Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Síða 52

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Síða 52
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM 20. aðalfundur SSH haldinn í Hlégarði í Mosfellsbæ Frá aöalfundinum í Hlégaröi. Viö borðiö sitja, vinstra megin, Valgerður Siguröardóttir, bæjarfull- trúi í Hafnarfirði, Kristján Pálsson, alþingismaöur í Reykjaneskjördæmi, Kolbrún Jónsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi í Kjalarneshreppi, Jón Pétur Líndal, varafulltrúi i hreppsnefnd Kjalarnes- hrepps og fv. sveitarstjóri þar, og Jónas Vigfússon, núv. sveitarstjóri. Handan þeirra sitja Helga Bára Karlsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi í Kjalarneshreppi, Árni Mathiesen alþingismaöur í Reykja- neskjördæmi, og Jóhann G. Bergþórsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfiröi. Jónas Egilsson, framkvœmdastjóri SSH Samgöngumál voru aðalumræðuefni 20. aðalfundar SSH, sem haldinn var í Hlégarði 19. okt. 1996. Einnig var lögð fram skýrsla nefndar sem vann að endurskoðun á starfsemi samtakanna. Samgöngumál Halldór Blöndal samgönguráðherra var fyrstur fjögurra framsögumanna um sam- göngumál á höfuðborgarsvæðinu. Hann ræddi fjárveitingar til vega- og flugvallamála. Hann sagði að um þriðjungur fjárveitinga til nýframkvæmda í vega- málum myndi framvegis renna til höfuðborgarsvæðis- ins. Hann lagði mikla áherslu á að sem fyrst yrði hafist handa um uppbyggingu Reykjavíkurflugvallar, þar sem völlurinn væri mjög illa á sig kominn. Arni Hjörleifsson, formaður SSH, lýsti áhyggjunt sveitarstjómarmanna vegna stöðu vegamála á höfuðborgarsvæðinu og slysahættu í umferð- inni. Hann lýsti þeim fjárhagslega ávinningi sem er af því að bæta umferðarmannvirki og draga um leið úr slysahættu. Hann vék að skiptingu fjármagns milli sv-hornsins og landsbyggðarinnar. Fagnaði því að hlutfall til umferðarmannvirkja sv-homsins hefði farið hækkandi en taldi að betur mætti gera. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri taldi ástæðu til að leggja aukna áherslu á almennings- samgöngur og umferð gangandi og hjólandi. Huga þyrfti að þessum þáttum í auknum mæli en ekki einblína á notkun einkabifreiðarinnar. Hún lýsti framkvæmdum við gerð göngubrúa í borginni. Borgarstjóri vék því næst að því að á hverfisfundum í borginni hefðu hvarvetna kom- ið fram áhyggjur borgarbúa vegna umferðarmála. Hún 1 78

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.