Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Page 53

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Page 53
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM gerði grein fyrir áætlun borgarinnar til að draga úr um- ferðarslysum. Ingibjörg Sólrún fagnaði auknum vega- framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum en taldi mjög brýn verkefni óunnin. Hún varpaði því fram hvort sveitarfélögin ættu ekki að fá hluta af þeim fram- lögum sem nú renna óskert í ríkissjóð frá bifreiðaeig- endum. Að auki reifaði hún mikilvægi þess að ráðist yrði í framkvæmdir við Sundabraut og að lokum lagði hún áherslu á mikilvægi þess að ríkisvaldið tryggi a.m.k. óbreytt framlag til vegaframkvæmda á höfuð- borgarsvæðinu á næstu árum. Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur greindi frá undirbúningi að endurskoðun vegaáætlunar fyrir höfuð- borgarsvæðið. Hann sagði frá því hvemig hefði gengið að framkvæma vegaáætlun fyrir árin 1995-1998. Stefán greindi ennfremur frá áherslum einstakra sveitarfélaga hvað varðar umferðarendurbætur og ræddi að lokum mikilvægi þess að við endurskoðun vegaáætlunar yrði hugað í auknum mæli að gerð mannvirkja fyrir gang- andi vegfarendur og að hljóðmönum. Guðrún Agústsdóttir, forseti borgarstjórnar Reykja- víkur, tók þátt í almennum umræðum og fagnaði því að samgöngumál hefðu á fundinum verið rædd í víðara samhengi en oft áður. Hún vék að málefnum Reykjavík- urflugvallar og skýrði frá því að starfshópur fjallaði nú um málefni flugvallarins. Kvað hún réttast að halda sér- stakan fund um framtíð flugvallarins og beindi því til stjómar SSH að hún beitti sér fyrir því að slíkur fundur yrði haldinn. Endurskoöun á starfsemi SSH Hilmar Guðlaugsson gerði grein fyrir skýrslu nefndar SSH um endurskoðun á starfsemi samtakanna. Fram kom í máli Hilmars að nefndin teldi rekstur samtakanna í samræmi við umfang þeirra. Nefndin leggur til að formleg tengsl við Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæð- isins verði rofin og bendir á möguleika fyrir sveitarfé- lögin að taka upp beina aðild. Þá var undirstrikuð áherslubreyting á starfsemi sam- takanna með því að leggja niður atvinnumálanefnd sam- takanna, en í stað þess taka upp formlegt samstarf for- manna atvinnumálanefnda sveitarfélaganna. Með slíku náist betri tengsl við sveitarfélögin og milli einstakra formanna. Á undanfömum árum hefur verið að þróast samstarf formanna einstakra verkefnanefnda hjá sveitar- félögunum. Formenn skipulagsnefnda, heilbrigðis- nefnda og unrhverfisnefnda hafa hist og farið yfir sín mál, borið saman bækur sínar o.s.frv. í stað varanlegra nefnda er einnig lagt til að skipaðar verði eftir þörfum nefndir til þess að sinna einstökum verkefnum og hafi þær lil þeirra tiltekinn tíma. Dæmi um þetta fyrirkomulag er t.d. vinnuhópur um endur- skoðun á verðskrá sundstaða og nefnd um endurskoðun reglna um ferðaþjónustu fatlaðra. Tillögur þeirra eru flestar þegar komnar til framkvæmda. Einnig var ákveð- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ræöir viö Jóhann Sigur- jónsson, bæjarstjóra Mosfellsbæjar. Stefán Hermannsson borg- arverkfræöingur lengst til vinstri. Róbert B. Agnarsson, bæjarfulltrúi i Mosfellsbæ, var fundar- stjóri. Anna Guörún Björnsdóttir, forstööumaður fjármála- og stjórnsýslusviös í Mosfellsbæ, var fundarritari eftir hádegi en fyrir hádegiö haföi Ásgeir Eiriksson, forstöðumaöur fræöslu- og menningarsviös í Mosfellsbæ, veriö fundarritari. Bæjarfulltrúarnir Ómar Smári Ármannsson í Hafnarfiröi, Laufey Jóhannsdóttir í Garöabæ og Valgeröur M. Guðmundsdóttir í Hafnarfiröi ræöast viö á aöalfundinum. 1 79

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.