Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Page 45

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Page 45
BYGGÐAMAL ICE-REGIONS verkefiiið: Sóknarfæri landsbyggðarinnar Sigurður Tómas Björgvinsson, deildarstjóri hjá Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna Um þessar mundir er að hefjast umfangsmikið samstarfsverkefni á landsbyggðinni sem fengið hefur styrk úr sjóðum Evrópusambands- ins (ESB). Verkefnið, sem hlotið hefur nafnið ICE-REGIONS hér á landi, er eitt af 80 svokölluðum RITTS-verkefnum (Regional Innovation and Technology Trans- fer Strategy), sem ESB liefur valið um alla Evrópu. Verkefnið, sem stendur yfir í tvö ár, felst m.a. í því að erlendir og innlendir ráðgjafar vinna ásamt heimamönnum að út- tekt á stoðkerfi atvinnulífsins, þ.e.a.s. þeim tæknistofnunum sem veita atvinnulífinu þjónustu, og framkvæma þarfagreiningu fyrir- tækja á völdum landsvæðum. I kjöl- farið fer fram stefnumótun á sviði nýsköpunar, tækniyfirfærslu og at- vinnuþróunar. Markmiðið með verkefninu er m.a. að opna dyr fyrir þá sem áhuga hafa á að nýta sér frekar samstarfsverkefni og nýsköp- unarsjóði ESB. Forsaga Verkefnið á sér langa og nokkuð sérstaka forsögu, því tveir ótengdir hópar voru samtímis að leita að verkefni á þessu sviði. Sumarið 1995 hafði Guðmundur Örn Ing- ólfsson hjá fiskeldisfyrirtækinu Máka hf. á Sauðárkróki fengið já- kvætt svar um styrkveitingu frá ESB og hóf hann í samvinnu við starfsmenn Kynningarmiðstöðvar Evrópurannsókna í Tæknigarði, Jón Magnússon hjá Byggðastofnun á Sauðárkróki og Baldur Valgeirsson hjá Iðnþróunarfélagi Norðurlands vestra að leita að verkefnum sem gætu nýst kjördæminu til eflingar nýsköpunar og atvinnuuppbygging- ar. A sama tíma var hópur á Selfossi í svipuðum hugleiðingum, en þar hafði verið stofnað verkefnið Suður- land 2000 í byrjun árs 1995. Þessi hópur var undir forystu þeirra Óla Rúnars Ástþórssonar hjá Atvinnu- þróunarsjóði Suðurlands, Þorvarðar Hjaltasonar hjá Samtökum sunn- Ienskra sveitarfélaga og Þorsteins Inga Sigfússonar, prófessors við Háskóla íslands, frumkvöðuls Suð- urlands 2000. Auk áðurnefndra aðila komu sam- tök atvinnurek- enda, launþega, bænda, sveitarfé- laga og ýmsar menntastofnanir í kjördæmunum að málinu og eru að- ilar að verkefninu. Staðfestar upp- lýsingar um að raunhæft væri að senda umsókn í áðumefnt RITTS- verkefni fengust ekki fyrr en í nóv- ember 1995 og því var lítill tími til stefnu þar sem umsóknarfrestur var til 15. desem- ber 1995. Hópar úr öðrum kjör- dæmum komu einnig að málinu en ekki vannst tími til þess að Ijúka nauðsynlegri undir- búningsvinnu þannig að þeir gætu verið með í umsókninni. Kaflaskil urðu í umsóknarvinnunni þegar Byggðastofnun, að frumkvæði Sig- urðar Guðmundssonar, ákvað að taka þátt og vó það mjög þungt í hinni jákvæðu afgreiðslu ESB. Auk áðurnefndra hópa á Suðurlandi og Norðurlandi vestra og Byggðastofn- unar voru Verkfræðistofnun Há- Gífurleg áhersla er lögö á rannsóknarstarfsemi sem fram fer i mörgum rannsóknarstofum og fyrirtækjum í aöildarríkjum Evrópusambandsins. 1 7 1

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.