Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Side 57

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Side 57
STJÓRNSÝSLA Breytingar á stjórnkerfi Mosfellsbæjar Jóhann Sigurjónsson bœjarstjóri Inngangur Hér á eftir verður lýst þeim breyt- ingum sem gerðar voru á stjómkerfi Mosfellsbæjar á síðastliðnu ári. Mun ég í grein þessari lýsa hinu nýja stjómkerfi, aðdraganda og und- irbúningi breytinganna, skipulagi stjórnkerfisins og verkaskiptingu, ásamt því að gera grein fyrir næstu skrefum í áframhaldandi breyting- um á innra skipulagi einstakra sviða. Umfangsmiklar skipulagsbreyt- ingar á stjórnsýslu Mosfellsbæjar voru samþykktar samhljóða í bæjar- stjóm 26. júní 1996. Með breyting- unum var nefndum og vinnuhópum í stjómkerfi bæjarins fækkað veru- lega, eða úr 27 í 10. Markmiðið með breytingunum var að einfalda stjórnkerfið, auðvelda aðgang að stjómsýslunni, skýra verkaskiptingu og með því að gera starfsemi á veg- um bæjarins markvissari. I fram- haldinu voru samþykktir fyrir nefndir og starfslýsingar fyrir for- stöðumenn sviða afgreiddar á bæj- arstjórnarfundi 30. október og 13. nóvember 1996. Aödragandi og undirbún- ingur Mosfellsbær verður 10 ára á þessu ári. Ibúafjöldi bæjarins hefur á undanförnum árum vaxið mjög hratt og hefur hlutfallsleg fjölgun íbúa verið með því mesta sem gerist á landinu. Þessi mikla aukning í fólksfjölda á skömmum tíma og auknar kröfur frá íbúum og ríkis- valdi hafa valdið því að umsvif á vegum bæjarins hafa farið vaxandi. Einnig kemur til breytt verkaskipt- ing milli ríkis og sveitarfélaga. Því var það að þegar fyrir lá að starf- semi grunnskólans færðist alfarið yfir til sveitarfélaganna þótti rétt að nota tækifærið og endurskipuleggja stjómkerfi Mosfellsbæjar til að und- irbúa bæjarfélagið að taka við verk- efninu. Var Sigfús Jónsson, ráðgjafi hjá Nýsi hf., fenginn til að vinna út- tekt á stjómkerfi bæjarins og tillög- ur að breytingum í samvinnu við sérstaka stjómsýslunefnd, sem skip- uð var oddvitum flokkanna í bæjar- stjóm ásamt bæjarstjóra og bæjarrit- ara. Skilaði Sigfús skýrslu til stjóm- sýslunefndarinnar og fékk stjórn- kerfi Mosfellsbæjar ágætis útkomu í henni, en þó komu fram nokkrar at- hugasemdir og em þær helstu tíund- aðar hér á eftir. Athugasemdir vegna nefndakerjis - Misjöfn staða nefnda. 1 sumum nefndum sátu bæjarfulltrúar og þar af leiðandi höfðu málefni þeirra nefnda meira vægi í bæjarstjóminni en málefni nefnda sem voru án bæj- arfulltrúa. Einnig nutu sumar nefnd- ir aðstoðar embættismanna við und- irbúning funda og mála, á meðan aðrar höfðu engin bein tengsl við embættismannakerfið. - Tengsl milli nefnda er störfuðu á nátengdum verksviðum vom tak- mörkuð og tilviljanakennd. - Hlutverk nefnda var óljóst. Oljóst þótti hvort nefndirnar bæru ábyrgð á málaflokkum eða sinntu faglegum verkefnum. Athugasemdir vegna embœttis- mannakerfis - Óljós staða nefnda gagnvart starfsmönnum bæjarfélagsins skap- aði vandamál í starfsmannastjómun. - Of mikil aðgreining verkefna milli sviða. T.d. innheimta á mörg- um stöðum. - Mismunandi staða stofnana gagnvart yfirstjóm. Sumar stofnanir heyrðu beint undir bæjarstjóra en aðrar höfðu millistjómendur sem yf- irmenn. Fór það ekki eftir umfangi. Niðurstaða stjómsýslunefndar var að leggja til við bæjarstjórn að stjómkerfinu yrði skipt upp í fjögur svið og að fastanefndir á vegum bæjarins yrðu 10 auk bæjarráðs og kjömefndar. Sjá skipurit á bls. 185. í framhaldi af samþykkt þess í bæj- arstjóm var gengið frá samþykktum fyrir nefndir og starfslýsingum for- stöðumanna sviða. Helstu markmið með breytingunum vom annars veg- ar að ná fram samsvörun milli verk- efna embættismanna og nefnda, þannig að verkefni nefnda sköruð- ust ekki milli sviða, og hins vegar að skilgreina hlutverk nefnda og ábyrgð embættismanna. Skipulag stjórnkerfisins Bæjarstjórn samþykkti eftirfar- andi stjómsýslusvið og verkaskipt- ingu milli þeirra: Félagsmálasvið, fjölskyldumál og ráðgjöf, málefni aldraðra og fatl- aðra, málefni vinnumiðlunar, áfeng- ismál og félagsleg húsnæðismál. Fjármála- og stjórnsýslusvið, al- menn stjómsýsla, fjárreiður, starfs- mannaþjónusta, bókhald og tölvu- máL Frœðslu- og menningarsvið, mál- efni leikskóla, gmnnskóla, tónlistar- 1 83

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.