorstein Jóhannesson, forseta bæjarstjórnar ísa- fjarðarbæjar, Hjalta Jóhannesson, framkvæmdastjóra EYÞINGS, og Einar Þ. Mathiesen, bæjarstjóra í Hverageröi. Myndirnar frá fundunum tók Unnar Stefánsson. að öll sveitarfélög myndu gerast að- ilar að LSR. 2. Sameiginlegur lífeyrissjóður opinberra starfsmanna, LOS, yrði talinn óæskilega stór á íslenskan mælikvarða með tilliti til tnarkaðs- aðstæðna og með hliðsjón af starf- rækslu annarra innlendra lífeyris- sjóða. 3. LSR er reiðubúinn til að taka við öllurn starfsmönnum sveitarfé- laga í opinberum stéttarfélögum ef þess verður óskað ntiðað við það réttindakerfi sem núgildandi lög marka. 4. Allar líkur eru á að breytingar á lögum um LSR á þann veg að sjóðnum verði skipt í deildir miðað við grunnréttindi og séreign taki nokkur ár ef á annað borð reynist vilji til að óska eftir slíkri breytingu. Sama gildir um breytingar sem fela í sér að sjóðurinn verði lífeyrissjóð- ur allra opinberra starfsmanna, LOS, í stað LSR. 5. Mikill áhugi hefur komið fram hér á landi um stofnun og starf- rækslu séreignarlífeyrissjóða með persónubundnum réttindum sjóðfé- laga. í flestum tilfellum er miðað við að sjóðfélagi njóti grunnréttinda í samtryggingarlífeyrissjóði en kaupi sér viðbótarlífeyrisrétt í sér- eignarsjóði. 6. Bankar og önnur fjármálafyrir- tæki beita sér fyrir því að lög verði sett sem tryggi að séreignarsjóðir verði einungis starfræktir á „frjáls- um markaði“, þ.e. af öðrum en þeim samtryggingarlífeyrissjóðum sem sýsla með fjármagn sjóðfélaga vegna grunnréttinda. 7. Lífeyrissjóðir beita sér fyrir því að fá að stofna séreignardeildir. Fá- ist það ekki hafa þeir möguleika á að eiga og reka fjármálafyrirtæki sem hafa leyfi til starfrækslu sér- eignardeilda. 8. SAL-sjóðimir eru reiðubúnir til að taka við starfsmönnum í stéttar- félögum opinberra starfsmanna enda samþykki viðkomandi stéttar- félög slíkt. Fyrst um sinn verður að miða við 10% grunnréttindagreiðslu en vegna ávöxtunar og réttinda- ávinnslu 5,5% viðbótarhlutarins hjá opinberunr starfsmönnum þarf að semja við eitthvert fjármálafyrirtæki sem hefur leyfi til starfrækslu sér- eignarsjóðs. Sú staða getur breyst ef SAL-sjóðirnir fá leyfi til að reka séreignardeildir. 9. Vegna þess millibilsástands sem skapast hefur hjá mörgum sveitarfélögum í lífeyrissjóðsmálum og á grundvelli ráðlegginga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa þau sveitarfélög sem aðild eiga að LSR gert samninga við þá starfs- menn sem ráðnir hafa verið á þessu ári og eru í opinberum stéttarfélög- um urn að greiða til LSR vegna þeirra miðað við reglur um A-deild sjóðsins. Samkomulagið byggist á heimild LSR og viðkomandi starfs- manns til að flytja iðgjaldagreiðsl- umar yfir í annan sjóð gerist sveitar- félag aðili að öðrum lífeyrissjóði. Grundvöllur samkomulags þessa er að starfsmaðurinn muni njóta í nýj- um sjóði lífeyrisréttinda sem eru jafnverðmæt og A-deildarréttindi í LSR eru nú. 10. Sjóðfélagi í B-deild LSR þarf fyrir 1. desember 1997 að tilkynna sjóðnum ákvörðun um flutning yfir í A-deild að tilskildu samþykki launagreiðanda. Vel fyrir þann tíma verða sveitarfélög því að finna lausn á lífeyrissjóðsmálunum. 11. Ekki verður friður við stéttar- félög opinberra starfsmanna og allar líkur eru á að kjarasamningar náist ekki nema fyrir liggi með skýrum hætti hvert sveitarfélög stefna í líf- eyrissjóðsmálunum. b) Niðurstöður í ljósi framangreinds er nefndin sammála eftirtöldum atriðum: • Að sveitarfélög verði sem allra fyrst að bregðast við með markviss- um hætti breyttum aðstæðum á líf- eyrissjóðsmarkaði. • Að aðgerðir sveitarfélaga megi 1 44

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.