Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Qupperneq 19

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Qupperneq 19
LÍFEYRISMÁL ekki rýra verðmæti þeirra lífeyris- réttinda sem starfsmenn í opinber- um stéttarfélögum sveitaifélaga búa nú við. • Að við aðgerðir sínar miði sveit- arfélög við að starfsmönnum verði tryggður grunnlífeyrisréttur í sam- tryggingarsjóðum en það sem um- fram er fari til séreignarsjóða eða til séreignardeilda samtryggingarsjóða. • Að sveitarfélög með sjálfstæða lífeyrissjóði geti ekki til lengri tfma litið einungis boðið starfsmönnum sínum hefðbundin B-deildarréttindi með tilheyrandi uppsöfnun lífeyris- skuldbindinga. • Að sveitarfélög sem nú eiga aðild að LSR og þau sem starfrækja eigin sjóði beri að nýta sér þær aðstæður sem nú eru uppi og breyta fyrir- komulagi lífeyrissjóðsmála sinna. • Að allar breytingar á lífeyris- sjóðsmálum stéttarfélaga opinberra starfsmanna verði gerðar í góðu samráði við viðkomandi stéttarfélög og heildarsamtök þeirra. • Þar sem óeðlilegt er talið að sveitarfélög beri ábyrgð á lífeyris- réttindum starfsmanna sinna með breytilegu iðgjaldi er eðlilegt að stefna að því við útfærslu tillagna um breytt fyrirkomulag í lífeyris- málum sveitarfélaga að fella út ábyrgðina. c) Framvinda málsins Nefndin telur einsýnt að lífeyris- sjóðsmál sveitarfélaga þróist með eftirtöldum hætti í nánustu framtíð: • Að sveitarfélög sem það kjósi stofni sameiginlegan lífeyrissjóð sveitarfélaga (LS). Reglur um líf- eyrisréttindi sjóðfélaganna yrðu sniðnar eftir grunnreglugerð SAL- sjóðanna. Lífeyrisiðgjöld yrðu því samtals 10% af heildarlaunum starfsmanna, þ.e. 4% iðgjald laun- þega og 6% iðgjald sveitarfélaga. Til viðbótar greiði sveitarfélagið 5,5% í séreignardeild LS eða tryggi með öðrum hætti séreignarfyrir- komulag þess hluta lífeyrisspamað- arins í samráði við starfsmenn. • Að sveitarfélög sem það kjósi taki upp viðræður við einhvern SAL-sjóð á grundvelli gildandi reglna um slíka sjóði. Lífeyrisið- gjöld yrðu því samtals 10% af heild- arlaunum starfsmanna, þ.e. 4% ið- gjald launþega og 6% iðgjald sveit- arfélaga. Til viðbótar greiði sveitar- félagið 5,5% í séreignardeild eða tryggi með öðrum hætti séreignar- fyrirkomulag þess hluta lífeyris- sparnaðarins í samráði við starfs- menn og viðkomandi SAL-sjóð. d) Tillögur um nœstu skref Lagt er til að Samband íslenskra sveitarfélaga feli lífeyrissjóðsnefnd- inni umboð til að vinna áfram að fullvinnslu málsins og veiti henni jafnframt heimild til að ráða sér- fræðing sér til aðstoðar. Hlutverk hans verður annars vegar að leiða saman þau sveitarfélög sem áhuga hafa á stofnun lífeyrissjóðs sveitar- félaga og hins vegar að aðstoða þau Á fundi stjórnar sambandsins hinn 18. apríl var kynnt samkomu- lag sem formaður hafði gert við for- mann Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) um lífeyrismálin. Samkomulagið er þess efnis að komið verði á fót sex manna nefnd með þremur mönnum frá hvorum aðila, sambandinu og BSRB, með það hlutverk: • að fjalla um framtíðarskipan líf- eyrissjóðsmála sveitarfélaganna, • að tryggja að lífeyrisréttindi starfsmanna sveitarfélaganna rýrni ekki frá því sem nú er og verði jafn- gild þeim réttindum, sem breytingar á LSR hafi haft í för með sér, • að fjalla um kosti og galla mis- munandi lífeyriskerfa og kynna nið- urstöðu þeirrar umfjöllunar fyrir sveitarfélög sem ákveða að fara aðr- ar leiðir í lífeyrismálum svo sem að semja við SAL-sjóði í viðkomandi Iandshlutum. Gert er ráð fyrir að hluti nefndar- innar myndi framkvæmdanefnd sem haldi reglulega samráðsfundi með fulltrúum heildarsamtaka stéttarfé- laga opinberra starfsmanna um mál- ið. Stefnt skal að því að endanlegar niðurstöður liggi fyrir eigi síðar en við lok septembemiánaðar 1997. Ályktun fulltrúarádsins Á fundi fulltrúaráðsins sem hald- inn var 21. og 22. mars sl. var síðan gerð ályktun um lífeyrismál sveitar- félaga þar sem tekið er undir tillög- ur starfshópsins og er ályktunin birt annars staðar í þessu tölublaði með öðrum ályktunum fundarins. sveitarstjórnum og aðildarfélögum BSRB. ' Nefndin skal ljúka störfum eigi síðaren 1. október 1997. Af hálfu sambandsins hefur stjóm þess skipað í nefndina þá Jón G. Kristjánsson, starfsmannastjóra Reykjavíkurborgar, eftir tilnefningu borgarinnar, Karl Bjömsson, bæjar- stjóra á Selfossi, og Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, starfsmannastjóra Hafnarfjarðarbæjar. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur skipað í nefndina þau El- ínu Björgu Jónsdóttur, formann Samflots bæjarstarfsmanna, Sjöfn Ingólfsdóttur, formann Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar, og Ögmund Jónasson, formann BSRB. Nefnd um framtíðarskipan lífeyrismála sveitarfélaga 1 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.