Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Blaðsíða 49

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Blaðsíða 49
ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVIST íþróttasalir í Öxarfirði Ingunn St. Svavarsdóttir sveitarstjóri Með níu mánaða millibili hafa verið teknir í notkun tveir íþróttasal- ir í Öxarfirði, annars vegar við Lundarskóla og hins vegar við grunnskólann á Kópaskeri. Þvílíkur munur að geta nú boðið nemendum okkar, sem búa á mjög dreifðu svæði, þ.e. frá Melrakka- sléttu að Tjömesi, eða með um 80 km millibili, upp á slíka aðstöðu til íþrótta og leikja og okkur sjálfum að hafa nú loks möguleika á að halda stórsamkomur eins og Góugleðina í okkar eigin hreppi, en það hefur okkur ekki verið fært eftir samein- ingu hreppanna - fólkið hefur hvergi komist fyrir. Eflaust þykir einhverjum undar- legt að byggðir skyldu tveir „ófull- komnir" salir en ekki „löglegt" og myndarlegt íþróttahús. Samanlagður kostnaður þessara tveggja sala er þó ekki meiri en við eitt hús, þ.e. á bil- inu 43^44 milljónir króna. Ákvörðun okkar byggist fyrst og fremst á því að við vorum að byggja aðstöðu fyrir íþróttakennslu við skólana okkar en ekki keppnishæft hús. Reyndar er blakvöllurinn í „Aðalbimi", íþróttasalnum í Lundi, löglegur hvað stærð og lofthæð varðar, en engin áhorfendaaðstaða er fyrir hendi, svo stæði meðfram veggjum verða að duga okkur. Kelduneshreppur stendur ásamt Öxarfjarðarhreppi að Lundarskóla og eru eignarhlutföllin 70% fyrir Öxarfjarðarhrepp og 30% fyrir Kelduneshrepp. íþróttasalurinn í Lundi Vígsla íþróttasalarins í Lundi fór fram hinn 17. júní sl. ár og tókst vel í alla staði. Dagskráin, sem undirbú- in var af menningarmálanefnd í samráði við greinarhöfund, var svohljóðandi: Hátíðina setti Róbert Boulter með stuttu ávarpi og stjómaði síðan dag- skránni sem á eftir fór. Björn Guðmundsson, oddviti Kelduneshrepps, rakti nokkuð ítar- lega byggingarsögu Lundarskóla. Benedikt Kristjánsson flutti síðan ávarp fyrir hönd byggingamefndar og afhenti lykla að húsinu. Séra Eðvarð Ingólfsson flutti há- tíðarræðu. Auður Aðalbjamardóttir flutti ávarp fjallkonunnar. Erla Óskarsdóttir hreppstjóri af- hjúpaði skjöld með nafni hússins, en það er nefnt eftir Aðalbimi Gunn- laugssyni, sem lengi var skólastjóri og kennari við skólann og ung- menna- og æskulýðsleiðtogi Norð- ur-Þingeyinga um áratugaskeið. Brynjar Halldórsson, formaður menningarmálanefndar, minntist Aðalbjamar með nokkrum orðum. Séra Eðvarð Ingólfsson blessaði húsið. Þorbjörg Bragadóttir, kennari við Lundarskóla, stjómaði hljóðfæraleik nokkurra nemenda tónlistarskólans. Hulda Gunnlaugsdóttir færði skólanum gjöf fyrir hönd aðstand- enda Aðalbjöms Gunnlaugssonar. Þá fór fram blakkeppni milli heimamanna og Dalvíkinga og lyktaði með sigri heimamanna, sem var vel við hæfi. Kvenfélag Öxfirð- inga sá svo um myndarlegt veislu- 1 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.