Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Qupperneq 42
UMHVERFISMAL
3. mynd.
• Hreinsa náttúruminjasvæði fyrir haust 1999.
• Losun gróðurhúsalofttegunda aukist ekki næstu
5 árin.
5. Framkvœmdaáætlun
Þegar stefnumið sveitarfélags eru ljós þarf að gera
framkvæmdaáætlun til að ná settu marki. Framkvæmda-
áætlun þarf að vera skýr og raunhæf og leiða til þess að
markvisst sé stefnt að árangri í umhverfismálum. Mikil-
vægt er að kostnaður og ábati af fyrirhugaðri fram-
kvæmdaáætlun sé metinn til að velja skilvirkasta og
raunhæfasta kostinn fyrir sveitarfélagið.
Umhverfisrýni á svæði sveitarfélaga auðveldar þeim
að mynda sér skýra stefnu í umhverfismálum og er
veigamikill þáttur í því ferli að samræma umhverfismál,
skipulag og byggða- og atvinnuþróun. Einnig verða
sveitarstjómir í mun betri aðstöðu til að taka skilvirkan
þátt í mati á umhverfisáhrifum framkvæmda og almenn-
um skipulagsmálum sem tengjast sveitarfélaginu.
Stefnumið sveitarfélags gera grein fyrir því hvernig
stefnt er að því að samræma náttúruvemdarsjónarmið og
nýtingu auðlinda, sem er grundvöllur fyrir stöðugri og
aukinni velferð íbúa sveitarfélagsins.
Ávinningur sveitarfélaga af umhverfis-
málum?
Hægt er að ímynda sér að sveitarfélag standi frammi
fyrir því að markmið um uppbyggingu atvinnusvæðis og
markmið um að auka ferðaþjónustu stangast á. í slíku til-
felli getur ofangreint ferli aðstoðað við ákvörðun sveitar-
stjómar og mótun langtímastefnu sveitarfélagsins í urn-
hverfismálum með tilliti til uppbyggingar atvinnustarf-
semi.
Ef aðstæður eru þannig að uppbygging atvinnusvæðis
getur valdið spjöllum á náttúruminjum, auðlindum og
landslagi, sem eru mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu, er
nauðsynlegt að marka framtíðarstefnu um landnotkun.
Þar kæmi meðal annars fram val svæða sem eru við-
kvæm, þýðingarmikil fyrir ferðaþjónustu, mikilvæg fyrir
atvinnuþróun og best til þess fallin að standa að upp-
byggingu ýmiss konar atvinnustarfsemi. Einnig þarf að
tilgreina kostnað við uppbyggingu ferðaþjónustu og at-
vinnusvæðis og hvernig sá kostnaður dreifist á íbúa
sveitarfélags. Gera þarf grein fyrir því hver áhrif at-
vinnustarfsemi hefði á náttúruna og samfélag og áhrifum
ferðaþjónustu á fyrirhugaða atvinnustarfsemi og þá sem
fyrir er.
Þegar upplýsingar umhverfisrýni liggja fyrir og tekið
hefur verið tillit til afstöðu íbúa getur sveitarstjóm sett
fram forgangslista framkvæmda ásamt kostnaðaráætlun
þeirra og á þeim grunni er mörkuð stefna í umhverfis-
málum. Með henni er tekin ákvörðun um skipulag at-
vinnusvæðis og uppbyggingu ferðaþjónustu, s.s. hvar
færa á uppbyggingu iðnaðarsvæðis frá viðkvæmum
svæðum og þeim sem hafa mikilvægt gildi fyrir ferða-
þjónustu svæðisins.
Með þessu fyrirkomulagi er reynt að samræma mark-
mið í umhverfismálum og hagræn markmið þannig að
bestur árangur náist til skemmri og lengri tíma. Grund-
völlurinn er góð skipulagning og skilvirk stefnumótun.
1., 2. og 3. mynd sýna mismunandi áherslur í skipulagi
ákveðins landsvæðis. Að undangenginni úttekt geta
sveitarfélög sett frarn nokkra kosti við skipulag svæðis.
Ibúar og sveitarstjómir þurfa síðan að vega og rneta kosti
og galla þeirra og velja þann kost sem samrýmist best
stefnumiðum sveitarfélagsins.
Lokaorö
Umhverfismál eru víðtækur málaflokkur sem krefst
samvinnu sveitarfélaga, fyrirtækja og almennings. I um-
hverfismálum axla sveitarstjómir mikla ábyrgð gagnvart
umhverfi og íbúum sveitarfélags. Til þess að ná árangri
er mikilvægt að sveitarfélög verði leiðandi afl í umhverf-
ismálum og stuðli að farsælli þróun í heimabyggð sinni.
1 68