Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Side 65

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Side 65
ERLEND SAMSKIPTI Vinabæjalundur í Kópavogi Kristján Guðmundsson, bœjarfulltrúi í Kópavogi í greinarstúfi þessum vil ég í stuttu máli skýra frá hugmynd sem fæddist hjá stjóm Norræna félagsins í Kópavogi fyrir nokkmm ámm. Öllum í stjóminni þótti tilhlýði- legt að marka fallegan stað á opnu svæði í bæjarlandinu fyrir skógar- lund, þar sem komið væri fyrir greinargóðu skilti með nöfnum vinabæja okkar og bæjarmerki þeirra. Tillaga þessi var kynnt og sam- þykkt í vinabæjanefnd bæjarins, en í henni sitja þrír fulltrúar kosnir af bæjarstjóm, formaður Norræna fé- lagsins og bæjarstjóri, en hann er sérstakur tengiliður við vinabæi okkar. A vinabæjamóti í Kópavogi sum- arið 1993 var fyrst plantað í þennan fallega reit, sem er í vestanverðum Digraneshlíðum, í næsta nágrenni við Digraneskirkju. Að loknu þessu vinabæjamóti barst mér bréf frá bæjarstjóranum í Odense, Verner Dalskov, þar sem hann þakkar eftirminnilega stund þegar við vorum öll saman komin þarna í hlíðinni og gróðursettum hvert og eitt eina birkiplöntu og eina ösp. Þessi athöfn hafði þau áhrif á Verner að hann setti saman þessa vísu sem hann sendi í umræddu þakkarbréfi: Et trœ er plantet í Islands jord afvennerfra nordiske byer. I skoven det vokser sig stœrk og stor og venskabs-bándet fornyer. Rödderne fœstnes í jordens nndd og grene med bladene grönnes. I sol og i blœst det tillidsfuldt vil vise at venskaber lönnes. Ætlunin er þegar gesti ber að Skiltiö í vinabæjalundinum minnir bæjar- búa á vinabæi Kópavogs. Greinarhöf- undur tók myndina. garði frá vinabæjum okkar að sum- arlagi, þá verði plantað þama til efl- ingar og viðhalds lundinum. Það var m.a. gert á 50 ára lýð- veldishátíðinni 1994, en þá bauð bæjarstjórn Kópavogs einum full- trúa frá hverri bæjarstjóm vinabæj- anna. Vinabæir Kópavogs eru Ang- massalik, Klakksvik, Mariehamn, Norrköping, Odense, Tampere og Þrándheimur. Samskipti þessara bæja em mikil og verða sífellt umfangsmeiri á fjöl- mörgum sviðum, nemendaskipti, íþróttamót, margvísleg menningar- samskipti, kórar, leikhópar og hljómsveitir, kennaramót að ógleymdum vinabæjamótunum sjálfum. í vinabæjalundinum. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Kristján Guömundsson greinar- höfundur, Ragnheiöur Tryggvadóttir, Margrét Eiríksdóttir og Hermann Lundholm, öll í stjórn Norræna félagsins í Kópavogi. 1 9 1

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.