Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Síða 33

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Síða 33
FRÆÐSLUMAL ingarlag, fyrirkomulag, stærð og kostnað. Hönnun grunnskóla hefur hins vegar ekki verið sam- keppnisverkefni hérlendis í seinni tíð, og reyndar aldrei í minni undirritaðs. Það var því kærkomin nýjung þegar Reykjavíkurborg ákvað að fara í samkeppni um hönnun nýs einsetins grunnskóla í Engjahverfi í Reykjavík. Þá var það ekki síður ákaflega nrikilvægt framlag á tímum einsetningar og tilfærslu grunnskólanna frá ríki til sveit- arfélaganna. Það ber að þakka Reykjavíkurborg fyrir að hafa stigið þetta mikilvæga skref. Samkeppnin Samkeppnin var tveggja þrepa samkeppni, þ.e.a.s. fyrst var opin samkeppni og síðan samkeppni um valdar tillögur úr fyrra þrepi. í fyrra þrepi var leitað að hug- myndum um lausn verkefnisins skv. kröfum keppnislýs- ingar. I síðara þrepi voru höfundar beðnir að gera nánari grein fyrir tillögum sínum í stærri mælikvarða og jafn- framt aðlaga þær að athugasemdum dómnefndar. Alls bárust 54 tillögur í fyrra þrepi og af þeim voru síðan valdar 6 tillögur til áframhaldandi úrvinnslu og samkeppni. Reynsla Við bjuggum að mjög dýrmætri reynslu er kom að þátttöku í samkeppninni. Auk þátttöku í fjölda sam- keppna þá hafði teiknistofan þá þegar hannað Setbergs- skóla í Hafnarfirði og Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Þær byggingar eru þó unnar frá byrjun í samvinnu við verk- kaupa svo sem venja er þegar hönnuðir eru valdir beint til ákveðinna verkefna. Þar unnum við í samvinnu við verkkaupa að gerð rýmisáætlana, kostnaðarskilgreining- ar og annarra þeirra þátta sem grundvalla hönnunina. Sú vinna ásamt hönnunarvinnunni og byggingarferlinu hef- ur gefið okkur reynslu sem tvímælalaust hafði afgerandi áhrif við lausn samkeppnistillögunnar og skilaði þeim árangri sem raun ber vitni. Forsendur Svo sem venja er í samkeppni af þessu tagi þá lágu hins vegar allar forsendur Reykjavíkurborgar fyrir í keppnislýsingu. Verkaupi hafði þar mótað þann ramma sem hann vildi að hönnuðir ynnu eftir hvað snerti stærð einstakra rýma, heildarstærð mannvirkisins og áætlað hámarkskostnaðarviðmið. Sér í lagi var kostnaðarþáttur- inn mikilvæg forsenda í gögnum verkkaupa í seinna þrepi. Þátttakendur áttu m.a. að magntaka hver sína til- lögu af mikilli nákvæmni og vinna kostnaðaráætlun út frá þeirri magnskrá. Þátttakendur bentu dómnefnd á að þessi vinna væri ákaflega kostnaðarsöm og tímafrek og að á þessu stigi hönnunar væri stærð byggingarinnar í fermetrum og rúmmetrum eini raunhæfi mælikvarði hugsanlegs byggingarkostnaðar. Aætlanir hönnuða væri auk þess ekki hægt að bera saman þar sem hverjum hönnuði er í raun frjálst að túlka einstaka kostnaðarliði eftir því markaðsverði sem honum hentar. Réttara væri að gera hönnuðum kleift að nýta tímann og fjármagnið til að útfæra tillögur sínar og þannig ná fram hagstæðum, fallegum, einsetnum skóla innan kostnaðarramma. Þess- um tilmælum var vel tekið og fallið frá kröfu um skil magntöluskrár í seinna þrepi. Að baki tillögugerð í samkeppni liggur mikil og ólaunuð vinna. Þátttakan byggir á vinningsvoninni einni og sér, eða a.m.k. þátttöku í síðara þrepi sem var launuð. Þátttökuna má því að vissu leyti líkja við happdrætti. Heildarvinningsupphæðinni var skipt jafnt milli þeirra sex sem komust áfram í seinna þrepið. Ætla má að við höfum samtals notað um 800 vinnustundir í tillögugerð- ina í báðum þrepum. Um 350 tíma í fyrra þrepið og 450 í seinna. Það samsvarar um 5-6 mannmánuðum. Vinna okkar í fyrra þrepinu fólst fyrst og fremst í leit að sterkri hugmynd sem best sameinaði alla þá áherslu- þætti, stóra og smáa, sem lagðir voru til grundvallar. Kröfur verkkaupa um ákveðna stærð og kostnaðarþak, kröfur notenda um ákveðið samhengi og flæði milli ein- stakra rýma, samnýtingu o.þ.h. Umhverfið gerði kröfur til aðlögunar að staðháttum, s.s. aðliggjandi byggð, hæð- arlegu, aðkomu, veðráttu o.s.frv. Loks eru það kröfur annarra hönnuða varðandi burðarþol, lagnaleiðir o.fl. Með alla þessa þræði í höndunum hófumst við handa við að flétta saman einhvers konar byggingu sem best sam- einaði alla þessa þætti í eina heilsteypta, sannfærandi heild. Seinna þrepið kallaði fyrst og fremst á útfærslu á þeim atriðum sem dómnefnd gerði athugasemdir við og svo nánari afmörkun stærða sem fyrst og fremst gefur vís- bendingu um byggingarkostnað á þessu stigi hönnunar- innar. Markmið Við hönnun skólans leituðumst við við að skapa bygg- ingu sem bæri með sér tíðarandann og yfirbragð nútím- ans með áherslu á námsumhverfí sem endurspeglaði þá fjölbreytni og rýmisleg gæði sem grunnskólum landsins ber að tryggja. Markmiðið var að skapa „opna“ bygg- ingu sem Iegði áherslu á og auðveldaði góð tengsl milli allra árganga. Við lögðum ríka áherslu á að umhverfi nemenda utan kennslustunda til félagsstarfa og almennrar viðveru í skólanum væri bæði líflegt og hvetjandi. I heilsdagsnámi í einsetnum skóla er þetta eitthvert mikilvægasta rými stofnunarinnar að okkar mati. Kostnaðarþátturinn var að sjálfsögðu einnig ráðandi afl, svo og tillit til hugsanlegs rekstrarkostnaðar. Þar var heildarstærð byggingarinnar eini raunhæfi mælikvarði byggingarkostnaðar. Hönnunin Lóðin, aðkotna og umhverfi Uthverfi borga og bæja nú á tímum eru samsett af gíf- urlega fjölbreyttum og mjög ólíkum byggingum í formi, 1 59

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.