Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Page 34

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Page 34
FRÆÐSLUMÁL áferð og efnisvali. Það er skoðun okkar að þetta um- hverfi þarfnist bygginga sem eru agaðar og ákveðnar. Stofnanir og önnur afgerandi mannvirki í þessum nýju hverfum eiga að skapa festu og gefa viðkomandi bæjar- hluta ákveðin einkenni. Það er ætlun okkar við hönnun Engjaskóla að nýbyggingin gegni þessu hlutverki í Engjahverfi. Skólabyggingar eru þær stofnanir þjóðfé- lagsins sem börnin kynnast fyrst á lífsleiðinni og þá gjaman í tengslum við sitt nánasta umhverfi. Staðarval nýbyggingar Engjaskóla í austurjaðri lóðar- innar tengir bygginguna aðliggjandi íbúðabyggingum. Lengd byggingarinnar og hæð (tveggja hæða) að austan- verðu, gegnt aðliggjandi lágreistri raðhúsabyggð, gefur henni festu og styrkir umhverfið. Byggingin er hins veg- ar lægri (einnar hæðar) að vestan sem gefur mildara yf- irbragð gagnvart skólalóðinni og aðliggjandi opnum svæðum. Þessi lega skapar jafnframt mesta og heilleg- asta rýmið á lóðinni og myndar skjól á leiksvæðum fyrir austanáttinni sem er ríkjandi vindátt á svæðinu. Aðalað- korna akandi umferðar er frá Vallengi að norðurhluta lóðarinnar. Þar er jafnframt sérstök aðkoma fyrir umferð foreldra sem aka bömum sínum til og frá skólanum. Klapparholtið vestast á lóðinni verður varðveitt og er ætlunin að nýta það umframgrjót sem til verður við framkvæmdimar til hleðslu fláa og hugsanlega veggja rnilli hinna ýmsu mismunandi leiksvæða á skólalóðinni. Byggingin trappar sig innbyrðis í takt við hæðarlegu landsins en við það verður jarðrask í algjöru lágmarki. Lóðinni er deilt í mismunandi leiksvæði og miðast við að yngstu nemendumir séu næst skólanum og norðurinn- gangi en þeir eldri fjær og í tengslum við suðurinngang. Gróðurbelti mynda skjól og rými fyrir leiksvæðin. Mið- svæði lóðarinnar framan við samkomusal nýtist til leikja sem og útisamkomuhalds fyrir skólann og hverfið í heild 1 60

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.