Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Side 58

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Side 58
STJÓRNSÝSLA skóla, vinnuskóla, gæsluvalla, dag- gæslu, félagsmiðstöðvar, íþrótta- miðstöðvar, félagsheimilis og bóka- safns. Tœkni- og umhverfissvið, fram- kvæmdamál, hitaveita, vatnsveita og fráveita, skipulagsmál, bygging- armál, umhverfismál og samgöngu- mál. Bæjarstjórn samþykkti eftirfar- andi nefndir og verkaskiptingu milli þeirra: • Bœjarráð, sem skilgreint er sem yfimefnd annarra nefnda í málum sem tengjast fjármálum, starfs- mannamálum, stjórnsýslu og framkvæmdum. Þannig er gert ráð fyrir að mál nefnda sem fjalla um framangreind atriði komi til umfjöllunar bæjarráðs áður en þau fara fyrir bæjarstjóm. Bæjar- ráð fjallar um erindi sem berast bæjarfélaginu og vísar þeim til umfjöllunar hjá nefndum og emb- ættismönnum eftir því sem við á. Bæjarráð fer með verkefni starfs- kjaranefndar og jafnréttisnefndar. Bæjarráð fer með verkefni bæjar- stjómar í sumarleyfum hennar. Nefndir á félagsmálasviði: • Félagsmálanefiid, fjallar um mál- efni tengd félagslegri ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, félagslegu leigu- húsnæði, öldruðum, fötluðum og vinnumiðlun. Nefndin fer með verkefni bamavemdamefndar og áfengisvamanefndar. • Húsnœðisnefnd, lætur gera könn- un á þörfum fyrir félagslegt hús- næði og gerir tillögur um bygg- ingu þess. Nefndin hefur yfirlit yfir félagslegar íbúðir í sveitarfé- laginu og úthlutar þeim. Nefndir á fjármála- og stjórn- sýslusviði: • Atvinnu- og ferðamálanefnd, fylgist með atvinnuástandi og gerir tillögur um eflingu og ný- sköpun í atvinnumálum, eftirlit með aðstöðu fyrir ferðamenn, þróun ferðaþjónustu og hefur um- sjón með almennri kynningu á bæjarfélaginu. • Kjörstjórn, fyrir sveitarstjórnar- og alþingiskosningar. Nefndir á fræðslu- og menning- arsviði: • Frœðslunefnd, fer með verkefni skólanefndar og leikskólanefndar samkvæmt lögum, málefni tón- listarskóla, vinnuskóla og fram- haldsskóla. Nefndin hefur eftirlit með daggæslu og rekstri heils- dagsskóla og gæsluvallar. • Iþrótta- og tómstundanefnd, fer með íþrótta- og tómstundamál, gerir tillögur um styrki til félaga og fylgist með starfsemi þeirra. Nefndin hefur eftirlit með rekstri íþróttamannvirkja og félagsmið- stöðvar og gerir tillögur um gjald- skrá, leigu og afnot af íþrótta- mannvirkjunum utan skólatíma. Nefndin vinnur að eflingu íþrótta- og tómstundastarfs í bæjarfélag- inu í samstarfi við félög og aðila sem starfa á því sviði. • Menningarmálanefnd, fer með málefni almenningsbókasafna, fé- lagsheimila, hefur umsjón með vinabæjasamskiptum, listaverka- eign, húsafriðun og fornminjum, gerir tillögur um styrki til félaga og fylgist með starfsemi þeirra. Nefndin hefur umsjón með Lista- og menningarsjóði og gerir tillög- ur um úthlutun úr honum. Nefnd- in vinnur að eflingu lista- og menningarstarfsemi í bæjarfélag- inu í samstarfi við félög og aðila sem starfa á því sviði. Nefndir á tækni- og umhverfis- sviði: • Byggingarnefnd, fer með verkefni samkvæmt skipulags- og bygg- ingarlögum. Nefndin fer einnig með verkefni ferlinefndar. • Framkvcemdanefnd, hefur eftirlit með hönnun, útboðum og verk- samningum, nýbyggingum, við- haldi og endurnýjun húseigna, eignaskrá, gatnahreinsun, snjó- mokstri og sorphirðu. Hefur eftir- lit með rekstri tæknideildar, áhaldahúss, trésmíðaverkstæðis, vélamiðstöðvar og garðyrkju- deildar. Nefndinni er ætlað að taka yfir hlutverk sem leyst hefur verið með byggingamefndum um einstök verkefni, svo sem bygg- ingu íþróttahúsa og skóla. • Skipulagsnefnd, verkefni sam- kvæmt skipulagslögum og reglu- gerð og fylgist með framkvæmd þeirra, umferðarmál og almenn- ingssamgöngur. • Veitu- og umhverfisnefnd, umsjón og eftirlit með vatnsveitu, hita- veitu og fráveitu og gerð áætlana í því sambandi, opnum svæðum, lóðum og löndum, landbúnaðar- málum og búfjáreftirliti, náttúru- vemd, skógrækt og landgræðslu. Gert er ráð fyrir að nefndimar geti ef þurfa þykir myndað tímabundna vinnuhópa um einstök verkefni. Einnig er gert ráð fyrir að þess sé gætt að kalla inn aðila á fundi nefndanna ef ákvæði eru í lögum eða samstarfssamningum um setu- rétt þeirra á fundum þegar um mál þeim tengd er fjallað. Bæjarstjórn tilnefnir síðan fulltrúa í samstarfsráð og nefndir og stjómir og fulltrúaráð sem Mosfellsbær er aðili að í sam- starfi við aðra aðila. Sjá meðfylgj- andi skipurit. Hlutverk nefnda og embættismanna Bæjarstjórn skilgreindi hlutverk nefnda og embættismanna eftirfar- andi. Hlutverk nefnda samkvæmt sam- þykktum þeirra er: • Að gera tillögu til bæjarstjórnar um stefnu í viðkomandi mála- flokkum og hafa eftirlit með að stefna bæjaryfirvalda á hverjum tíma sé haldin. • Að hafa eftirlit með stofnunum sem vinna að viðkomandi mála- flokkum og fylgjast með því að þær vinni að settum markmiðum í samræmi við lög og veiti góða þjónustu. • Að leggja mat á hvemig staðið er að viðkomandi málaflokkum með tölulegum upplýsingum og könn- 1 84

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.