Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Page 31
FRÆÐSLUMAL
skólalóðinni."
2. verðlaun, og þar með
hönnun Borgaskóla, hlutu
arkitektarnir Arni Kjartans-
son og Sigbjöm Kjartansson
hjá KÍM sf. og arkitektarnir
Jóhannes Þórðarson og Sig-
urður Halldórsson hjá Glámu
sf.
Umsögn dómnefndar um
þessa tillögu var m.a. eftirfar-
andi:
Tillaga höfunda fellur vel
að forsögn dómnefndar sem
lausn á heildstæðum, einsetn-
um grunnskóla. Þeim tekst
vel að samræma sveigjan-
leika skólans og skólastarfs-
ins. Form aðalbyggingarinn-
ar og staðarval hennar skapar
skjólgóð leiksvæði og skóla-
lóðin er vel skipulögð og
auðvelt að hafa yftrsýn yftr hana frá skólahúsinu. Um-
ræðan um einsetinn gmnnskóla og aukna kennslu nem-
enda hefur ekki síst snúist um stöðu verk- og listgreina í
skólakerfinu. Flestir aðhyllast þá skoðun að í skóla fram-
tíðarinnar beri að leggja meiri áherslu á þessa þætti.
Hugmynd tillöguhöfunda um sjálfstætt verkgreinahús
undirstrikar þessa hugsun um leið og slíkt staðarval auð-
veldar aðgengi hennar utan hefðbundins skólatíma.
3. verðlaun, og þar með hönnun Víkurskóla, hlaut Sig-
urður Gústafsson arkitekt.
Umsögn dómnefndar um þessa tillögu var m.a. eftir-
farandi:
Meginhugmynd tillögunnar sem sjálfstætt „þorp“ á
skólalóðinni, með þarfir bamanna í fyrirrúmi, er í senn
frumleg og skemmtileg og hún verkar einnig hvetjandi
fyrir starfsemi skólans. Tillagan er að mörgu leyti spenn-
andi en líklega dýr í útfærslu. Hún vitnar til fornrar
byggingarhefðar, en er þó með nútímalegu útliti. Tillag-
an tekur tillit til þarfa mismunandi aldurshópa og
„þorpshugmyndin'1 er líkleg til að takast í útfærslu, ef
vel verður á haldið. Miðrýmið býður upp á mikinn
sveigjanleika og ákveðna blöndun aldurshópa, sem
stjómendur skóla geta þó stýrt eftir áherslum á hverjum
tíma.
Lokaorö
Verðlaunatillögumar byggja allar á þeim gmndvallar-
markmiðum, sem sett vom fram í forsögn að bygging-
unni, en em mjög ólíkar að gerð og útliti. Þær sýna á
mismunandi hátt sjálfstæðar hugmyndir hönnuða um
leiðir að hinum faglegu markmiðum, sent gefa skóla-
stjórnendum möguleika á að vera með breytilegar
áherslur í skólastarfinu.
Það var sett fram metnaðarfull forsögn um tveggja
hliðstæðu grunnskóla og horft til framtíðar varðandi
bygginguna. Það er mikilvægt að ytri rammi skólastarfs-
ins, þ.e.a.s. byggingin, sé vel af hendi leystur og gefi
kost á sveigjanleika hvað varðar innra fyrirkomulag og
starfshætti.
Ymis nýmæli koma þama fram eins og „tæknistofa"
og aukin áhersla á list- og verkmennt. Við dæmdum nt.a.
út frá skjólmyndun á lóð og dæmdum teikningar úr leik,
sem mynduðu skúmaskot, til að hindra hættu á einelti á
skólalóðinni. Þá vildum við að skólinn yrði miðstöð í
hverfmu og hannaður þannig að íbúar ættu greiðan að-
gang að húsinu utan hefðbundins skólatíma.
Þá hefur fræðsluráð Reykjavíkur sett á laggimar nefnd
til að útfæra 6-7 stunda vinnudag nemenda og verður til-
raun gerð næsta haust í 2-3 skólum.
Samkeppnin um grunnskóla í Borgarholtshverfunum
hefur ekki aðeins fært okkur góð skólahús, heldur einnig
sýnt og sannað að hönnunarsamkeppni með kostnaðar-
stýringu er raunhæfur kostur.
Það verður stór stund þegar við tökum byggingu
Engjaskóla í notkun 1. september nk. Það er langt síðan
skólabygging í Reykjavík hefur verið tekin í notkun full-
búin, algengara hefur verið að byggja skólana í áföngum.
Það var mjög mikil vinna að sitja í dómnefnd um svo
margar tillögur en varla hægt að hugsa sér skemmtilegri
vinnu. Ég vil nota tækifærið að þakka öllum þátttakend-
um framlag þeirra svo og félögum mínum í dómnefnd-
inni, ritara og ráðgjöfum nefndarinnar.
1 57