Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Síða 56

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Síða 56
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM sviði. Að þessu sinni ákvað stjóm SSH að Kópavogsbær skyldi hljóta viðurkenninguna. Hún er veitt fyrir Voga- tungureit, sem er sérhannað íbúðahverfi fyrir aldraða. Þetta er í 13. sinn sem viðurkenningin er afhent og hefur henni verið úthlutað til 18 einstaklinga, stofnana og sveitarfélaga. Ohætt er að segja að mikill árangur hafi náðst í umhverfismálum sveitarfélaganna á undan- fömurn árum og hefur umhverfi sveitarfélaganna tekið stakkaskiptum. I samræmi við breytta tíma og aðstæður hefur verið lagt til að reglur um úthlutun þessarar viður- kenningar verði endurskoðaðar fyrir næsta aðalfund. Stjórn SSH Jónas Sigurðsson, forseti bæjarstjómar Mosfellsbæjar, var kosinn fomraður SSH næsta starfsár. Aðrir í stjóm eru Guðmundur G. Gunnarsson, varaoddviti Bessastaða- hrepps, bæjarfulltrúamir Ámi Hjörleifsson og Valgerður Sigurðardóttir í Hafnarfirði, Laufey Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjómar Garðabæjar, Kolbrún Jónsdóttir, hrepps- nefndarfulltrúi í Kjalameshreppi, Guðbrandur G. Hann- esson, oddviti Kjósarhrepps, Ámór L. Pálsson bæjarfull- trúi og Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, borgar- fulltrúamir Hilmar Guðlaugsson og Steinunn V. Óskars- dóttir og Ema Nielsen, bæjarfulltrúi á Seltjamamesi. AFMÆLI SSH 20 ára Jónas Egilsson, fi'amkvœmdastjóri SSH Haldið var upp á 20 ára afmæli Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) á skírdag 1996. Af því til- efni var sveitarstjómarmönnum og ýmsum fleirum boð- ið til mótttöku í Gerðarsafni í Kópavogi. Þar var kynnt sérstakt afmælisrit sem hafði verið gefið út í tilefni af- mælisins. I ritinu er að finna helstu upplýsingar um verkefni samtakanna á starfstíma þeirra. Því hefur síðan verið dreift til allra sveitarstjórna og sveitarstjórnar- manna á höfuðborgarsvæðinu. Jónas Egilsson, fram- kvæmdastjóri samtakanna síðan 1988, og Þorsteinn Þor- steinsson, verkfræðingur og fyrrverandi starfsmaður Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins, sáu um útgáfuna. Samtökin voru stofnuð sunnudaginn 4. apríl 1976 í Hlégarði í Mosfellsbæ. Stofnaðilar voru Reykjavíkur- borg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garða- bær, Seltjarnarnes, Mosfellshreppur (nú Mosfellsbær) og Kjalarneshreppur. Kjósarhreppur gerðist aðili að samtökunum árið 1985. Áður en SSH voru stofnuð vom starfandi Samtök sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi (SASÍR), en þau náðu einnig til sveitarfélaga á Suður- nesjum, en voru án Reykjavíkur. Stjóm samtakanna á 20 ára afmælinu skipuðu bæjar- fulltrúarnir Árni Hjörleifsson, sent var formaður, og Valgerður Sigurðardóttir, Hafnarfirði, Sigurður Geirdal bæjarstjóri og Arnór L. Pálsson, bæjarfulltrúi í Kópa- vogi, Erna Nielsen, þáverandi forseti bæjarstjórnar á Seltjamamesi, Sigtryggur Jónsson, oddviti Bessastaða- hrepps, Kristján Finnsson, hreppsnefndarmaður í Kjós- arhreppi, borgarfulltrúamir Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Hilmar Guðlaugsson í Reykjavík, Kolbrún Jónsdótt- Hver hefur hlutur hreppanna veriö í félagsskap meö stóru baej- unum? Taliö fró vinstri, Jón Pétur Lfndal, varafulltrúi í hrepps- nefnd Kjalarneshrepps, Guömundur G. Gunnarsson, hrepps- nefndarmaöur í Bessastaöahreppi, Guöbrandur G. Hannesson f Hækingsdal, oddviti Kjósarhrepps, og Vilhjálmur P. Vilhjálms- son, lengst til hægri. Krissý og Unnar Stefánsson tóku mynd- irnar frá aöalfundi SSH. ir, hreppsnefndarfulltrúi í Kjalarneshreppi, Laufey Jó- hannsdóttir, forseti bæjarstjómar í Garðabæ, og Jónas Sigurðsson. forseti bæjarstjómar í Mosfellsbæ. Formenn SSH hafa frá upphafi verið þessir: 1. Stefán Jónsson, Hafnarfirði 1976-1978 2. Garðar Sigurgeirsson, Garðabæ 1978-1979 3. Markús Öm Antonsson, Reykjavík 1979-1982 4. Richard Björgvinsson, Kópavogi 1982-1983 5. Júlíus Sólnes, Seltjamamesi 1983-1986 6. Magnús Sigsteinsson, Mosfellsbæ 1986-1988 7. Lilja Hallgrímsdóttir, Garðabæ 1988-1990 8. Sveinn Andri Sveinsson, Reykjavík 1990-1994 9. Sigurður Geirdal, Kópavogi 1994-1995 10. Ámi Hjörleifsson, Hafnarfirði 1995-1996 11. Jónas Sigurðsson, Mosfellsbæ 1996 1 82

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.